Skessuhorn


Skessuhorn - 13.08.2014, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 13.08.2014, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2014 Um liðna helgi var ýmislegt um að vera á Fitjum í Skorradal. Á laug- ardaginn var opnuð yfirlitssýn- ing Sigríðar Skarphéðinsdóttur frá Dagverðarnesi í Skorradal. Sigríð- ur er næstelsti núlifandi Skordæl- ingurinn, fædd 3. júlí 1923. Hún ólst upp við hefðbundin sveitastörf í Skorradalnum en fór í húsmæðra- skóla og lauk handavinnukennara- prófi frá Kennaraskólanum 1946. Árið 1949 giftist hún Pétri Péturs- syni og hefur búið í Reykjavík síð- an. Á sjötugsaldri sótti hún ýmis námskeið til að mennta sig í hand- verki, svo sem bútasaumi, málun og útskurði. Á síðustu 20 árum hef- ur hún skapað margskonar lista- verk og í myndum hennar má sjá að heimasveitin, Skorradalurinn, skip- ar stóran sess í huga hennar. Hand- verkssýning Sigríðar verður opin um helgar frá kl. 12 - 18 fram í lok september. Á sunnudeginum komu saman á Fitjum afkomendur íbúa í sókninni, um 120 manns. Þar afhjúpaði Ólaf- ur Ragnar Grímsson forseti Íslands minnisvarða um Guðmund Ólafs- son (1825 - 1889). Guðmundur bjó á Fitjum og var um skeið þingmað- ur Borgfirðinga. Faðir Ólafs Ragn- ars fæddist í Bakkakoti og minnt- ist Ólafur ferðar sinnar með föð- ur sínum um Skorradal sem hann fór tólf ára gamall. Að auki var Framdalsfélagið stofnað á sunnu- daginn. Tilgangur þess er að við- halda sögu og menningarminjum Fitjasóknar í Skorradal. Af því til- efni var opnuð vefsíðan www.fram- dalur.is þar sem finna má fróðleik um svæðið. Hönnuður vefjarins er Trausti Dagsson og ábyrgðarmaður Hulda Guðmundsdóttir. Að sögn Huldu eru nú einungis fjórir íbúar í Fitjasókn. „Afkomendur síðustu ábúenda sýna svæðinu þó tryggð og sækja það heim þegar tækifæri gefst,“ segir Hulda. Ólafi Ragn- ari til aðstoðar við afhjúpunina var Gunnlaugur St. Gíslason listmál- ari. Hann málaði myndir af öllum ellefu bæjum Fitjasóknar sem nú prýða Framdalsvefinn en þess má geta að Gunnlaugur er elsta barna- barnabarn Guðmundar Ólafssonar. grþ Kartöflur er hægt að rækta þótt ekki sé til staðar garður til þess eða nægt landpláss. Svalir eða sólpall- ur duga ágætlega og kartöflur má rækta í margvíslegum döllum úr plasti eða tréstömpum. Að rækta kartöflur í sérstökum til þess gerð- um sekkjum gefur þó ákveðið for- skot á sæluna í biðinni eftir nýj- um kartöflum. Á sekkjum þessum er lúga þar sem hægt er að taka sér nýjar kartöflur í soðið jafnóðum og þær vaxa og í hæfilegum skömmt- um fyrir hverja máltíð. Svo er lúg- unni lokað aftur og það sem eftir er heldur áfram að vaxa. Þessa sekki sá undirritaður fyrst í Danmörku fyrir nokkrum árum og keypti tvo í garð- yrkjubúð fyrir 22 krónur danskar, eða um 450 íslenskar krónur. Þeir eru úr efni ekki ósvipuðu því sem er í stórsekkjum utan um áburð eða salt. Nokkuð sterkt efni sem hægt er að nota margoft. Það sniðuga við sekkina er lúgan á þeim sem lokast með frönskum rennilási. Sekkirn- ir taka 30-40 lítra. Freistandi er að setja 8-10 spíraðar kartöflur niður að vori, en það er of mikið, þá verð- ur uppskeran frekar rýr. Hæfilegt er að setja 3-5 spíraðar kartöflur í sekkina eins og segir í leiðbeining- um með þeim. Hvernig fer sekkjaræktunin fram Byrja þarf á því að láta kartöflur spíra og ekki vitlaust að huga að því í marsmánuði. Ef tíð er góð eins og var t.d. síðasta vor má auðveldlega setja kartöflur út á pall eða á sval- irnar í aprílmánuði eða byrjun maí. Fljótsprotnar karöflur, eins og t.d. Premier, eru þá tilbúnar 6-7 vik- um síðar. Þegar svo snemma er far- ið af stað má auðveldlega fá tvisv- ar uppskeru með þessari ræktun á einu sumri. Gott er að nota pappa- öskjur undan gos- eða öldósum til að láta kartöflur spíra og þá við stofuhita og birtu. Eggjabakkar eru líka ákjósanlegir fyrir kartöflu- útsæði til spírunar. Þegar kartöfl- urnar eru settar í sekkina á að setja um 20 sentimetra moldarlag í botn þeirra, leggja 3-5 spíraðar kartöflur þar í með góðu millibili og setja meiri mold yfir. Sekkirnir eru settir á sólríkasta staðinn á svölunum eða pallinum. Þegar grös fara að mynd- ast er meiri mold bætt í og grösin nánast kaffærð. Þessu er svo haldið áfram þangað til 5-10 sentimetrar eru eftir í brún sekkjanna. Ef þurrt er í veðri er betra að vökva öðru hverju. Þegar svo grösin hafa náð að vaxa vel upp og eru byrjuð að blómstra er óhætt að kíkja undir. Lúgan Þá eru það kostir lúgunnar sem koma í ljós. Auðvitað er misjafnt hve fólk notar margar kartöflur í matinn hverju sinni. Með því að þreifa á sekkjunum finnst hvort kartöflur eru þokkalega vaxnar og lúgan er opnuð og tínt undan grös- unum eftir þörfum. Annað skil- ið eftir og lúgunni lokað aftur. Ef einhver mold hefur farið út er gott að setja hana í aftur. Best er að nota gróðurmold úr pokum en mikið úrval er af slíku í garðyrkjuversl- unum, smávegis áburður er af hinu góða. Hann fæst sömuleiðis í garð- yrkjuverslunum. Haustræktun Reynsla undirritaðs af ræktun með þessari aðferð í sumar er góð og af því ég var ekki of gráðugur og setti bara fjórar útsæðiskartöflur í hvern sekk, varð uppskeran marg- föld. Síðan, ef fólk vill, er auðvelt að láta útsæði spíra aftur og setja niður haustkartöflur í ágúst með sömu aðferð. Þá blómstra grösin að vísu tæplega en þegar blöðin fara að visna er ekki eftir neinu að bíða og tími til að taka karöflurnar upp eða niður í gegnum lúguna. Lík- lega fást pokar þessir ekki í búðum hér á landi. Fyrir liðtækan á sauma- vélinni mætti vel gera þessa poka heima til dæmis úr áburðarsekkjum nú eða panta þá erlendis frá. hb Mikið hefur verið um að vera á Sauðfjársetrinu á Ströndum í sumar, margvíslegar uppákom- ur og viðburðir. Framundan er svo stærsta samkoma ársins, Ís- landsmeistaramót í hrútadóm- um. Það verður haldið laugar- daginn 16. ágúst kl. 14 í Sævangi við Steingrímsfjörð. Jafnan er góð þátttaka í hrútadómunum, bæði í flokki þaulreyndra hrúta- dómara og líka í flokki óvanra og hræddra hrútaþuklara. Að venju verður kjötsúpa á boðstól- um og kaffihlaðborð allan lið- langan daginn. Síðasta ár sigr- aði Kristján Albertsson á Mel- um í Árneshreppi í hópi vanra og landaði því Íslandsmeistara- titlinum í hrútadómum í fjórða skiptið. Hæfileikar hans í þessari sérstæðu keppnisgrein hafa vak- ið mikla athygli. Á Sauðfjársetrinu eru nú uppi þrjár sérsýningar, fyrir utan fastasýningu safnsins sem ber yf- irskriftina Sauðfé í sögu þjóðar. Í kaffistofunni er sýningin Allt á kafi! þar sem sagt er frá snjóa- veturinn 1995 á Ströndum og á listasviðinu er sýning um álaga- bletti á Ströndum. Ætlunin er að opna nýja tímabundna sögu- sýningu á hrútadómunum, þar sem sagt verður frá starfi hér- aðsráðunauta og verður Brynj- ólfur Sæmundsson sem var ráðunautur á Ströndum í nærri 40 ár í forgrunni á þeirri sýn- ingu. Í Sauðfjársetrinu er rek- ið kaffihúsið Kaffi Kind þar er hægt að gæða sér á ís frá Erps- stöðum, súpu, kökum og gæða kaffi, einnig er þar lítil hand- verksbúð með fallegum munum sem eru flestir unnir af heima- mönnum á Ströndum. Safnið verður opið alla daga milli 10-18 út ágústmánuð og um helgar í september. Í haust er stefnt að frekari viðburðum. Þá verða m.a. á dagskrá fyrirlestrar um náttúru og sögu, leiksýning þar sem draugum á Ströndum eru gerð skil og árleg sviðaveisla verður haldin í október. -fréttatilkynning Afhjúpun minnisvarða um Guðmund Ólafsson. Ljósm. Berglind Njálsdóttir. Handverkssýning opnuð og minnisvarði vígður Strandamenn standa fyrir Íslandsmóti í hrútadómum Sigríður Skarphéðinsdóttir við opnun sýningarinnar. Fyrir aftan hana má sjá glitta í handverk hennar sem verður til sýnis fram í lok septembermánaðar. Ljósm. Pétur Hans Pétursson. Kartöflur teknar niður úr sekknum í gegnum lúguna með franska rennilásnum. Kartöfluræktun landlausra á svölunum eða sólpallinum Kartöflusekkir á sólpalli.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.