Skessuhorn - 03.01.2014, Síða 23
23FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2014
Búið er að draga og
raða niður leikjum
í Lengjubikarnum,
sem er deildarbikar
keppni KSÍ. Þrjú lið af
Vesturlandi taka þátt í efri
deildum keppninnar. Það eru karla
og kvennalið ÍA og karlalið Vík
ings Ólafsvík. Mótið hefst hjá körl
unum laugardaginn 15. febrúar og
þá fá Skagamenn BÍ/Bolungarvík í
heimsókn í Akraneshöllina. Einn
ig leika í sama riðli í Adeildinni,
KR, Breiðablik, Fram, Grinda
vík, Keflavík og Tindastóll. Sama
dag fer fram í Akraneshöllinni leik
ur Víkings frá Ólafsvík og Selfoss.
Með þessum liðum eru einnig í
riðlinum, Haukar, KV, Valur, ÍBV,
Víkingur R og Stjarnan. Skagakon
ur hefja keppni í Lengjubikarnum
föstudaginn 14. mars, fá þá FH í
heimsókn í Akraneshöllina. Auk
þessara tveggja liða eru í riðlinum:
Afturelding, Fylkir, HK/Víkingur
og Þróttur frá Reykjavík. þá
Kjöri Íþróttamanns Akraness fyrir árið 2013 verður lýst að
kvöldi þrettándans, mánudaginn 6. janúar nk. Friðþjófs
bikarinn verður nú afhentur Íþróttamanni Akraness í 23.
skipti en hann er gefinn til minningar um Friðþjóf Daní
elsson og er gefinn af móður hans og systkinum. Valið fer
fram með þeim hætti að það er tíu manna nefnd sem greið
ir atkvæði um það hver hlýtur titilinn Íþróttamaður Akra
ness en aðildarfélög innan ÍA tilnefna fulltrúa sína, alls
fjórtán félög. Við val á Íþróttamanni Akraness hefur dóm
nefnd til hliðsjónar afrek og keppni innanlands og utan,
stöðu viðkomandi á landsvísu og umsagnir.
Eftirfarandi eru tilnefndir:
Badmintonmaður ársins: Egill G. Guðlaugsson
Fimleikamaður ársins: Logi Örn Axel Ingvarsson
Fimleikakonaársins: Harpa Rós Bjarkadóttir
Hestaíþróttamaður ársins: Jakob Svavar Sigurðsson
Íþróttamaður Þjóts: Laufey María Vilhelmsdóttir
Kylfingur ársins: Valdís Þóra Jónsdóttir
Keilumaður ársins: Magnús Sigurjón Guðmundsson
Knattspyrnumaður ársins: Joakim Wrele
Karatekona ársins: Hafdís Erla Helgadóttir
Knattspyrnukona ársins: Birta Stefánsdóttir
Knattspyrnumaður Kára: Almar Björn Viðarsson
Kraftlyftingamaður ársins: Einar Örn Guðnason
Körfuknattleiksmaður ársins: Hörður Kristján Nikulás
son
Sundmaður ársins: Ágúst Júlíusson
Vélhjólaíþróttamaður ársins: Ernir Freyr Sigurðsson.
mm
Blakdeild Ungmennafélags Grund
arfjarðar stóð fyrir firmamóti í
blaki föstudaginn 27. desember.
Þar mættust hin ýmsu fyrirtæki og
reyndu við bikarinn eftirsótta. Það
fór svo að lið Eika United hreppti
bikarinn enda valinn maður í hverju
rúmi þar. tfk
ÍA hefur á að skipa ungu og efni
legu liði í kvennafótboltanum
sem á liðnu hausti vann sér rétt til
keppni í Pepsídeildinni næsta sum
ar. Ljóst er að ÍA mun áfram tefla
fram sínum sterka og efnilega leik
mannahópi, en einnig verður lið
ið styrkt með nokkrum leikmönn
um þegar líður að átökunum í efstu
deild næsta vor. Magnea Guðlaugs
dóttir þjálfari segir að eins og stað
an er í dag muni það verða erlendir
leikmenn. Þessa dagana eru undir
ritaðir leikmannasamningar og ný
verið var skrifað undir samninga
við 16 leikmenn en þrjár stúlkur
voru forfallaðar þegar undirskriftin
fór fram. Magnea þjálfari segir að
stúlkurnar hafi verið duglegar við
æfingar í haust og vetur. Faxaflóa
mót byrjar hjá meistaraflokki um
miðjan janúar, en stúlkurnar sem
spila enn með 2. flokki eru byrjað
ar að spila í mótum þennan vetur
inn. Flestar eru stúlkurnar í meist
araflokki enn í 2. aldursflokki en
Magnea segir ljóst að fyrir marg
ar þeirra verði nóg að spila með
meistaraflokknum næsta sumar svo
álagið verði ekki of mikið. þá
Hinn ungi og efnilegi íþróttamað
ur, Helgi Guðjónsson úr Ung
mennafélagi Reykdæla í Borgar
firði, setti þann 19. desember nýtt
Íslandsmet í 800 metra hlaupi.
Helgi hljóp á tímanum 2,07,23 en
gamla metið sem sett var árið 1981
var 2,09,60. Helgi er afar fjölhæf
ur íþróttamaður. Hann er liðtæk
ur í körfubolta, sundi og hlaupi en
auk þess var hann markahæsti leik
maður fjórða flokks í knattspyrnu í
sumar, en hann æfir og spilar með
Fram og sækir æfingar og mót úr
Borgarfirði ásamt tveimur öðrum
ungum piltum úr héraðinu. mm
Úrvalsdeildarlið Skallagríms í
körfubolta hefur tryggt sér starfs
krafta Bandaríkjamannsins Ben
jamin Curtis Smith. Benjamin kem
ur inn í liðið í stað samlanda síns
Oscar Bellfield sem Borgnesing
ar leystu undan samningi fyrir jól.
Benjamin leikur stöðu leikstjórn
anda, hann er 176 cm á hæð og 26
ára gamall. Benjamin þekkir vel til
íslenska körfuboltans en hann lék
í fyrra með liði Þórs frá Þorláks
höfn og var einn aðal burðarás liðs
ins með 25,3 stig að meðaltali í leik
og 5,2 fráköst og 5,8 stoðsending
ar. Í fréttatilkynningu frá körfu
knattleiksdeild Skallagríms kemur
fram að miklar vonir séu bundnar
við Benjamin. Vonast er til að hann
komi sterkur til leiks og hjálpi lið
inu að rétta hlut sinn í deildinni.
Von er á Benjamin til landsins eftir
áramót og er gert ráð fyrir að hann
verði með Skallagrími þegar lið
ið mætir ÍR í næsta leik 9. janúar í
Borgarnesi.
Benjamin er þriðji Bandaríkja
maðurinn sem Skallagrímsmenn
semja við á leiktíðinni en auk hans
og Oscar Bellfield lék Mychal
Green með liðinu í upphafi leiktíð
ar. Liðið vermir 11. sæti Dominos
deildarinnar með fjögur stig og
hefur lokið ellefu leikjum af 22.
hlh
Skagamenn gengu fyrir jól frá
samningi við tvo sterka leik
menn fyrir komandi átök í 1.
deildinni en samningarnir gilda
til næstu tveggja ára. Um er að
ræða tvo unga leikmenn sem búa
yfir talsverðri leikreynslu þrátt
fyrir ungan aldur en þetta eru
leikmennirnir Wentzel Steinarr
Ragnarsson Kamban og Ingimar
Elí Hlynsson. Wentzel er 25 ára
gamall örfættur leikmaður sem
hefur allan sinn feril leikið með
Aftureldingu en þar á hann að
baki 160 leiki og hefur skorað í
þeim 36 mörk. Ingimar er 21 árs
miðjumaður. Hann hefur und
anfarin ár verið á mála hjá FH
en á síðasta tímabili lék hann
sem lánsmaður með liði BÍ/Bol
ungarvík. Ingimar hefur einn
ig leikið með liðum KF og KS/
Leifturs og á að baki samanlagt
74 leiki með þessum liðum. mm
Fimmtán í kjöri til
Íþróttamanns Akraness
Stúlkurnar sextán sem undirrituðu leikmannasamninga þriðjudagskvöldið 17. desember ásamt Haraldi Ingólfssyni
framkvæmdastjóra Knattspyrnufélags ÍA.
Gengið frá samningum við
Skagakonur í fótboltanum
Nýliðarnir í ÍA ásamt Gunnlaugi Jónssyni þjálfara.
Ljósm. Ingunn.
Wentzel Steinarr og Ingimar Elí til Skagamanna
Benjamin Curtis Smith.
Skallagrímsmenn ráða til
sín nýjan leikmann
Firmamót í blaki
Dregið í Lengjubikarnum í fótbolta
Helgi setti Íslandsmet
í 800 metra hlaupi
Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar
frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á
augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt
leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín
kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
auðveldar smásendingar
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA
SMÆRRI SENDINGAR
������� ���������
� e���.��
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA