Skessuhorn


Skessuhorn - 22.01.2014, Page 4

Skessuhorn - 22.01.2014, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2014 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.480 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.150. Verð í lausasölu er 600 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir, blaðamaður gudny@skessuhorn.is Heiðar Lind Hansson, blaðamaður hlh@skessuhorn.is Magnús Þór Hafsteinsson, blaðamaður mth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Í Skessuhorni í dag er m.a. samantekt um stöðu dvalar- og hjúkrunarheim- ila í landshlutanum. Hér á landi búa þessi heimili við stórt vandamál. Það er kreppa og stjórnmálamenn hafa kosið að hækka ekki daggreiðslur til þess- ara heimila í samræmi við kostnaðarhækkanir í þjóðfélaginu. Meirihluti dvalar- og hjúkrunarheimili hér á Vesturlandi nær því ekki endum saman í rekstri en þrjú af sjö ná að reka sig á núllinu og ekkert má útaf bregða til að illa fari. Það sem uppá vantar af rekstrarkostnaði þessara heimila er vænt- anlega greitt eða ábyrgst af sveitarfélögunum sem að baki hverju og einu þeirra stendur, en ekki af ríkinu. Stefna stjórnvalda hér á landi hefur um nokkurra ára skeið verið að hvetja og jafnvel skylda eldri borgara til að dvelja eins lengi í heimahúsum og þess er nokkur kostur. Sjálfsagt liggja fagleg rök á bakvið þá ákvörðun, en auðvitað peningaleg einnig. Stjórnvöld styrkja þá frekar heimaþjónustu og ýmsa aðstoð til handa eldri borgurum til að þeir geti með góðu móti dvalið í heimahúsum. Þannig hefur stefnan verið að breyta fyrrum dvalar- heimilum í hjúkrunarstofnanir sem þýðir að eldra fólk þarf að vera orðið lasið vilji það komast á þjónustustofnun, hvað sem hún heitir og hver sem hana rekur. Húsnæðismarkaðurinn hér á landi var ekki búinn undir þær breyting- ar sem stjórnmálamenn hafa gert á þessu umhverfi. Sveigjanleika skortir þannig að eldri borgarar geti keypt sér þægilegar smærri íbúðir í nálægð við góða þjónustu á dvalarheimili, t.d. þjónustu með mat og þvotta kjósi menn slíkt. Smærra húsnæði er þó víða að finna en engan veginn í því mæli sem eftirspurnin nú kallar eftir. Því eru fjölmargir eldri borgarar nánast fangar á eigin heimilum, í alltof stórum húsum og losna ekki við þessar eignir. Þá er náttúrlega einnig skortur á kaupendum stærra húsnæðis, eða öllu heldur kaupgetu yngra fólks eftir hrunið. Rekstur hins opinbera snýst um forgangsröðun og kjark til að breyta ef aðstæður krefja. Um það hef ég oft rætt á þessum vettvangi. Það er sam- dóma álit allra forstöðumanna dvalar- og hjúkrunarrýma á Vesturlandi að 10-15% skorti upp á að dvalargjöld frá ríkinu dugi fyrir rekstrarkostnaði. Á meðan þurfa sveitarfélögin að auka sínar skuldbindingar til að mæta hall- arekstrinum. Hér er náttúrlega verið að færa ákvarðanatökuvanda ríkisins í fang sveitarfélaga. Svo ef varnarmáttur sveitarstjórnarfólksins er lítill eða enginn þá lætur það þetta yfir sig ganga. Hækkun tekna dvalar- og hjúkrun- arheimila er því forgangsmál. Algjört réttlætismál ef við viljum láta kenna okkur við norræna velferð. Þá er það ólíðandi að Dvalarheimilið í Stykk- ishólmi þurfi að bjóða upp á um tólf fermetra kytrur fyrir fullorðna fólk- ið að búa í. Kytrur án salernis! Halló! Árið er 2014. Skömm stjórnmála- manna er mikil sem bera ábyrgð á frestun þeirra framkvæmda sem bæta áttu aðstöðuna. Enn og aftur snýst umræðan því um forgangsröðun. Flatur niðurskurður er ekki það sem dugar til að rétta íslenska þjóðarbúið af. Stjórnmálamenn þurfa kjark til að hætta gæluverkefnum og að fara illa með almannafé. Nefni ég sem dæmi 70 milljónir á fjárlögum þessa árs til Óbyggðanefndar, 500 milljónir í listamannalaun til þeirra sem „kannski“ geta skrifað bækur, nú eða fjöldan allan af sendiráðum sem vandséð er hvaða hlutverki hafa að gegna. Allt gæluverkefni sem langt í frá eru nauðsynleg. Góður aðbúnaður eldri borgara hér á landi er ekki eingöngu réttlætismál. Hann er beinlínis skylda okkar því þetta er fólkið sem kom landinu í álnir og lagði grunninn að velferð okkar. Það er skömm stjórnmálamanna sem ekki þora að setja í forgang aðbúnað þessa fólks. Magnús Magnússon. Um aðbúnað eldra fólks Línubáturinn Grundfirðingur SH varð fyrir vélarbilun þar sem skipið var að veiðum milli klukkan 18 og 19 sl. mánudagskvöld. Gangtrufl- anir í vél urðu til þess að ákveðið var að stöðva hana. Skipverjar voru rétt komnir með 30 kör af afla þeg- ar þetta kom upp á. Sigurborg SH var fengin til að draga Grundfirð- ing í land. Skipin komu til hafnar í Grundarfirði í gærmorgun. Ferð- in gekk vel enda veður með allra besta móti. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem skip frá út- gerðinni Soffanías Cecilsson hf. verða fyrir vélarbilunum á hafi úti þannig að þurft hafi að draga þau í land. Fyrir skömmu varð Sóley SH fyrir bilun. Viðgerð á henni er að ljúka þannig að tímabundin for- föll Grundfirðings SH ættu ekki að raska útgerðinni mikið að sögn heimildarmanns Skessuhorns. mþh Kristján Einarsson eigandi Tré- smiðju Akraness, sem brann til grunna í september sl., hefur ákveð- ið að byggja ekki nýtt verkstæðis- hús á Akranesi. Þess í stað hefur hann ákveðið að leigja aðstöðu á vannýttu verkstæði í Keflavík, Tré- smiðju Ella Jóns. Þar mun Kristján ásamt tveimur starfsmönnum sín- um og umræddum Ella Jóns eig- anda samnefndar smiðju vinna að verkefnum. Trésmiðja Akraness verður þó til áfram með sitt lög- heimili á Akranesi sem og núver- andi starfsmenn. Fyrirtækið hefur keypt eitt rými í iðnaðarhúsnæði að Smiðjuvöllum 17 þar sem verð- ur skrifstofa og aðstaða til að taka á móti viðskiptavinum. Eins og Skessuhorn greindi frá á sínum tíma bauðst Trésmiðju Akra- ness strax eftir brunann aðstaða hjá Trésmiðjunni Akri við að smíða þær innréttinga og hluti sem brunnu og ljúka þeim verkefnum sem og öðr- um sem Trésmiðja Akraness hefði tekið að sér. Kristján sagði í sam- tali við Skessuhorn afar þakklátur Akursmönnum. Aðspurður sagði hann að uppgjör tryggingamála hafi gengið vel, en hjá Sjóvá voru meðal annars tryggðar allar vél- ar og verkfæri, sem að fullu er upp gert. Hann segir að verkefnastaðan sé góð núna þegar byrjað verður að vinna að verkefnum á verkstæðinu í Keflavík. Meðal annar sé búið að handsala samning um smíði á hurð- um og innréttingum í fjölbýlishús- ið á Sólmundarhöfða 7, sem þess- ar vikurnar er að komast undir þak á átta hæðum auk bílakjallara. Byrj- að verður á smíði þeirra innrétt- inga á vormánuðum. Kristján seg- ir að það hafi hist þannig á að sama daginn og verkstæðið brann hafi verið ákveðið að Trésmiðja Akra- ness myndi smíða innréttingar vegna endursmíði Magnúsar SH sem brann hjá Þ&E síðasta sumar. Því verkefni væri að ljúka um þess- ar mundir. þá Agnar Jónasson hefur ásamt Svölu Jónsdóttur konu sinni rekið Helli- skeifur undanfarin sex ár auk þess að halda uppi vaktþjónustu í Stykk- ishólmi. Þau hjón koma víða við, eru auk þess með fjárbú á Skildi í Helgafellssveit, bera út blöð og sitthvað fleira. Þeirr a vinnudagur er því býsna langur. Helluskeifur hvíla á gömlum merg og voru, eins og nafnið bendir til, stofnsettar á Rangárvöllum og fyrirtækið rek- ið þar til 2008 þegar þau keyptu og fluttu starfsemina í Hólm- inn. Agnar segir ágætan gang hafa verið í skeifnaframleiðslu og sölu undanfarin ár enda lögðu Íslend- ingar áherslu á að kaupa íslensk- ar skeifur eftir hrunið og æ síð- an. Helluskeifur hafa um fjórð- ungs markaðshlutdeild á innlenda skeifnamarkaðinum. Til að mæta kröfum ASÍ, SA og annarra hafa þau Agnar og Svala nú ákveðið að hækka ekki verð á þjónustu Vökus- taurs og skeifnaverð. „Samkvæmt samningum við við- skiptavini Vökustaurs hefðum við getað hækkað verðskrá nú um ára- mótin um sem nemur hækkun vísi- tölu launa, en ákveðum að gera það ekki. Skeifurnar koma held- ur ekki til með að hækka í verði. Með þessu viljum við leggja okk- ar lóð á vogarskálina til að sporna við víxlhækkun launa og verðlags,“ sagði Agnar í samtali við Skessu- horn. mm Agnar Jónasson og Svala Jónsdóttir ásamt yngsta barnabarni þeirra. Vilja ekki ýta undir verðbólgu og halda skeifnaverði óbreyttu Skipin er þau komu að landi í Grundarfirði á þriðjudagsmorgun. Ljósm. tfk Grundfirðingur SH dreginn vélarvana í land Kristján Einarsson eigandi Trésmiðju Akraness. Verkstæði Trésmiðju Akraness verður ekki endurbyggt

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.