Skessuhorn


Skessuhorn - 03.01.2014, Side 21

Skessuhorn - 03.01.2014, Side 21
21FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2014 Akranes – mánudagur 6. janúar Þrettándabrenna, álfadans og flugeldasýning. Hin árlega þrettándabrenna á Akranesi með tilheyrandi álfa- og trölladansi og glæsilegri flugeldasýningu, verður við „Þyrlupallinn“ á Jaðarsbökkum. Blysför hefst við Þorpið, Þjóðbraut 13, kl. 18. Gengið verður að „Þyrlupallinum“ þar sem kveikt verður í brennu og jólin kvödd. Glæsileg flugeldasýning verður um kl. 18.35 en Björgunarfélag Akraness annast umsjón með brennunni. Strax að lokinni brennu og flugeldasýningu verða kynnt úrslit í kjöri íþróttamanns Akraness árið 2013. Af því tilefni býður Íþróttabandalag Akraness bæjarbúum í íþróttamiðstöðina að Jaðarsbökkum. Á meðan á athöfn stendur verður boðið upp á veitingar. Dalabyggð – þriðjudagur 7. janúar Héraðsbókasafn Dalasýslu við Miðbraut 11 er opið á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 13-18. Bókasafnið er lokað beri almenna frídaga upp á opnunardaga. Markaðstorg Vesturlands Einn lítill Daewoo Matis árg. 2000 til sölu. Skemmdur eftir árekstur en öku- fær. Verð 70 þús. eða tilboð. Uppl. í síma 894-3613. Til sölu Husky hvolpar Til sölu þrír átta vikna Husky hvolp- ar; tvær tíkur og einn rakki. Uppl. í síma 867-3551 og mariol@visir.is Brit á Íslandi óskar eftir söluaðilum Brit er eitt vinsæl- asta gælu- dýrafóður landsins fyrir hunda og ketti. Óskum eftir endursöluaðilum á Brit um allt Vesturland, helst verslanir. Sendið upplýsingar á vor- usel@gmail.com - sjá nánar á www. petmax.is Góðar gjafir Erum með í umboðssölu mikið af góðum heimilistækjamerkjum. Verslaðu gjafirnar í heimabyggð. Nánari upplýs www.facebook.com/ stillholt og í síma 430-2500 og 824-4060. 26“ Sjónvarp og veggfesting Til sölu 26“ sjónvarp ásamt góðri veggfestingu. Fæst fyrir lítið. Uppl. í síma 892-5114. Til leigu Til leigu 4ra herbergja sérhæð í Borgarnesi. 150 fm. auk 34 fm. bíl- skúrs sem nýttur er sem geymsla með eigendum. Dýrahald ekki leyft í húsnæði. Leiga 150 þ. með hita. Húsaleiguábyrgð skilyrði. Íbúðin er laus. Einbýli á Hvanneyri Til leigu 190 fm einbýlishús á Hvanneyri. 4-5 herbergi, stórt þvottahús, stórt eldhús, stór lóð. Langtímaleiga. Dýrahald leyft. Upp- lýsingar í síma 847-8324. Óska eftir einstaklingsíbúð Óska eftir einstaklings íbúð í Borgarnesi, 2-3 herbergja. Er snyrti- legur, reyklaus, ekki með gæludýr. Skilvísum greiðslum lofað, get komið með meðmæli. Uppl. í síma 666-1093. Bráðvantar íbúð eða lítið hús Er eldri kona sem bráðvantar 3+herbergja íbúð eða hús. Þarf að vera leyft dýrahald. Upplýsingar í s. 867-9313 eða osk.o@internet.is Íbúð í Borgarnesi 55 fm íbúð til leigu í Borgarnesi frá miðjum janúar. Upplýsingar í síma 899-1574. Óska eftir þurrkara Óska eftir að kaupa þurrkara á sæmilegu verði. lisayr83@hotmail. com Zen plus player Svartur kubbs- legur mp3 spilari glatað- ist í kringum Bónus á Akra- nesi 30. des. eða á bíla- stæðinu þar. Fundarlaun í boði, spilarans er sárt saknað. Sími: 696- 4484. Viltu losna við bjúginn og sykur- þörfina fljótt? Þá er Oo- long- og Pu- er teið eitt það albesta. 1 pakki með 100 tepokum er á 4300. Ef keyptir eru 2 pk. eða fl. er verðið 7800. Sykurþörfin minnkar og hverfur oftast eftir nokkra daga. Gott fyrir líkamlega og andlega heilsu. Þú getur fengið grænt líf- rænt te með á 1500. 100 pokar, kynningarverð. S: 845-5715 Nína. Sæmundur Sigmundsson Dagatalið 2014 er komið. Þeir sem vilja geta vitjað þeirra í Brákarey, Borgarnesi. Kveðja Sæmundur. Bílaþvottur Sylvíu Tek að mér að þrífa og bóna bíla á mjög sanngjörnu verði. Nota að- eins hágæða efni. Get sótt og skil- að ef þess þarf án auka kostnaðar. Er vandvirk og hef ágætis reynslu. Sími 8621859 eða https://www. facebook.com/bilathvottursylviu Á döfinni ÝMISLEGT Nýfæddir Vestlendingar 27.desember. Stúlka. Þyngd 3.475 gr. Lengd 51 sm. Foreldrar Rakel Sif Jónsdóttir og Birgir Hrafn Sæmundsson, Reykjavík. Ljósmóðir: Lára Dóra Oddsdóttir. BÍLAR/VAGNAR/KERRUR DÝRAHALD HÚSBÚNAÐUR/HEIMILISTÆKI LEIGUMARKAÐUR ÓSKAST KEYPT TIL SÖLU 28. desember. Stúlka. Þyngd 3.710 gr. Lengd 52 sm. Foreldrar Sóley Ósk Sigurgeirsdóttir og Hlynur Þór Ragnarsson, Hólmavík. Ljósmóðir: Soffía Þórðardóttir. Nautaskrá Nautastöðvar BÍ fyrir veturinn 2013­2014 er nú aðgengi­ leg á vefnum. Hún fór í prent­ un um áramótin og verður send til kúabænda snemma á nýju ári. Í skránni er að finna allar helstu upp­ lýsingar um þau kynbótanaut sem verða í notkun næstu mánuði. Hún er því mikilvægt uppsláttarrit fyr­ ir þá sem kynbæta vilja kúastofn­ inn, hvort sem er á heimabúi eða á landsvísu. Hér á eftir fer útdráttur úr inngangi Nautaskrár 2014, eftir Sveinbjörn Eyjólfsson, Guðmund Jóhannesson og Gunnfríði Elínu Hreiðarsdóttur: Skráin er með líku sniði og síð­ ustu nautaskrár hafa verið hvað varðar upplýsingar um nautin sjálf. Birtar eru upplýsingar um kynbóta­ mat nautanna á myndrænan hátt, auk þess sem áfram er birt umsögn um dætrahópa þeirra og litalýsing. Jafnframt þessu er æviferill mæðra nautanna rakinn í stuttu máli, út­ litsdómur þeirra fyrir júgur, spena, mjaltir og skap er birtur auk afurða­ einkunnar og heildareinkunnar. Þá er að finna skrá um naut sem bíða afkvæmadóms sem og þau naut sem komið hafa til framhaldsnotkunar á síðari árum. Þá má ekki gleyma því að áfram stendur til boða sæði úr holdanautum af Galloway, Aber­ deen Angus og Limousin­holda­ kynjum. 18 tuddar skipa skrána Í skránni eru upplýsingar um 18 naut sem flest eru fædd á árabilinu 2005­2008. Elsta nautið er Hrygg­ ur 05008 sem áfram er í notk­ un vegna hás efnahlutfalls í mjólk dætra hans og lítils skyldleika við þau naut sem mest hafa verið notuð undanfarin ár. Úr árgangi 2006 eru áfram í skránni nautsfeðurnir Baldi 06010 og Kambur 06022, þó þeir verði ekki til notkunar sem slíkir áfram. Sæði úr þeim klárast vænt­ anlega á næstu mánuðum. Dynj­ andi 06024 er áfram í skránni enda styrkir hann stöðu sína og Hjarði 06029 verður áfram í notkun sem nautsfaðir enda öflugt naut. Síð­ asta naut árgangsins frá 2006 sem áfram verður í skránni er Víðkunn­ ur 06034 sem var nautsfaðir en er ekki lengur notaður sem slíkur. Áfram er þó leitað nautkálfa und­ an honum. Úr árgangi 2007 er að finna 8 naut í skránni. Þau sex naut sem komu til notkunar s.l. sumar eru áfram með í skránni en það eru þeir Sandur 07014, Rjómi 07017, Dúllari 07024, Húni 07041, Topp­ ur 07046 og Lögur 07047. Til við­ bótar þeim koma Keipur 07054 og Blámi 07058. Að lokum koma svo þrjú naut fædd 2008. Það eru Lauf­ ás 08003, Drengur 08004 og Blómi 08017. Rétt er að taka fram að þeir hafa á bak við sitt mat algjöran lág­ marksfjölda dætra með afurðaupp­ lýsingar af ástæðum sem raktar eru á öðrum stað hér í skránni. Lýst er eftir efnilegum kálfum Ef litið er til þess hverjir eru feð­ ur nautanna í skránni þá kemur í ljós að Laski 00010 á flesta syni eða fimm talsins, Fontur 98027 og Þollur 9908 eiga þrjá hvor, Stígur 97010 á tvo og Teinn 97001, Hersir 97033, Glanni 98026, Þrasi 98052 og Náttfari 00035 eiga einn hver um sig. Faðerni nautanna dreifist því á 9 naut sem er í samræmi við stefnu undanfarinna ára. Nautsfeður að þessu sinni eru fimm talsins. Það eru þeir Hjarði 06029 frá Hjarðarfelli, Sandur 07014 frá Skeiðháholti, Húni 07037 frá Syðra­Hóli, Toppur 07046 frá Kotlaugum og Blámi 07058 frá Bláfeldi. Það er þó ítrekað að þó naut falli út af lista yfir nautsfeður viljum við samt sem áður fá áfram tilkynningar um nautkálfa undan þeim og nautsmæðrum eða efni­ legum kvígum. Þetta á sérstaklega við um nautin Balda 06010, Kamb 06022, Víðkunn 06034 og Lög 07047. Þá vill Nautastöðin gjarn­ an fá að vita um kálfa undan góð­ um kúm og hátt dæmdum reynd­ um nautum því það er mikilvægt að halda ákveðinni fjölbreytni í ætt­ erni þeirra kálfa sem valdir eru inn á Nautastöðina. Nautaskráin á netinu er á slóð­ inni: http://www.nautaskra.net/ skjol/nautaskra/nautaskra­2013­ sumar.pdf mþh Jólatré sótt 7. – 10. janúar Hirðing jólatrjáa fer fram 7.-10. janúar og er í boði fyrir alla bæjarbúa. Eina sem þarf að gera er að setja trén út við götu. Ath. eingöngu jólatré verða tekin ekki annað sorp. Akraneskaupstaður hvetur bæjarbúa til að ganga vel um og hreinsa upp eftir flugelda, sprengjur, kökur og fleira sem fallið hefur til eftir nýárs- og þrettándafögnuði. Ný nautaskrá er nú að koma út og aðgengileg á vefnum Sýnishorn af síðu úr nýju nautaskránni þar sem tíundaðir eru kostir tuddans Húna frá Syðra-Hóli í Skagabyggð. 30. desember. Drengur. Þyngd 3.370 gr. Lengd 53 sm. Foreldrar Janjira Janmuenwai og Ágúst Heiðar Ólafsson, Akranesi. Ljósmóðir: Erla Björk Ólafsdóttir. TAPAÐ/FUNDIÐ

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.