Skessuhorn


Skessuhorn - 03.01.2014, Qupperneq 14

Skessuhorn - 03.01.2014, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2014 Stjórnarskiptin standa upp úr „Það eru náttúrlega stjórnarskiptin sem standa upp úr,“ segir sr. Geir Waage, sóknarprestur í Reykholti. „Í Reykholti miðaði vel, það var gott ár hjá staðnum og Snorrastofu þrátt fyrir tíðarfarið. Allt gekk vel sem við gerðum og allir sem komu að verkum voru velviljaðir og þol­ inmóðir gagnvart öllu því sem þeir voru að gera með okkur og fyrir okkur,“ bætir hann við. Aðspurð­ ur um væntingar til nýja ársins seg­ ir Geir: „Árið 2014 leggst vel í mig, bara prýðilega. Það verður gam­ an að sjá hvað ríkisstjórninni tekst að gera af því sem hún lofaði fyr­ ir kosningar þannig að það fari að réttast úr hjá þjóðinni. Það verð­ ur spennandi að sjá hvað rætist úr því.“ Minni áherslur á umhverfismál það fyrsta sem kemur í hugann „Það sem kemur fyrst upp í hugann eru ríkisstjórnarskipti og breyttar áherslur og minni áherslur á um­ hverfismál heldur en var. Hægt er að nefna mörg dæmi svo sem afdrif græna hagkerfisins og afturköllun náttúruverndarlaga og fleira í þeim dúr. Þetta er það fyrsta sem mér dettur í hug,“ segir Stefán Gísla­ son umhverfisstjórnunarfræðing­ ur og geitfimur fjallvegahlaupari. „Það sem mér finnst standa upp úr á heimsvísu er sífellt meiri vissa um loftslagsbreytingar af manna völd­ um og útkoma skýrslu IPCC (Milli­ ríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar) í haust. Hún fól í sér enn stærri vísbend­ ingar um þátt mannsins í loftslags­ breytingum. Einnig stendur upp úr aukin áhersla á vinnslu olíusands. Menn voru með stórar hugmyndir um að auka vinnslu olíu og gass úr sandsteini. Svo komu upp á árinu vísbendingar um hraðari losun metans á norðurslóðum, til dæmis úr sífrera í Síberíu. Þetta tvennt eru neikvæðustu fréttir ársins að mínu mati. En þó að ýmislegt hafi verið neikvætt við árið þá var líka margt jákvætt. Ég hljóp meira en áður og tók þátt í ótrúlega skemmtilegum verkefnum á því sviði. Það var oft gaman í vinnunni og mörg verðug og skemmtileg viðfangsefni þar. Árið 2014 leggst ekkert alltof vel í mig. En það er eins og segir í norsku orðatiltæki sem ég heyrði eitt sinn: „Það er ekki málið hvern­ ig maður hefur það, heldur hvern­ ig maður lítur á það.“ Það má allt­ af sjá bjartar hliðar á öllu. Persónu­ lega held ég að árið verði fínt en á landsvísu og heimsvísu er ég ekki bjartsýnn.“ Viðburðaríkt sumar „Það fyrsta sem kemur upp í hug­ ann er að þetta var mjög viðburða­ ríkt sumar. Ég kynntist mörgu góðu fólki, bæði innlendu og er­ lendu. Nýja árið leggst vel í mig. Ég held að þetta verði annað við­ burðarríkt sumar en vonandi auð­ veldara en á síðasta ári,“ segir Jó­ hanna Harðardóttir í Hlésey, stað­ gengill allsherjargoða. 2013 var mjög skrýtið ár Það sem stendur upp úr er að Jón Gnarr ætlar ekki að gefa kost á sér áfram sem borgarstjóri. En 2013 var mjög skrýtið ár, það voru hæð­ ir og lægðir sem gengu yfir land­ ið. Það var mjög gott ferðamanna­ sumar hér og mikil umferð bæði í gistingu og í fjósið. Það varð meiri heyuppskera en undanfarin ár en kornuppskeran misfórst al­ veg hundrað prósent. Svo það sem gerðist núna allra síðast á árinu var að Hjörtur Einarsson, fyrrverandi bóndi frá Neðri – Hundadal, féll frá. Hann var mikill baráttumaður fyrir hagsmunum bænda og Dala­ manna. Hann barðist fyrir bættum vegasamgöngum yfir Bröttubrekku og var almennt góður talsmaður ís­ lensks landbúnaðar, fyrst og fremst hér í Dölunum. Hann barðist með­ al annars fyrir endurreisn Slátur­ hússins í Búðardal. Hann var mikill hugsjónamaður og mikill og góður félagi, þrátt fyrir að tvær kynslóð­ ir væru á milli okkar,“ segir Þor­ grímur Einar Guðbjartsson, mjólk­ urfræðingur og bóndi á Erpsstöð­ um í Dalabyggð. „Nýja árið verður örugglega meira afgerandi en 2013 var, það var meiri molla yfir því. Ég held að það verði meiri svipting­ ar árið 2014. Það verða ábyggilega fellibyljir. Draumarnir mínir segja mér að það skiptist á skin og skúrir en ég er svo sem engin völva,“ segir Þorgrímur hlæjandi að endingu. Fúlt veður það sem stendur upp úr „Það er svo margt sem stóð upp úr en líka niður úr á árinu 2013,“ segir Þorkell Símonarson ferðaþjónustu­ bóndi í Görðum á Snæfellsnesi. Mér dettur bara helst í hug fúlt veður!“ En næsta ár leggst mjög vel í mig. Ef veðrið verður aftur fúlt, þá bara tæklum við það. Þetta verður frábært ár, held ég bara.“ Lítil berjaspretta Veðrið í sumar er kannski það sem er eftirminnilegast. En það var auð­ vitað margt jákvætt líka. Árið sem leið var fínt ár nema síst veðrið í sumar. Það var lítil berjaspretta hérna hjá okkur en ég er mikil ber­ jatínslumanneskja. 2014 leggst mjög vel í mig. Engin ástæða til að segja annað en það, þetta verð­ ur gott ár,“ segir Ásta Gísladóttir verslunareigandi á Akranesi. Tímamótaverk- efni á Snæfellsnesi stendur uppúr Björg Ágústsdóttir lögfræðingur í Grundarfirði er meðal annars verk­ efnastjóri í verkefninu „Svæðisgarð­ urinn Snæfellsnes.“ Henni finnst vinnan í kringum verkefnið standa upp úr eftir árið en það gengur út á að aðilar á Snæfellsnesi vinni sam­ an og geri m.a. svæðisskipulag sem er í raun nokkurs konar sóknar­ áætlun fyrir svæðið. „Þetta er tíma­ mótaverkefni, að menn setjist nið­ ur og geri áætlun um hvernig sé hægt að sækja fram. Það er víða erf­ ið staða en það skiptir mjög miklu máli að menn missi ekki sjónar á því hvernig við getum nýtt þessi gæði til lands og sjávar og í fólk­ inu okkar. Þetta verkefni stendur mér nærri og Snæfellingar hafa gef­ ið mikið af sér í þetta verkefni og því finnst mér það standa upp úr á árinu 2013. Það er margt mjög gott sem hefur fengist í þessari vinnu sem á eftir að koma enn betur í ljós á þessu ári. Einnig er síldarslysið í Kolgrafafirði ofarlega í huga. Bæði í upphafi ársins og ákveðnar fyr­ irbyggjandi aðgerðir og ótti fólks um að þetta endurtæki sig í lok árs­ ins,“ segir Björg. Hún fylgist einnig með íþróttum, bæði í nærumhverf­ inu og á landsvísu. „Það hefur ver­ ið gaman að fylgjast með íþrótta­ liðunum hér í kring í sinni baráttu. Mörg þeirra voru að spila meðal þeirra bestu á árinu. Ég var einn­ ig þátttakandi í auknu samstarfi í frjálsum íþróttum á Vesturlandi og sunnanverðum Vestfjörðum. Verk­ efnið heitir Samvest og fór af stað í lok árs 2012, þar sem tekið var upp samstarf til að reyna að efla þess­ ar litlu einingar. Þetta þróaðist og þroskaðist á árinu og hefur geng­ ið vel. Þetta er ný leið til að styrkja litlar einingar og hefur lofað góðu. Einnig langar mig að nefna íþrótta­ afrek Anítu Hinriksdóttur og gott gengi kvenna­ og karlalandsliðsins í knattspyrnu. Kosning nýrrar ríkisstjórnar stendur auðvitað líka upp úr á þess­ um erfiða tíma. Erfið staða heil­ brigðisstofnana vegna niðurskurð­ ar og undiralda er farin að þyngjast og fátækt farin að vaxa. Við erum komin í þá stöðu að við verðum að horfast í augu við hversu mikla fá­ tækt við ætlum að þola og leyfa í landinu okkar, sem er stútfullt af alls konar auðlindum. Nýja árið leggst betur í mig en árið sem leið. Samt er mikil vinna óunnin síðan eftir hrun og ég vil vona að horfst verði í augu við þá vinnu. Ég hef þá tilfinningu að fólk vilji komast út úr þessari biðstöðu sem allir virðast vera í. Þá held ég að kjarasamningar verði erf­ iðir á næsta ári og það setji strik í reikninginn. En ég hef trú á því ef fólk stendur saman eins og á okk­ ar svæði sé hægt að gera mjög mik­ ið til að nýta enn betur það sem við höfum.“ Var ánægð með veðrið „Það sem mér fannst merkileg­ ast við árið var að það voru engir stóratburðir á árinu. Það sem stóð upp úr var að árið var fremur far­ sælt. Til dæmis er það góðs viti að dómskerfið náði að dæma í málum sem tengdust hruninu. Maður hélt kannski að dómskerfið réði ekki við það. Árið var einnig gott að öðru leyti og sveitarfélagið er á uppleið. Það fjölgar aðeins og fjárhagurinn er á réttri leið. Ég var einnig ánægð með veðrið. Það á að rigna stund­ um. Svo fékk maður Mallorka veð­ ur þess á milli. Svo er allt í lagi að fá vetur þegar það á að vera vetur. Það sem stendur uppúr eftir árið fyrir mig persónulega er að ég ylja mér við minningar um ferðir um landið. Ég fór í fyrsta skipti til Vestmanna­ eyja og fannst það mjög litríkur staður enda eiga Eyjamenn mikla sögu. Þá fór ég upp að Herðubreið­ arlindum, á Herðubreið og í Öskju. Ísland er ótrúlegt land og ég skynj­ aði það vel þar. En ég held að árið 2013 verði ár sem maður minn­ ist með góðum hug. Þetta ár leggst vel í mig. Ef sólin gengur sinn gang og landið er í lagi þá verður þetta gott ár. Reyndar hefði ég viljað hafa sömu stjórnvöld aðeins leng­ ur og voru í fyrra, fyrir kosningar. En maður veit ekki alveg hvað ger­ ist, þessi mál eiga eftir að þróast. Mér finnst það skipta mestu máli að náttúran sé til friðs og sé í lagi,“ segir Ingibjörg Daníelsdóttir frá Fróðastöðum í Hvítársíðu. Hvað stendur upp úr eftir árið 2013 og hverjar eru væntingarnar? Nú er árið 2013 liðið og nýtt gengið í garð. Af því tilefni leitaði Skessuhorn til nokkurra valinkunnra Vestlendinga og spurði þá hvað þeim þótti standa upp úr á árinu sem leið. Einnig spurðum við fólkið hvernig nýja árið legðist í það. Svörin létu ekki á sér standa og af eftirminnilegum atburðum má nefna stjórnarskipti á liðnu ári og kosningaloforðin, síldardauðann í Kolgrafafirði og mikið rigningarsumar. Flestir voru þó sammála um að árið 2014 verði gott fyrir landsmenn. Sr. Geir Waage. Stefán Gíslason. Jóhanna Harðardóttir. Þorgrímur Einar Guðbjartsson. Þorkell Símonarson. Ásta Gísladóttir. Björg Ágústsdóttir. Ingibjörg Daníelsdóttir.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.