Skessuhorn


Skessuhorn - 03.01.2014, Side 15

Skessuhorn - 03.01.2014, Side 15
15FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2014 Vill sjá Villa Birgis fremstan í flokki „Kosningarnar á árinu eru minnis­ stæðar. Það kom mér á óvart hvað Framsóknarflokkurinn á okkar svæði náði mörgum mönnum. Mér finnst neikvætt hvað allt hefur farið hægt af stað með þessi fögru kosn­ ingaloforð og hefði viljað sjá eitt­ hvað meira og fyrr. Einnig finnst mér nýjustu fréttir af launakjörum til skammar. Ég hefði viljað sjá Vil­ hjálm Birgisson fremstan í flokki í þeirri kjarabaráttu enda gæti hann einna helst hjálpað verkafólkinu í landinu,“ segir Andrea Björnsdótt­ ir á Eystri ­ Leirárgörðum. „Það sem stendur helst upp úr hérna heima er það að bóndinn hefur ver­ ið síðasta hálfa árið að koma af stað virkjun hér. Nú á að fara að fram­ leiða rafmagn fyrir bæinn. Virkjun­ in ber nafnið Bugavirkjun í höfuðið á Bugalæk. Þrátt fyrir marga og háa þröskulda þá er þetta að hafast, það er búið að þurfa leyfi á leyfi ofan til að geta klárað málið. En fljótlega á næsta ári getum við skaffað okkur sjálfum rafmagn. Annars hef ég það helst að segja að minn Guð er góð­ ur. Öllum heilsast vel, barnabörnin stækka og verða flottari með hverju árinu ef hægt er að segja það, þau eru svo flott fyrir. Lífið hefur kennt manni að taka ekki öllu sem sjálf­ sögðum hlut og kunna að meta það sem maður hefur og það geri ég sannarlega. 2014 verður gott ár. Ég ætla að hafa veðrið betra og mun meiri sól. Samt smá vætu fyrir túnin, það má rigna svona eina nótt hálfsmánað­ arlega,“ segir Andrea glettin. „Að öllu gamni slepptu er ég full bjart­ sýnar. Ég vona að allt fari að rúlla og að þeir fari að standa sig betur þarna á þinginu og standa við öll þessi loforð. Árið verður án efa frá­ bært.“ Góð heilsa gulli betri Það sem stendur upp úr er góð heilsa hjá fjölskyldu og vinum. Það er aðalmálið, enda ekkert hægt að gera ef maður hefur ekki heilsuna í lagi. Það er von mín að svo verði áfram,“ segir Gunnar Svanlaugsson skólastjóri í Stykkishólmi. Aðspurð­ ur um árið 2014 svarar hann: „Það leggst mjög vel í mig. 2014 er mjög stórt og mikið ár hjá mér þannig að það leggst einstaklega vel í mig og verður mjög spennandi.“ Síldardauðinn minnisstæðastur „Það fyrsta sem mér dettur í hug varðandi árið 2013 er síldardauð­ inn í Kolgrafafirði og hvernig ríkis­ stjórnin brást við honum. Þeir settu smá sprengju í fjörðinn og síldin er þarna enn. Mörgum fannst hug­ myndin afleit en hún fór í gegn og ekkert annað var gert. Ekkert var gert til að stoppa að síldin færi inn í fjörðinn. Annað sem stendur upp úr á árinu er að barn var nefnt eft­ ir mér, það er mjög eftirminnilegt. Það sem kom mér mest á óvart á árinu er að dóttir mín kom í óvænta heimsókn. Hún kom alveg óvænt og það var svona jólagjöf til mín. Á næsta ári ætla ég að vinna með allt sem ég hef þegar lært og þróa það enn frekar og gera góða hluti. Einnig vil ég sjá ferðamennskuna á Snæfellsnesinu lyftast upp. Þetta verður mjög gott ár. Ég er bjartsýn fyrir árið, það þýðir ekkert annað,“ segir Shelagh Smith, ferðaþjón­ ustuaðili á Snæfellsnesi. Ferming elstu dóttur hápunktur ársins „Ferming elstu dóttur minn­ ar stendur upp úr af atburðum á árinu sem er að líða. Hún heit­ ir Amalía Rún Smáradóttir og fermdist á skírdag. Annars var ég mikið á faraldsfæti bæði inn­ an lands og utan. Ég tók þátt í skemmtilegu Evrópuverkefni á vegum Símenntunarstöðvar Vest­ urlands. Það fjallaði um sjálfbærni samfélaga og því lauk á þessu ári. Hópur fólks frá ýmsum Evrópu­ löndum kom og heimsótti okkur í Snæfellsbæ. Það var mjög ánægju­ legt og bæði fróðlegt og gefandi að heyra þeirra sjónarmið bæði um það sem þeim þótti gott hjá okkur og hitt sem þau töldu að mætti betur fara. Nýja árið leggst svo ljómandi vel í mig. Þetta verð­ ur stórt ár. Ég þarf að undirbúa fertugsafmælið mitt í mars. Síð­ an sit ég í bæjarstjórn Snæfells­ bæjar og það eru sveitarstjórnar­ kosningar í maí. Samstarfið innan bæjarstjórnarinnar hefur gengið ótrúlega vel á þessu kjörtímabili og ég hlakka til kosninganna. Ég hef þó ekki tekið ákvörðun sjálf hvort ég gef kost á mér aftur. Hún bíður síns tíma eftir áramót,“ seg­ ir Kristín Björg Árnadóttir bæjar­ fulltrúi og framkvæmdastjóri Átt­ hagastofu Snæfellsbæjar. Mjög spennandi ár framundan í ferðaþjónustu „Fyrir mig sem starfa hjá Markaðs­ stofu Vesturlands þá er auðvitað efst í huga að árið sem nú er að líða hef­ ur verið það stærsta í ferðaþjónust­ unni til þessa. Það hafa aldrei fleiri ferðamenn komið til landsins,“ seg­ ir Rósa Björk Halldórsdóttir fram­ kvæmdastjóri Markaðsstofu Vest­ urlands. „Það hafa margar jákvæð­ ar breytingar orðið í ferðaþjón­ ustugeiranum hér í landshlutanum á árinu. Gerjunin hefur verið mik­ il, ör vöxtur í greininni og mörg fyrirtæki sem bæði hafa fæðst eða eru í burðarliðnum. Varðandi árið framundan þá tel ég mikilvægt að haldið verði rétt á spöðunum bæði hvað varðar uppbyggingu á innvið­ um greinarinnar og í rekstri. Einn­ ig þarf að huga að vernd náttúrunn­ ar. Hér þurfa bæði ríki og sveitarfé­ lög að hlúa að greininni. Það vant­ ar til að mynda víða húsnæði fyr­ ir starfsfólk. Svo vantar líka sjálft starfsfólkið í greinina, það er fólk sem bæði vill og getur starfað við ferðaþjónustu allan ársins hring. Næsta ár verður afskaplega spenn­ andi. Ég lít mjög björtum augum til atvinnugreinarinnar.“ Ný tækifæri sam- hliða öflugri sjáv- arútvegi „Mér hefur þótt ánægjulegt að sjá hvað sjávarútvegsfyrirtækin á Akra­ nesi standa sterk um þessar mund­ ir. Samanber HB­Granda, Norðan­ fiskur, Vignir G. Jónsson og Akra­ borg. Tengd fyrirtæki eins og Skag­ inn blómstrar sem aldrei fyrr,“ seg­ ir Haraldur Sturlaugsson á Akra­ nesi þegar hann er spurðum um hvað honum þyki standa upp úr eft­ ir 2013. „Á næsta ári vil ég sjá að Skaga­ menn taki þátt í kapphlaupinu um ferðamanninn af meiri krafti en þeir hafa sýnt fram að þessu. Nýt­ um til þess langa sögu sjávarútvegs, en hér var byrjað gera út á 17. öld og þar með byggður upp einn, ef ekki fyrsti, vísir að sjávarþorpi á Ís­ landi. Allt það frábæra hráefni sem hér er framleitt í dag er kjörið til að laða að svanga ferðalanga og hér getum við haft einstaka viðburði í boði, sem gætu talist einstakir, bæði hvað varðar mat og sögu. Ég er því bjartsýnn á nýju ári,“ segir Harald­ ur. Varð langamma í fyrra „Ég varð langamma. Ætli það sé ekki það sem situr eftir þegar allt er upptalið,“ segir Þrúður Kristjáns­ dóttir í Búðardal. „Einnig að dótt­ ir mín flutti til Íslands frá Þýska­ landi. Sumarið var svona heldur blautt en annars var þetta gott ár fyrir mig persónulega. Ég tók að mér að verða sóknarnefndarfor­ maður tímabundið og það er ým­ islegt í kringum það. Nýja árið leggst ágætlega í mig. Ég er ekki með neinar sérstakar væntingar og er löngu hætt að strengja áramóta­ heit. Maður þakkar bara fyrir hvern dag.“ Andrea Björnsdóttir. Gunnar Svanlaugsson. Shelagh Smith. Kristín Björg Árnadóttir. Rósa Björk Halldórsdóttir. Haraldur Sturlaugsson. Þrúður Kristjánsdóttir. Esseddig Lakhal hefur búið á Ís­ landi í rúm 13 ár. Hann er upp­ runalega frá Marokkó en þráir ekkert heitar en að fá ríkisborg­ ararétt hér á landi. Esseddig hef­ ur unnið hér mest allan tímann, borgað sína skatta til samfélagsins og talar ágæta íslensku og skrifar einnig. Íslensk yfirvöld hafa neit­ að að veita honum ríkisborgara­ rétt á grundvelli þess að hann hef­ ur verið tekinn fyrir að brjóta um­ ferðarlög. Esseddig tekur þessa höfnun mjög nærri sér. Hann er ósáttur við að fá enga aðstoð á Ís­ landi á meðan hann horfði upp á að palestínska flóttafólkið á Akra­ nesi fékk sinn ríkisborgararétt eft­ ir aðeins fimm ára búsetu í land­ inu. Kom til Íslands til að vinna „Ég kom til Íslands til að vinna. Ég var upphaflega að vinna hjá Fiskanesi í Grindavík en fyrir sjö árum flutti ég á Akranes. Ég vann hjá Norðuráli í sex ár og keypti mér íbúð á Akranesi. Ég kvæntist konu frá Marokkó en hún talaði litla ensku og enga íslensku. Við fengum enga hjálp fyrir hana og hún fékk hvergi vinnu. Á endan­ um gafst hún upp og fór. Henni leiddist hér því hún hafði ekkert og fór því aftur út til heimalands­ ins. Hún tók dóttur okkar með sér,“ segir Esseddig í samtali við blaðamann. „Eftir að hafa búið á Íslandi í sjö ár sótti ég um að fá ríkisborg­ ararétt hér. Ég hafði verið tekinn þrisvar sinnum á þessum sjö árum fyrir of hraðan akstur og á þeim forsendum fékk ég neitun um rík­ isfang. Ég veit aftur á móti til þess að einn af flóttamönnunum á Akranesi hefur verið tekinn fyr­ ir sambærilegt brot fimm sinnum en hann fékk engu að síður strax ríkisborgararétt. Þetta finnst mér í hæsta máta ósanngjarnt. Það eiga að gilda sömu reglur fyrir alla. Mikið af þessu fólki hvorki skrifar né talar íslensku og hefur jafnvel ekki sótt námskeið. Ég er orðinn veikur út af þessari ósann­ girni og finnst þetta einfaldlega ekki rétt.“ Esseddig er þakklátur fyrir að geta búið hér en finnst óeðlilegt að fá engin réttindi. „Ég er góður maður og geri eins og Íslending­ ar. Ég er með gott hjarta og hjálpa fólki. Ég vil bara fá sama rétt og aðrir og fá að vera íslenskur. Ég vil fá ríkisborgararétt út af dóttur minni. Ég hef ekki séð hana í rúm þrjú ár, nema á Skype. Ég vil fá hana hingað en get það ekki fyrr en ég fæ ríkisborgararétt. Flótta­ fólkið sem fékk sín réttindi eftir fimm ára búsetu vinnur sumt ekki hér. Jafnvel hvorki talar né les ís­ lensku. Það hefur fengið íbúð­ ir, mat og jafnvel bíla. Ég er aftur á móti búinn að vera hér í þrett­ án ár. Ég borga skatta, hef sjálfur keypt mér íbúð en fæ ekki nokkra aðstoð þegar ég þarfnast hennar,“ segir hann. „Mig langar að forset­ inn eða yfirmenn hérna á landinu geri eitthvað. Ég er góður maður og vil bara fá hjálp,“ segir Essed­ dig Lakhal að endingu. grþ Esseddig Lakhal hefur búið á Íslandi í 13 ár. Hann hefur enn ekki fengið íslenskan ríkisborgararétt og er mjög ósáttur við stöðu sína. Fær ekki íslenskan ríkisborgararétt

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.