Skessuhorn


Skessuhorn - 13.08.2014, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 13.08.2014, Blaðsíða 17
17MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2014 Menntastoðir er tilvalið tækifæri fyrir þá sem vilja koma sér aftur af stað í nám eftir hlé. Aftur í nám Markmið námsins er að stuðla að jákvæðu viðhorfi náms- manna til áframhaldandi náms og auð- velda þeim að takast á við ný verkefni. Í náminu er lögð áhersla á að nem- endur læri að læra, efli sjálfstraust sitt og lífsleikni. Námið er miðað við fullorðna nemendur, þ.e. einstaklinga 23 ára og eldri. Menntastoðir er dreifnám í tvær annir og hefst með staðlotu í Borgarnesi þann 13. september næstkomandi. Helstu námsgreinar eru: Stærðfræði, íslenska, enska, danska, bókfærsla, tölvu- og upplýsingatækni ásamt námstækni. Fullnægjandi undirbúningur Námið er metið sem fullnægjandi undir- búningur fyrir nám í Háskólabrú Keilis, Háskólagátt Háskólans á Bifröst og frumgreinadeild Háskólans í Reykja- vík og meta má námið til eininga í framhaldsskóla. Verð kr. 25.000.- Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Helgu Lind verkefnisstjóra Menntastoða á netfangið helgal@fsn.is eða í síma 895 1662. Umsóknarfrestur er til mánudagsins 2. september www.simenntun.is Ný tækifæri arkmið námsins er að stuðla að jákvæðu viðhorfi námsmanna til áframhaldandi náms og auðvelda þeim að takast á við ný verkefni. Í náminu er lögð áhersla á að nemendur læra að læra, efli sjálfstraust sitt og lífsleikni. Námið er miðað við fullorðna nemendur, þ.e. einstaklinga 23 ára og eldri. Menntastoðir eru kenndar í dreifnámi sem þýðir að námið er blanda af staðlotum og fjarnámi þar sem nemendur fá námsefnið í gegnum kennslukerfið Moodle og svo hitta þau kennara og aðra nemendur einu sinni í mánuði í Borgarnesi. Námið er verkefnamiðað og er námsefnið unnið jafnt og þétt á námstímanum. Námsgreinar eru; íslenska, enska, danska, stærðfræði, bókfærsla, tölvu- og upplýsingatækni ásamt námstækni. Námið er metið sem fullnægjandi undirbúningur fyrir nám í Háskólabrú Keilis, Háskólagátt Háskólans á Bifröst og frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík, ein g má meta námið til eininga í framhaldsskóla. Kennsla hefst með staðlotu 19.-20. september. Verð kr. 81.000.- t u tilvalin leið yrir þá sem vilja koma sér ftu stað í nám eftir hlé Nánari upplýsingar gefur Helga Lind verkefnastjóri Menntastoða í Borgarnesi á netfanginu helgalind@simenntun.is eða í síma 895 1662 Umsókn rfrestur er til og með föstudeginum 12. september Umsögn fyrrum nemanda Menntastoðir er snilldar leið fyrir þá sem hafa hætt námi og langar að setjast aftur á skólabekk. Skólinn tekur alveg á en er líka góður undirbúningur fyrir áframhaldandi nám. Ég sé ekki eftir því að hafa farið í Menntastoðir og er búin að skrá mig í skóla næsta vetur en það hefði ég aldrei gert nema eftir að hafa byggt upp sjálfstraustið hjá þessum frábæru kennurum sem kenna hjá Menntastoðum. – Bylgja Dröfn www.simenntun.is Nemendur komi í skólana föstudaginn 22. ágúst sem hér segir: ÞJÓNUSTA ÞJÓNUSTA BLIKKSMIÐJA Loftræstingar – Reykrör Klæðningar – Nýsmíði Viðhald – Efnissala JÁRNSMIÐJA Gjafagrindur – Nýsmíði Viðhald – Þjónusta Hesthúsinnréttingar RAFMAGNS- VERKSTÆÐI Nýlagnir – Viðhald Viðgerðaþjónusta Borgarbraut 74 • 310 Borgarnesi • 412-5300 • limtrevirnet.is Íslenski afskiptaiðnaðurinn ríð- ur stundum ekki við einteyming. Margt er oft undarlegt í lagasetn- ingu, reglugerðarsmíði og eftir- fylgni með laganna bókstöfum sem starfsmenn hins opinbera kjósa stundum að oftúlka. Dæmi um það er túlkun starfsmanna ÁTVR á reglugerð um „vöruval og sölu áfengis og skilmálar í viðskipt- um við birgja,“ en hún er frá því í júlí 2011. Í færslu á fésbókarsíðu Brugghússins í Steðja síðastliðinn miðvikudag var tilkynnt að sumarið væri búið! „Vegna úreltra reglna hjá ÁTVR þá hættir Sumarbjór Steðja sölu í Vínbúðunum 10. ágúst. Sam- kvæmt nýjum reglum ÁTVR mega sumarvörur einungis vera í sölu í 1-3 mánuði og þar sem við settum Sumarbjórinn okkar á markað 10. maí þá er sumarið búið hjá okkur 10. ágúst, samkvæmt ÁTVR.“ Hægt var að lesa úr birgðaskrá Vínbúðanna 7. ágúst sl. að á lager í verslunum landsins þennan dag voru 2.398 flöskur af Sumarbjór frá Steðja, eða nákvæmlega 800 lítrar. Stórum hluta þessa bjórs hefði þurft að farga síðastliðinn mánudag, ef frétt um þetta mál hefði ekki verið birt á vef Skessuhorns. Í framhaldi hennar var hún endurbirt á nokkr- um stærri vefjum, svo sem Vísi.is. Í kjölfarið barst Dagbjarti Arilíus- syni hjá Steðja brugghúsi skeyti frá starfsmanni ÁTVR þess efni að „kannski mætti framlengja sölu á Sumarbjórnum frá Steðja til næstu mánaðamóta.“ Í ljós kom nefnilega við nánari skoðun á gildandi reglu- gerð fjármálaráðuneytisins um sölu á árstíðabjór að ekki kveður þar sér- staklega um sölutíma sumarbjórs. Starfsfólk ÁTVR hafði hins veg- ar túlkað reglugerðina með þess- um hætti. Þannig er litið framhjá hagkvæmni við framleiðslu og sölu á innlendum bjór og almennt allri skynsemi, enda spyr afkiptaiðnað- urinn oft ekki að því. mm Afskiptaiðnaðurinn segir að sumarið sé búið hjá Steðja

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.