Skessuhorn


Skessuhorn - 13.08.2014, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 13.08.2014, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2014 Hin árlega Faxagleði hestamanna- félagsins Faxa í Borgarfirði var haldin síðasta laugardag að Stóra Kroppi í Reykholtsdal. Góð þátt- taka var í öllum flokkum firma- keppninnar en keppt var í polla,- barna,- unglinga,- kvenna- og karlaflokki. Þá voru einnig haldn- ar kappreiðar í fjórum greinum. Mikil uppbygging hefur átt sér að Stóra Kroppi undanfarin ár og er þar komin fyrirmyndaraðstaða fyrir mótshald. „Þetta var skemmtileg- ur dagur þar sem ungir sem aldnir gerðu sér glaðan dag og áttu góða stund saman,“ segir Sigríður Arn- ardóttir, ein af skipuleggjendum Faxagleði. Úrslit í barna­ og unglingaflokki Í barna- og unglingaflokki var keppt í blönduðum hópum drengja og stúlkna. Í barnaflokki var Ár- mann Bjarni Eyjólfsson á Drottn- ingu frá Kjalvararstöðum í fyrsta sæti. Alexandra Svavarsdóttir á Hrímu frá Runnum í öðru sæti. Trausti Leifur Eyjólfsson á Þrúði frá Hamraendum endaði í þriðja sæti. Harpa Rut Jónasdóttir á Rönd frá Hamraendum í fjórða sæti og Margrét á Sprota frá Ölvaldsstöð- um í því fimmta. Í unglingaflokki var Atli Steinar Ingason á Flotta frá Akrakoti efstur. Sara Lind Sigurð- ardóttir á Hvönn frá Syðri Völlum tók annað sætið. Nathalie Horvei á Mána frá Skáney hafnaði í þriðja sæti. Ísak Reyr Hörpuson á Gammi frá Syðstu Fossum endaði í fjórða sæti og Andri Dagsson á Mána frá Deildartungu 2 í fimmta sæti. Úrslit í fullorðinsflokki Í keppni fullorðinna var keppt í bæði kvenna- og karlaflokki. Í kvennaflokki var Þórdís Fjeldsted á Snjólfi frá Eskiholti í fyrsta sæti. Bjarney Jóna Unnsteinsdóttir á Sif frá Syðstu Fossum í öðru sæti. Inga Vildís Bjarnadóttir á Ljóð frá Þingnesi náði þriðja sætinu. Björg María Þórsdóttir á Mjölni frá Hesti hafnaði í fjórða sæti og Sóley Birna Baldursdóttir á Lukkudís frá Dalbæ 2 í því fimmta. Í karlaflokki var Oddur Björn Jóhannsson á Gáska frá Steinum efstur. Eyjólfur Gísla- son á Glettni frá Hofsstöðum í öðru sæti. Í þriðja sæti var Svav- ar Jóhannsson á Hörpu frá Runn- um. Davíð Sigurðsson á Þýði frá Hellubæ í fjórða sæti og Finnbogi Eyjólfsson á Þeystu frá Hofsstöð- um í því fimmta. Úrslit kappreiða Þá var einnig haldnar kappreiðar í fjórum greinum. Í stökki sigruðu Andri Dagsson og Máni frá Deild- artungu 2. Oddur Björn og Gáski frá Steinum urðu í öðru sæti og Dagur og Venus frá Deildartungu í því þriðja. Í 150m skeiði sigruðu Bjarni Marínósson og Þorfinnur frá Skáney. Í öðru sæti urðu Þór- dís Fjeldsted og Skjóna frá Ölvalds- stöðum og Oddur Björn og Stjarna frá Steinum í því þriðja. Í 250m skeiði sigruðu Bjarni Marínósson og Þorfinnur frá Skáney og Eyjólf- ur Gíslason og Þeysta frá Hofstöð- um urðu í öðru sæti. Þá var einn- ig keppt í brokki þar sem Andri Dagsson og Máni frá Deildartungu 2 sigruðu og Svavar og Vestri frá Runnum urðu í öðru sæti. jsb Þú leggur ýmislegt á þig til að kom- ast til okkar. Ekur pínulitlum smábíl sem er að hristast sundur á hræði- legum malarvegum, gengur um með þungan poka eða hjólar jafn- vel 150 km á einum degi (úúú… þar voru nú lærvöðvarnir í lagi). Þú hefur sagt okkur frá þínum heimahögum og löndum sem þú hefur ferðast til, eini gallinn er að börnin vilja fara á heimshornaflakk „núúúna straxxx“. Gotteríið sem þú hefur skilið eftir hefur runnið ljúf- lega niður, já og takk fyrir allar gjaf- irnar sem þú hefur gefið börnun- um, þær eru ófáar. Ég er samt enn ekki búin að taka tásuhitarana sem litu út eins og hálf dömubindi í sátt. Þú hefur jafnvel farið í töskuna og náð í fötin þín og gefið börnunum (vona þó að það sé ekki af því að þér fannst börnin svona illa klædd). Það var þó eitt þarna um daginn þegar þú stoppaðir á afleggjaranum heim til okkar. Þú lagðir bílnum svo þú værir í skjóli fyrir nágrönnunum mínum í blokkunum en þú gleymd- ir alveg að líta í hina áttina þar sem heimilisfólkið stóð og virti fyrir sér kvöldsólina. Þegar þú beygðir þig niður og gerðir þarfir þínar þarna í vegkantinum hvarf sólin snögglega og við heimilisfólkinu blasti fullt tungl! Ef þú skyldir ekki hafa átt- að þig á því þá er opin bensínstöð allan sólahringinn hér í sveitinni og ef þú hefðir bankað upp á hefði al- veg verið möguleiki að hleypa þér á salernið. Eins varð ég dálítið leið um dag- inn þegar ég var að versla í matinn og lenti í sömu röð og þú við kass- ann. Þú hefur líklega farið öfugu megin fram úr rúminu þann dag- inn því þegar brosandi starfsmað- urinn bauð þér góðan daginn byrj- aðir þú að ausa yfir hann skömm- unum af því eitthvað hafði ekki ver- ið eins og þú vildir. Þegar þú hafðir borgað strunsaðir þú í burtu án þess að segja takk eða svei þér og eftir stóð dapur starfsmaður sem reyndi að brosa til næsta viðskiptavinar. Ég veit ekki hvernig það er í þinni heimabyggð en hér í bæ erum við mannleg og gerum mistök en ger- um okkar besta til að laga það sem miður fer. Ég vona að þessi dagur hafi verið einsdæmi hjá þér og ef þú hefur athugasemdir snúðu þér þá beint til þess sem er yfir í stað þess að hella þér yfir unga starfsmann- inn á kassanum sem er að reyna að gera sitt besta. Farðu gætilega á ferð þinni kæri ferðalangur og mundu að brosa, segja góðan daginn og takk! Þinn gestgjafi. Höf. er Heiður Hörn Hjartardótt- ir og rekur ferðaþjónustuna á Bjargi við Borgarnes. Aðalfundur Skógræktarfélags Ís- lands verður haldinn í Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akra- nesi helgina 15.-17. ágúst. Skóg- ræktarfélag Akraness, í samstarfi við Skógræktarfélag Skilmanna- hrepps, er gestgjafi fundarins. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verða flutt fjölbreytt fræðsluer- indi og farið í vettvangsferðir um Akranes og Hvalfjarðarsveit, þar sem gestum gefst tækifæri til að sjá með eigin augum þann árang- ur sem þar hefur náðst við upp- græðslu og skógrækt. Hápunktur fundarins er hátíðarkvöldverður í fjölbrautaskólanum á laugardags- kvöld þar sem valinkunnir menn verða heiðraðir fyrir framlag sitt til skógræktar og dans stiginn fram á nótt. Í fræðsluerindum á fundinum verður sjónum meðal annars beint að skógrækt á Akranesi og í Hval- fjarðarsveit, skaðvöldum í skógi, eplarækt og ræktun jólatrjáa. Dag- skrá aðalfundar, starfsskýrslu Skóg- ræktarfélags Íslands og aðrar gagn- legar upplýsingar má nálgast á vef- svæði Skógræktarfélags Íslands. Þá verður hægt að fylgjast með gangi fundarins á Facebook-síðu Skóg- ræktarfélagsins. mm Hjónin Völundur Sigurbjörnsson og Signý Rafnsdóttir í Borgarnesi sýndu einstaka góðmennsku þeg- ar þau hjálpuðu fjölskyldu Agnesar Guðjónsdóttur og Gunnars Sigurð- arsonar að komast á ættarmót fyrr í sumar. Agnes og Gunnar voru á leið á ættarmót í Bolungarvík, búin að pakka niður, útbúa nesti og fara í sund í Borgarnesi. Í miðri Bröttu- brekku bilaði hins vegar bíll þeirra. Agnes sagði frá aðstæðum á facebo- ok síðu sinni. Gefum henni orðið: „Við vorum með öll börnin uppi á miðju fjalli og bíllinn í rugli. Okkur tókst að láta bílinn renna og keyra til skiptis að bílastæðinu við Grá- brók. Við vissum ekkert hvað við áttum að gera, börnin orðin pirruð og enginn gat hjálpað. Við hringd- um í TM og spurðum hvort þeir væru með einhverja neyðarbíla- þjónustu en svo var ekki. Hins veg- ar var Völundur nokkur sem sá um tjónabílana hjá þeim með dráttar- bíl og fengum við númerið hjá hon- um.“ Að sögn Agnesar svaraði Völ- undur og sagðist geta flutt bílinn og um leið allan mannskapinn. Þeg- ar hann heyrði hversu margir væru á ferð fékk hann Signýju eiginkonu sína til að koma á einkabíl þeirra hjóna til að sækja fjölskylduna. Eft- ir að í Borgarnes var komið var ljóst að ekki var hægt að gera við bílinn að svo stöddu. Signý bauðst þá til að aka Agnesi og börnunum til Reykja- víkur, sem sagði það allt of mik- ið mál en þakkaði henni fyrir. „Fór hún þá og ræddi við Völund og kom svo aftur til mín og sagði: „Þið tak- ið bara bílinn og farið á ættarmót! Það er ekki hægt að þið séuð búin að smyrja nesti og plana alla ferð- ina og fara ekki!“ Ég horfði stórum augum á konuna og sagði takk fyr- ir en ég get ómögulega þegið þetta, ég veit ekki einu sinni hvað þú heit- ir. „Ég heiti Signý og jú, ég tek ekki annað í mál.“ Ég þakkaði fyrir með tárin í augunum og spurði hvað hún vildi fá greitt fyrir? Hún horfði á mig og sagði: „Heldur þú að ég sé að gera þetta til að fá greitt? Kem- ur ekki til greina. Þið eruð með þrjú lítil börn og eruð í vandræð- Pennagrein Kæri ferðalangur! Góð þátttaka á Faxagleði að Stóra Kroppi Keppendur í kvennaflokki etja kappi á reiðbrautinni að Stóra Kroppi. Andri Dagsson og Máni frá Deildartungu 2 voru sigursælir í kappreiðunum. Hér sjást þátttakendur í pollaflokki Faxagleði. Hvunndagshetjan Völundur Sigurbjörnsson við dráttarbílinn. Sýndu ókunnugu fólki einstaka hjálpsemi um, þegar svoleiðis gerist þá hliðr- ar maður bara til,“ segir Agnes. Það fór því svo að Agnes og fjölskylda komst á ættarmótið á nýja jeppan- um þeirra Signýjar og Völundar. Að lokum fékk fjölskyldan að keyra alla leið heim til Reykjavíkur á bílnum og sóttu Signý og Völundur bíl sinn svo þangað. „Signý og Völundur frá Borgarnesi eru fallegar hvunndags- hetjur sem björguðu okkur án þess að þekkja okkur og gott betur,“ seg- ir Agnes þakklát að lokum. grþ Skógurinn við Fannahlíð í Hvalfjarðarsveit. Grunnafjörður í baksýn. Skógræktarfólk fundar á Akranesi um helgina

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.