Skessuhorn


Skessuhorn - 09.07.2014, Qupperneq 27

Skessuhorn - 09.07.2014, Qupperneq 27
27MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2014 Afgreiðslutími þriðjud. til föstud. 12.30 – 18.00 Veiðivörur í miklu úrvali Stekkjarholti 8-10 • Akranesi • 431 4318 • 894 2298 www.veidibudin.is • veidibudin@veidibudin.is S K E S S U H O R N 2 01 4 Umsjón: Gunnar Bender og Magnús Magnússon Flugustangir Fluguhjól Línur Taumefni Flugur Veiðivörur í úrvali Vatnsflaumur hefur öðru fremur einkennt laxveiðiárnar undanfarna viku, enda úrkoman verið mikil. Stundum hefur auk þess ekki ver- ið stætt við árnar sökum hvassviðr- is. Í kjölfar flóða binda menn von- ir við að smálaxinn fari að ganga í árnar, en hann hefur átt erfitt upp- dráttar það sem af er sumri. Sums- staðar vantar hann með öllu og þá eru dæmi um að þeir hafi gengið í árnar rýrir og væskilslegir niður í tæplega 50 cm langir. Því er með- alþyngd veiddra laxa há, en fjöldinn ekki mikill. Þokkalegur gangur í Langá Veiðin hefur gengið ágætlega í Langá á Mýrum. Mikið vatn mætir veiðimönnum þessa dagana. Árnar hafa verið eins og stórfljót og erf- iðlega gengið að finna fiskinn í öllu þessu vatni. Ekki gekk eins mik- ið af smálaxi á Jónsmessustraumn- um og vonir stóðu til svo lítið hef- ur sést af smálaxi enn sem komið er. Hörður Birgir Hafsteinsson var við veiðar í Langá fyrir fáum dögum. Hann var bara brattur með stöðuna á Langárbökkum en hollið endaði í 19 löxum. „Áin hefur gefið 55 laxa og töluvert hefur sést af fiski við ósa hennar. Meirihlutinn var smá- lax en það voru nokkrir tveggja ára. Það var fiskur að koma inn í Kverk- ina og á Breiðina í hverju flóði en stoppaði stutt við og sprautaðist upp ána. Þetta var bara mjög flott holl,“ sagði Hörður ennfremur. Tuttugu og þrír úr Gljúfurá Gljúfurá í Borgarfirði hefur gengið þokkalega í sumar. Áin var opnuð 25. júní og hafa þegar hátt í hundr- að laxar gengið í gegnum teljar- ann. Áin hefur verið vatnsmikil en ekki til mikils skaða að sögn veiði- manna. Fiskurinn er vel haldinn og þegar hafa veiðst 23 laxar. Gengur vel í Straumfjarðará Veiðin hefur verið ágæt í Straum- fjarðará, Haffjarðará og Álftá. 20 laxar eru þannig komnir úr Álftá. En vatnið er mikið. Fiskurinn nær að fela sig í þessu mikla vatni sem er núna. „Það er ágætis gangur hér í Straumfjarðará og komnir 55 laxar á land,“ sagði Ástþór Jóhannsson er við spurðum um veiðina. „Laxinn er kominn víða um ána enda mikið vatn og annað eins af vænni bleikju. Ef eitthvað væri til að agnúast út í er það helst að vatnið mætti vera ögn minna. Laxinn er mjög dreifð- ur við slík skilyrði en það ger- ir veiðina bara meira spennandi,“ sagði Ástþór. Mjög erfiðar aðstæður Í þeim ám sem laxveiði hefst í kring- um miðjan mánuðinn hafa aðstæð- ur verið mjög erfiðar. Vatnsmagn- ið hefur víða verið ótrúlegt. Gríð- arlegar rigningar alla daga og ekki virðist vera mikið af fiski kominn í árnar. Þar eru Dalirnir engin und- antekning. Veiðin virðist víða hafa farið þar fremur rólega af stað. Laxá í Dölum hefur verið óveiðandi síð- an fljótlega eftir opnun þetta árið. Haukadalsá hefur verið erfið, mikið vatn og erfitt að finna laxinn, eitt- hvað hefur þó veiðst. Hvolsá og Staðarhólsá hafa verið eins og Ölf- usá á að líta, drulla og allt of mikið vatn. Fáskrúð hefur núllað holl eft- ir holl og lítið hefur frést af veiði í Miðá og Flekkudalsá. Fiskurinn er genginn í Krossá og þar hafa fengist laxar, en erfitt hefur verið að finna þá. Lítið hefur frést af Dunká. Álftá á Mýrum byrjaði vel Byrjunin var dræm í Hörðudalsá í Dölum. „Við vorum að opna ána en fengum ekki fisk. Vatnið er hins vegar gott í henni og örugg- lega komin fiskur þótt við sæjum hann ekki,“ sagði Magnús Pét- ursson stórbóndi úr Miðfirði sem var á veiðislóðum í Dölunum um helgina. „Vatnið er frábært og þeg- ar fiskurinn kemur gæti orðið góð veiði. Það eru öll skilyrði til þess hérna,“ sagði Magnús. Gefst ekki upp Veiðihorninu barst saga af veiði- manni sem reyndi víða fyrir sér í laxinum. Ferðin byrjaði í Laxá í Dölum. Þar sá hann bara mikið af vatni, en engan fisk. Síðan hélt hann í Kjarará þar sem sömu sögu var að segja. Vinurinn gafst ekki upp og fór í þriðju ána, þar sem einungis einn fiskur hafði gengið í gengum teljarann. Hann ákvað að leita að þessum eina fiski. Neðarlega í ánni óð hann yfir og hélt á stönginni á öxlinni og maðkurinn lá í vatninu. Og viti menn, tekur ekki þessi eini fiskur sem kominn var í ána. Hon- um var snarlega landað. Veiðibúðin á Akranesi hefur verið starfrækt í átta ár af þeim hjónum Jóni S. Ólafssyni og Kristínu Jóns- dóttur. Hjónin hófu rekstur versl- unarinnar árið 2006 í litlu rými við Skólabraut. Árið 2011 keyptu þau stærra verslunarhúsnæði við Stekkjarholt 8-10 þar sem búðin er nú. Jón starfar sem yfirlögreglu- þjónn á Akranesi og er mikill veiði- maður. Hann segir að þau hjónin hafi ákveðið að opna veiðibúð til að svara eigin eftirspurn. „Upphaf- lega ákváðum við að opna veiðibúð því okkur vantaði alltaf eitthvað í veiðiferðirnar. Við eigum einn- ig hund svo við ákváðum að selja gæludýrafóður með veiðivörun- um.“ Jón segir að rekstur búðarinn- ar hafi verið erfiður til að byrja með en aldrei hafi verið skortur á góð- um veiðisögum. „Þegar við byrj- uðum með búðina var salan frem- ur dræm en hins vegar var aldrei skortur á fólki. Fólk kom reglulega til að segja veiðisögur. Sumir komu jafnvel í hverri viku að segja sömu söguna þar sem aflinn stækkaði í hvert skiptið. Sem betur fer hefur salan aukist án þess að veiðisögun- um hafi fækkað.“ Í Veiðibúðinni má finna mikið úrval veiðistanga, fatnaðar og veið- arfæra. Þar má einnig finna glæsi- legan flugubar þar sem litskrúðugar handhnýttar flugur eru seldar. „Við erum með stangir fyrir allar teg- undir fiskveiða auk veiðarfæra. Ég er sérstaklega ánægður með flugu- barinn en þar erum við með mikið úrval af góðum flugum sem ég læt hnýta fyrir mig í Kenía. Við seljum einnig fatnað og annan búnað til skotveiða en þó ekki byssur,“ seg- ir Jón. Jón segist vera spenntur fyr- ir stangveiðinni í sumar. „Silungs- veiðin hefur farið vel af stað og ég er spenntur að sjá hvernig veiðin mun verða í sumar. Laxveiðin hér á Vesturlandi hefur því miður ekki gengið eins vel en vonandi fer að rætast betur úr henni. Það skiptir vissulega miklu máli að hafa réttu græjurnar í veiði en mikilvægast er að hafa rétt hugarfar. Þolinmæði er lykill að góðri veiði,“ segir Jón að endingu. jsb Þolinmæði er lykillinn að góðri veiði Spjall við Jón S. Ólafsson eiganda Veiðibúðarinnar á Akranesi Jón S. Ólafsson, annar eigandi Veiðibúðarinnar á Akranesi. Hann sést hér við flugubarinn þar sem handhnýttar flugur frá Kenía eru seldar. Smálaxinn ekki enn farinn að skila sér Gríðarlega mikið vatn hefur verið í öll- um ám á Vesturlandi að undanförnu. Þessi mynd er tekin af Staðarhólsá í Dölum. Ljósm. Gummi. 55 laxar hafa veiðst í Langá á Mýrum og fjör á árbökkunum. Glæsilegur Langárlax. Ljósm. Hörður. Hrafn Hauksson með fyrsta laxinn í Laxá í Dölum; 81 sentimetra fisk.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.