Skessuhorn


Skessuhorn - 13.08.2014, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 13.08.2014, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2014 Slys á fjórhjóli AKRANES: Ökumaður fjórhjóls var í vikunni flutt- ur á sjúkrahúsið á Akranesi eftir að hann hafði velt hjóli sínu. Hjólið fór yfir mann- inn og slóst m.a. í höfuð hans. Hjálmurinn brotnaði við það en maðurinn slasað- ist þó ekki alvarlega. Lög- regla telur þó lítinn vafi á að hjálmurinn kom í veg fyr- ir að illa færi. Í dagbók lög- reglu kemur einnig fram að þrjár bifreiðar lentu saman á Akrafjallsvegi (sjá frétt á bls 2). Ökumaður einnar bif- reiðarinnar úr því óhappi var fluttur á sjúkrahús til skoð- unar en hann kenndi eymsla í hálsi. –mm Tilnefningar til verðlauna UMHVERFI: Frestur til að senda umhverfis- og auð- lindaráðuneytinu tilnefning- ar vegna tvennra verðlauna sem ráðherra veitir á Degi íslenskrar náttúru rennur út 17. ágúst næstkomandi. Um er að ræða Fjölmiðlaverð- laun umhverfis- og auðlind- aráðuneytisins og Náttúru- verndarviðurkenningu Sig- ríðar í Brattholti. Nánari upplýsingar er að finna í frétt á heimasíðu ráðuneytisins. –fréttatilk. Óskaddaður eftir fall á 220 km hraða AUSTURLAND: Lögregla mældi sl. fimmtudag öku- mann bifhjóls austur á Jök- uldal á 220 km/klst hraða þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Maðurinn féll af hjólinu og var sjúkraflutn- ingabíll kallaður á vettvang sem flutti hann á HSA á Eg- ilsstöðum. Vélhjólamaður- inn reyndist lítið sem ekk- ert slasaður og fékk að lok- inni skoðun á heilsugæslunni fylgd á lögreglustöðina hvar hann var sviptur ökurétti til bráðbirgða. Þrátt fyr- ir að frétt þessi eigi sér upp- haf eins langt frá starfssvæði Skessuhorns og mögulegt er, er hún birt til að sýna hversu heppnir menn geta verið, þrátt fyrir bíræfinn glanna- skap í umferðinni. –mm Bíll valt SKÓGARSTR: Fólksbíll valt á Skógarstrandarvegi á Snæfellsnesi um hádegis- bil 2. ágúst sl. Tveir voru í bílnum og voru þeir fluttir á Landspítalann í Reykjavík. Meiðsli þeirra voru ekki talin alvarleg. Bílinn er hins vegar gjörónýtur. –mm Tillaga um nýtt útlit á Grímshúsinu í Borgarnesi Grímshúsfélagið í Borgarnesi hefur fengið Sigurstein Sigurðsson arki- tekt til að gera tillögur að endur- hönnun hússins. Sigursteinn hef- ur nú skilað tillögum sem að sögn Sveins G. Hálfdánarsonar ritara stjórnar, á að kynna frekar á al- mennum félagsfundi sem líklega verður síðar í þessum mánuði. Grímshús stendur í Brákarey. Hús- ið sjálft er ekki mjög gamalt og því ekki friðað en þeim mun merkilegri er saga þess sem samofin er út- gerðar- og atvinnusögu Brákareyj- ar. Einnig er talið að sveitarstjórn Borgarneshrepps, sem þá var, hafi á einhverjum tímapunkti verið með skrifstofur sínar á lofti hússins. Sigursteinn sagði í samtali við Skessuhorn að stífir fundir hafi ver- ið með honum og stjórn í tengslum við verkið, en smáatriði útfærsl- unnar verði kynnt á fundinum. Að- spurður um fjármögnun á verk- inu sagði hann stjórn Grímshúss- félagsins ótrúlega seiga að afla fjár svo hann teldi að eitthvað væri til í framkvæmdir. Stjórnin hefði í raun lyft grettistaki því ekki væri langt síðan hefði átt að rífa húsið. „Hug- mynd skaut upp kollinum, þar sem gluggar í húsinu eru margir og misjafnlega stórir, að leyfa fólki að kaupa einn glugga og kosta við- gerð á hinum. Og vegna þessa fjöl- breytileika gætu líklega flestir tekið þátt. Sumir keypt stóra glugga, aðr- ir litla, allt eftir efnum og aðstæð- um, því nauðsynlegt er að fara að laga gluggana og klæðinguna einn- ig. Það er orðið illa farið.“ Sigursteinn sagði staðsetningu hússins í raun sérstaka. Hryggj- arstykkið í gatnakerfi Borgarness eru Borgar- og Brákarbraut og við endann á þeirri síðarnefndu stend- ur Grímshús. Staðsetningin býður upp á mikla möguleika að mati Sig- ursteins því ekki skarta mörg bæjar- félög heilli eyju sem auðveldlega er hægt að komast út í. „Gaman væri ef hægt yrði að hafa sýningu í hús- inu í kringum þessa útgerðarsögu. Félagið hefur látið gera skipslíkön sem auðvitað eiga heima þarna og svo væri gráupplagt að hafa kaffi- hús og jafnvel menningarhús af einhverjum toga. Gestir og gang- andi geta þá skoðað eyjuna, farið á Samgöngusafnið eða í Nytjamark- aðinn og sest síðan í rólegheitum með kaffi og vöfflu.“ Sveinn Hálfdánarson ritari stjórnar sagði í samtali við Skessu- horn að sveitarfélagið Borgarbyggð væri eigandi að húsinu en Gríms- húsfélagið skyldi ráðstafa fjármun- um og sjá um viðhald í samvinnu við forsvarsmenn sveitarfélagsins. Samkomulag hafi verið gert milli sveitarstjórnar og Grímshússfélags- ins um húsið og framkvæmdir þar. Því væri nauðsynlegt að sveitar- stjórn og félagið gengju í takt varð- andi lagfæringar. Sveitarstjórn ætti eftir að segja sinn hug á þessum út- færslum og vegna samkomulagsins við sveitarstjórn þarf hún að blessa yfir áður en farið verður í næstu framkvæmdir. Sveinn sagði jafn- framt að stjórnir Grímshússfélags- ins og sveitarfélagsins hefðu sam- þykkt að nýta húsið undir útgerð- arsögu svæðisins ásamt því að vera alhliða menningarhúss og jafnvel fjalla þar um atvinnusögu eyjarinn- ar. bgk Grímshús eins og það lítur út í dag. Grímshús eins og Sigursteinn Sigurðsson arkitekt sér fyrir sér að það gæti litið út í framtíðinni. Svipmynd innan úr húsinu samkvæmt hugmyndum Sigursteins. Leitarmenn vitjuðu slysstaðar frá 1955 Á miðvikudaginn í liðinni viku kom hópur félaga úr lávarðadeild Flug- björgunarsveitarinnar í Reykja- vík að rótum Akrafjalls. Tilefnið var heimboð Skagamannsins Sig- urjóns Jósefssonar, en hann vinn- ur um þessar mundir að gerð heim- ildamyndar um flugslysið þeg- ar C-47 vél bandaríska flughersins fórst í norðvestanverðu fjallinu 21. nóvember 1955. Fórust allir fjór- ir sem í vélinni voru. Fjórir af 32ja manna leitarhópi Flugbjörgunar- sveitarinnar, sem kom að flaki vél- arinnar 23. nóvember þetta ár, eru enn á lífi og vitjuðu flaksins í síð- ustu viku ásamt félögum sínum. Ítarleg frásögn um aðdraganda flugslyssins í Akrafjalli síðla árs 1955 birtist í Skessuhorni í maí 2013 í samantekt Magnúsar Þórs Hafsteinssonar blaðamanns. Þar var slysið rifjað upp, en ekki síst að- dragandi þess og að því er virðist ótímabært reynsluflug vélarinnar. Byggði frásögnin á skýrslu banda- ríska flughersins um atburðinn, en efni þetta hafði ekki birst í fjölmiðl- um áður. Þar sagði m.a: „Miðviku- daginn 23. nóvember 1955 gat að líta dapurlega frétt í dagblöðum á Íslandi. Mörgum var brugðið, ekki síst íbúum Akranesbæjar og fólki í sveitunum umhverfis Akrafjall. Tveimur dögum fyrr hafði banda- rísk herflugvél frá Keflavíkurflug- velli rekist á klettabeltin í norð- urhlíðum fjallsins, tæst í sundur og fjórir menn farist. Enginn virt- ist hafa orðið var við slysið. Flak- ið fannst ekki fyrr en rúmum sól- arhring eftir að vélin fórst. Þá hafði þegar verið lýst eftir henni og um- fangsmikil leit hafin bæði á sjó og úr lofti.“ Á næsta ári verða 60 ár liðin frá slysinu. Enn má finna tætlur af braki úr vélinni í hlíðum Akrafjalls á stað sem kallast Pyttar ofan við bæinn Ós. Þar neðan undir var í fyrrasum- ar reist minnismerki um slysið, að forgöngu nokkurra Skagamanna, meðal annarra Magnús Karlsson en Sigurjóns Jósefssonar vinnur að gerð heimildarmyndarinnar. Sigur- jón segir að þrír af Flugbjörgunar- sveitar mönnunum hafi farið með honum að þeim stað neðan við slys- staðinn. Enn megi þar finna brak úr vélinni. Sigurjón segist nú vera að safna að sér ýmsum þeim heimild- um sem hann komist yfir um slys- ið. Meðal annars tekur hann viðtöl við björgunarmennina auk fjölda annarra. Sjálfur segist Sigurjón vera flugáhugamaður en auk þess áhugamaður um kvikmyndatöku. Hafi hann myndað mikið á Akra- nesi síðasta áratuginn. Þannig sam- ræmist þessi heimildamyndargerð áhugamálum hans. mm Frá heimsókn félaga úr lávarðadeild Flugbjörgunarsveitarinnar að minnisvarð- anum um flugslysið við rætur Akrafjalls. Á fánanum halda þeir sem komu að slysstaðnum 1955. F.v. Birgir, Guðmundur, Sigurður og Pálmi. Sigurjón Jósefsson var leiðsögumaður þeirra í heimsókninni og er efstur á myndinni. Minnismerkið við rætur Akrafjalls, en það er m.a. gert úr hluta hjólabúnaðar úr vélinni. Flugvél sömu gerðar og sú sem fórst í Akrafjalli síðdegis 21. nóvember 1955. Þessi vél er í sömu litum og sú sem flaug á fjallið. Rauði liturinn var öryggisatriði. Hann var notaður á herflugvélar á norðurslóðum svo flök þeirra sæust betur í snjóhvítu landslaginu ef þær færust. Í daglegu tali kölluðu Íslendingar þessar vélar „þrista“ eða Douglas Dakota.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.