Skessuhorn - 03.01.2014, Page 20
20 FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2014
Vörur og þjónusta
PARKETLIST
PARKETSLÍPUN
OG LÖKKUN
Sigurbjörn Grétarsson
GSM 699 7566
parketlist@simnet.is
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
Hilmir B ehf
Alhliða pípulagningaþjónusta
hilmirb@simnet.is www.skessuhorn.is
Þjónustuauglýsingar
Skessuhorns
Auglýsingasími:
433 5500
Árið 1999 setti Ágústa Ýr Sveins
dóttir frá Skálanesi í Gufudals
sveit flöskuskeyti í sjóinn. Ágústa
var þá stödd við Húnaflóann, nán
ar tiltekið á Sauðá á Vatnsnesi. Hún
var þá tíu ára. Tveimur árum eft
ir að Ágústa setti flöskuskeyti sitt
í sjóinn fæddist ungur piltur sem í
dag býr í Árnesi á Ströndum. Hann
heitir Kári Ingvarsson og er 12 ára í
dag. Nú í haust fann hann flöskuna
með skeytinu í þar sem hann var að
smala sauðfé. Á vef Reykhóla er sagt
frá því þegar Kári opnaði flöskuna
og fann í því heillegt bréf sem var
þurrt og ágætlega læsilegt.
Bréfið var dagsett 18. september
1999 og hljóðar svo: „Hæ hæ, ég
er 10 ára stelpa sem heitir Ágústa
Ýr. Ég á heima á Laugarbakka og á
Skálanesi og set þetta bréf í sjóinn
á Sauðá heima hjá Stellu. Þegar þú
finnur þetta bréf, viltu þá senda mér
bréf í pósti. Viltu líka senda flösku
skeyti í sjóinn hjá þér?“ Kári varð
við beiðninni, fann heimilisfang
Ágústu Ýrar og sendi henni svarbréf
um að hann hefði fundið flösku
skeytið hinum megin við Húnafló
ann frá þeim stað þar sem það var
sett út fyrir 14 árum. Ágústa hefur á
þeim 14 árum sem liðin eru mennt
að sig í rafiðn. Hún var stödd í fríi
í Nepal þegar henni bárust fregnir
heiman frá Skálanesi um að flösku
skeytið hennar væri fundið. Þaðan
frá Nepal sendi hún svo póstkort
til Kára í Árnesi í desember. Það
fór hefðbundna leið með flugpósti
og var komið í hendur viðtakanda
nokkrum dögum síðar.
mþh
„Í dag fer bókavörður í síðasta
sinn á Dvalarheimilið Höfða,
með bækur til heimilsfólks. Bóka
safnsþjónusta hefur verið óslit
ið frá því Höfði tók til starfa. Nú
hefur þjónustunni verið sagt upp,
í sparnaðarskyni og tekur upp
sögnin gildi um áramótin,“ sagði í
frétt á heimasíðu Bókasafns Akra
ness 18. desember sl. Þetta ger
ist þar sem Dvalarheimilið Höfði
hefur sagt upp þjónustusamningi
sínum við Bókasafn Akraness. Þá
segir að heimilisfólk á Höfða geti
óskað eftir þjónustunni „Bók
in heim“ og munu nokkrir heim
ilsmenn færast yfir í þá þjónustu.
En bókaverðir munu ekki lengur
heimsækja heimilsfólk og kynna
bækur. „Í upphafi sáu sjúkra
vinir Rauða krossins um þjón
ustuna, með stuðningi Bókasafns
Akraness. Smám saman færðist
þjónustan alfarið til bókasafns
ins og síðustu árin í formi þjón
ustusamnings. Bókasafnið þakk
ar starfsfólki Höfða fyrir ánægju
legt samstarf í gegnum tíðina og
þeirra þátt í að gera bókasafns
þjónustuna eins vinsæla og hún
hefur verið,“ segir í frétt Bóka
safns Akraness.
mm
Vetrarhæfileikarnir 2013 fóru fram í
Borgarleikhúsinu síðastliðinn föstu
dag með þátttöku hæfileikafólks
úr röðum fatlaðs og ófatlaðs fólks.
Hæfileikarnir marka upphaf ímynd
arátaks á vegum Réttindavaktar vel
ferðarráðuneytisins sem ætlað er að
auka vitund almennings um styrk
leika fatlaðs fólks. Réttindavakt
ráðuneytisins stendur fyrir átakinu
í samstarfi við Geðhjálp, Landssam
tökin Þroskahjálp og Öryrkjabanda
lag Íslands.
Teknar hafa verið upp auglýs
ingar þar sem fatlaðir einstaklingar
sýna styrk sinn og sjónum er beint
að þeim hæfileikum sem fólk býr
almennt yfir. Auglýsingarnar voru
frumsýndar við upphaf Vetrarhæfi
leikanna en þær verða á næstunni
sýndar í sjónvarpi og á netmiðlum.
Við sama tilefni veitti Eygló
Harðardóttir Kyndilinn, sem eru
hvatningarverðlaun Réttindavakt
ar velferðarráðuneytisins ætluð fjöl
miðli sem fjallað hefur skarað fram
úr í umfjöllun um málefni fatlaðs
fólks. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi
verðlaun eru veitt og féll Kyndillinn
í skaut RÚV að þessu sinni. mm
Skömmu fyrir jól afhenti Lár
us L. Blöndal forseti ÍSÍ fulltrú
um héraðsskjalasafna á Íslandi ein
tök af afmælisbók ÍSÍ sem ber heit
ið „Íþróttabókin – ÍSÍ, saga og sam
félag í 100 ár.“ ÍSÍ hefur ákveðið að
gefa öllum héraðsskjalasöfnum á
landinu eintök af bókinni, sem inni
heldur mikinn fróðleik um íþróttir í
íslensku samfélagi síðustu 100 árin.
Bókin var gefin út í tilefni af aldar
afmæli sambandsins í fyrra.
„Á afmælisárinu stóðu ÍSÍ og hér
aðsskjalasöfn á landinu fyrir átaki
í að safna og skrá skjöl íþróttafé
laga hér á landi. Meginmarkmið
átaksins var að safna og skrá eldri
skjöl íþróttafélaga, svo sem fundar
gerðir, sendibréf, félagaskrár, bók
hald og ljósmyndir. Góður árangur
varð af átakinu en milli 150 og 200
hillumetrar af skjölum frá yfir 300
íþróttafélagum eru nú í vörslu hér
aðsskjalasafnanna. Átakið var upp
hafið að góðri samvinnu íþróttafé
laga og héraðsskjalasafna á landinu
sem vonandi skilar áframhaldandi
vitundarvakningu um mikilvægi
þess að varðveita gögn og ljósmynd
ir úr starfi íþróttahreyfingarinnar,“
segir í tilkynningu frá ÍSÍ. mm
Umræður hafa verið um hlutverk
„Sementsreitsins” við uppbyggingu
nýrra atvinnutækifæra. Þarna gefst
sérstakt tækifæri að búa til einstaka
miðju í bænum sem drægi að marg
vísleg ferðatengd viðskipti ásamt
menningar og listatengdum grein
um, auk atvinnu/þjónustu sem með
fylgdi, sem þarf að stórefla! Í grein
sem birtist á vef Skessuhorns und
ir Aðsendar greinar eru reifaðar
nokkrar hugmyndir fyrir íbúaþing,
sem hvatt er til að verði skoðaðar.
Fólk velti þessu fyrir sér, svo hægt
yrði að sameinast um stefnu sem
gæti skilaði Skaganum og bæjarbú
um öllum nýjum tímum. Hafa ber í
huga að núverandi svæði og bygg
ingar á „Sementsreitnum” geta
hýst neðangreind viðskipta og
ferðaþjónustutækifæri, auk tengd
rar starfsemi.
Pálmi Pálmason
Hér er birt fyrsta málsgrein úr grein Pálma
Pálmasonar. Greinina í heild má lesa á vef
Skessuhorns.
Pennagrein
Rís stóri ljóti andarunginn úr
sementinu sem glæstur svanur?
Keppendur Hæfileikanna ásamt dómnefnd og velferðarráðherra.
Ímyndarátak um styrk-
leika fatlaðs fólks
Hætt að senda íbúum á Höfða bækur
Frá afhendingu fyrstu bókanna. Frá vinstri er Gerður Jóhannsdóttir frá Héraðs-
skjalasafni Akraness, Þorsteinn Tryggvi Másson frá Héraðsskjalasafni Árnesinga,
Birna Mjöll Sigurðardóttir frá Héraðskjalasafni Mosfellsbæjar, Hrafn Svein-
bjarnarson frá Héraðsskjalasafni Kópavogs, Svanhildur Bogadóttir frá Borgar-
skjalasafninu og Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ.
ÍSÍ færir héraðsskjalasöfnum íþróttabókina
Leiðin sem flöskuskeytið fór er til þess að gera stutt, en engu að síður tók ferðin 14 ár.
Flöskuskeyti velktist um í fjórtán ár