Skessuhorn


Skessuhorn - 17.09.2014, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 17.09.2014, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2014 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudög- um. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáaug- lýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.480 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.150. Verð í lausasölu er 600 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir, blaðamaður gudny@skessuhorn.is Jóhann Skúli Björnsson, blaðamaður jsb@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Tinna Ósk Grímarsdóttir (vefauglýsingar) tinna@skessuhorn.is Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Að forðast einföldun og bætt skattskil Boðað frumvarp til fjárlaga, sem ráðherra peningamála kynnti í síðustu viku, olli mér vonbrigðum. Ég er nefnilega talsmaður einföldunar skatt- kerfisins og tel slíkt leiða til meiri skilvirkni í skattheimtu, erfiðara yrði að stunda þjóðaríþróttina að snuða hið opinbera og þegar upp væri staðið myndi ríkið græða – við þegnarnir. Í dag búum við við virðisaukaskattskerfi sem einungis er fyrir færustu sérfræðinga að skilja. Það er flókið, skattstig þess eru þrjú (0%, 7% og 25,5%). Sumir halda því reyndar fram að þetta séu einungis tvö þrep, en það er rangt. Á bak við núll prósent virðisaukaskatt liggur ákvörðun stjórn- valds um að sala á tilgreindri vöru eða þjónustu beri ekki að skattleggja til samræmis við aðrar. Af einhverri undarlegri ástæðu er þó matur og orka til húshitunar ekki í þeim flokki. Nei, nú skulu brýnustu lífsnausynjar eins og matur, vatn og rafmagn bera 12% virðisaukaskatt í stað 7% áður. Endalaus- ar undanþágur eru svo um allt milli himins og jarðar af því einhver hags- munaöfl hafa einhverju sinni kippt í spotta. Þannig er hægt að finna dæmi um húsaleigu með engum virðisauka og húsaleigu með 25,5%. Svo höf- um við sykurskatt, vörugjöld og sitthvað fleira, sem gerir innheimtuna erf- iða. Reyndar er það jákvæðasta við væntanleg fjárlög sú staðreynd að sum- ir af þessum neyslusköttum eru felldir niður, hvaða skoðun sem menn svo hafa á sykurskatti og áhrifum hans. Eftir sem áður verður skattkerfið okkar frumskógur reglna og skattstiga, bara með nýjum prósentutölum. Ástæð- una tel ég vera þá að starfsmenn ráðuneyta hafa í gegnum tíðina lagt til að svona ætti það að vera. Flókið skattstig tryggir nefnilega mörgum opin- berum starfsmönnum atvinnu! Svo koma ráðherrar, auðsveipir að vanda, lepja vitleysuna upp eftir embættismönnunum og bera fram frumvörp á þingi án þess að hugsa, eru jafnvel í eðli sínu ósammála því sem þeir tala fyrir. Engu ómerkari maður en Pétur Blöndal hefur margoft lýst ástandinu með þessum hætti og segir það óþolandi. Kannski vegna gagnrýni sinnar hefur Pétur Blöndal aldrei verið gerður að ráðherra? Ég er þeirrar skoðunar að breytingu á flóknu virðisaukaskattskerfi átti að stíga til fulls. Þá hefðu allir grætt þegar upp væri staðið. Það átti að sjálf- sögðu að ákveða eitt þrep virðiskaukaskatts á alla vöru og þjónustu í land- inu. Banna átti með lögum að gera undanþágu frá því skatthlutfalli, sama hvað á gengi, öllum yrði gert að borga sama skatt hver sem varan eða þjón- ustan væri. Vegið meðaltal gæti þýtt að við fengjum á að giska 15% virðis- aukaskatt, af því að þá yrði ekki lengur til 0%, 7% eða 25,5%, auk allra frá- vikanna. Sem aðgerð til að koma til móts við lágtekjufólk; öryrkja, barna- fólk og aðra þá sem verst gætu farið úr slíkri skyndilegri skattkerfisbreyt- ingu, þyrfti að hækka frítekjumark. Flóknara þyrfti það ekki að vera. Ein- földun sem þessi hefði ótalmarga kosti í för með sér. Hið opinbera bæri meira úr býtum af því skattsvik myndu nánast heyra sögunni til. Skatt- heimta verður svo miklu einfaldari að segja mætti upp hundruðum opin- berra starfsmanna við eftirlit og innheimtu og þeir gætu farið að vinna arð- bær störf úti í samfélaginu. Með einu skattþrepi myndu allir standa jafnt, allar atvinnugreinar skila því sama til samfélagsins, hvort sem þær heita ferðaþjónusta, iðnaður, sjávarútvegur eða listsköpun. Fólk myndi hætta að eiga viðskipti við hárgreiðslukonuna eða bifvélavirkjann í heimahúsinu, sem taka fjórðungi lægra gjald af því vinnan er svört. Almenningur myndi ekki lengur vilja taka þátt í skattsvikum, það tæki því ekki fyrir 15% und- anskot. En, niðurstaðan var sem oft áður, glatað tækifæri til bættrar skatt- heimtu og vond fjárlög. Magnús Magnússon. Á fundi bæjarráðs Stykkishólms 8. september var lagt fram bréf frá eftirlitsnefnd ríkisins um fjármál sveitarfélaga. Fram kemur í bréfinu að nefndin hafi farið yfir ársreikn- inga Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2013. Í ljósi þeirrar jafnvægisreglu sem í gildi er um fjármál sveitar- félaga liggi fyrir að niðurstaðan sé ekki í samræmi við fjárhagsáætl- un ársins 2013 og samkvæmt áætl- un um árin 2013 -2015. Niðurstaða nefndarinnar er því sú að óska eft- ir útskýringum á þessari niðurstöðu og áætlun um hvernig ná skuli jafn- vægi í rekstri áranna 2014-2016. Svör skulu hafa borist fyrir 26. september nk. Bæjarráðið samþykkti að fela bæjarstjóra að hefja þegar frekari vinnu við fjárhagslega endurskipu- lagningu og ganga til samninga við ráðgjafa um fjármál sveitarfé- laga. Liggi fyrir að Garðar Jónsson hjá R3-Ráðgjöf og Ólafur Sveins- son hjá SSV-þróun og ráðgjöf séu tilbúnir til þess að hefja nú þegar vinnu. Ætli þeir að greina vandann og gera tillögur um fjárhagalega og rekstrarlega endurskipulagningu í þeim tilgangi að tryggja að bæjar- sjóður uppfylli gildandi reglur. Er bæjarstjóra veitt heimild til þess að semja við framangreinda aðila og vinna að nauðsynlegum skipulags- breytingum á bæjarskrifstofum og hjá stofnunum svo því markmiði verði náð sem fjármálareglugerðin setur. þá Nú er tíminn til að ganga frá hús- bílum og eftirvögnum. Góður frá- gangur eykur líkur á því að búnað- urinn verði í lagi eftir vetrargeymsl- una. Á þessum tímapunkti getur líka verið gott að yfirfara ástand búnaðar og nýta veturinn til að útvega vara- hluti eða annað. Tryggingafélagið Vís vill í tilkynningu minna á nokk- ur atriði sem vert sé að huga að áður en sett er í geymslu: Gæta þess að eftirvagn/bíll sé • hreinn og þurr að innan. Fjarlægja allan mat. • Tæma vatnskúta. • Tæma ferðaklósett og þrífa • vel. Taka gaskút og geyma utan-• dyra. Aftengja rafgeyminn. Losa • þarf mínuspólinn fyrst. Til að lengja líftíma rafgeymis er ráð- lagt að hlaða hann tvisvar til þrisvar sinnum yfir veturinn. Aftengja sólarsellu. Setja sokk • eða annað efni yfir plúspólinn. Það kemur í veg fyrir leiðni ef eitthver birta er í geymslunni. Ef músagangur getur ver-• ið í geymslunni þarf að skoða hvort undirvagninn sé mús- heldur. Ef göt eru til staðar eins og í kringum rör eða víra þá þarf að þétta þau. Fara yfir tryggingamál, en • gott er að hafa þjófnaðar- og brunatryggingu yfir veturinn. Gjarnan eru eigendur geymsla með ábyrgðartryggingu ef þeir valda tjóni á búnaði en ekki með bruna- eða þjófnaðar- tryggingu. mm Síðastliðinn mánudag var opnuð hjúkrunarvakt fyrir almenning á heilsugæslustöð HVE á Akranesi. Um er að ræða skipulega móttöku þar sem hjúkrunarfræðingur tek- ur á móti erindum samdægurs sem ekki þola bið og veitir þjónustu við hæfi. Að sögn Huldu Gestsdóttur, verkefnastjóra hjúkrunarmóttök- unnar, verður engin breyting á fyr- irkomulagi heilsugæslustöðvarinn- ar heldur er móttakan viðbót við þá þjónustu sem fyrir er á heilsugæsl- unni. „Þessi þjónusta hefur í raun alltaf verið til staðar en það hefur hingað til ekki verið nein formleg móttaka, ekki þetta opna aðgengi að hjúkrunarfræðingum. Nú hafa allir greiðan aðgang að hjúkrun- arfræðingi á heilsugæslustöðinni á dagvinnutíma.“ Á hjúkrunarvakt- inni er einnig boðið upp á síma- ráðgjöf þar sem veittar eru ráðlegg- ingar, upplýsingar og leiðsögn um heilbrigðiskerfið. Þó er ekki um að ræða lyfjaendurnýjun eða lækna- síma. „Algengt er að fólk leiti að- stoðar eða ráðgjafar þegar um er að ræða veikindi, vanlíðan, óþæg- indi eða smáslys. Til dæmis er al- gengt að foreldrar með lasin börn fái ráðleggingar varðandi umönn- un og aðstoð við að meta þörf fyr- ir frekari þjónustu. Einnig leita margir ráða vegna lyfjatöku eða vantar leiðbeiningar til að rata um heilbrigðiskerfið. Hingað koma auðleyst mál, meðal annars blóð- þrýstings- og blóðsykursmæling- ar, hjartalínurit, sárameðferð, bólu- setningar, sprautugjafir og í raun allt sem tilheyrir heilsugæslunni. Það er hægt að ganga hér inn, það er alltaf hægt að finna lausan tíma,“ útskýrir Hulda. Byggir á góðri samvinnu Hjúkrunarvaktin sinnir einnig er- indum sem flokkast undir heilsu- vernd, forvarnir og lífsstíl. „Öll- um erindum sem koma á hjúkrun- arvaktina er sinnt, annaðhvort með því að veita þjónustuna á staðnum eða vísa í þann farveg sem við á í hverju tilviki. Við vísum sjúklingum til læknis ef þörf er á, á vaktina eða leysum málið á staðnum.“ Hjúkr- unarfræðingar sem starfa í heilsu- gæslu eru í nánu samstarfi við aðra heilbrigðisstarfsmenn innan veggja heilsugæslustöðvarinnar. Vaktin er einnig í nánu samstarfi við hjúkrun- arfræðinga sem sinna öðrum þátt- um í starfsemi heilsugæslunnar eins og ung- og smábarnavernd, heima- hjúkrun og heilsuvernd skólabarna ásamt því að hafa samráð við fag- fólk sem sinnir sérhæfðum málum eða starfa á sérstökum starfsstöðv- um innan og utan heilsugæslunn- ar. Má þar nefna göngudeild sótt- varna, félagsþjónustu og næringar- fræðing. Þjónustu þeirra er hægt að nálgast með tilvísunum hjúkrunar- fræðinga. „Þetta byggist allt á góðri samvinnu heilbrigðisstarfsfólks, verkin skarast og við vinnum mikið saman. Tilgangurinn með þjónust- unni er að opna flæðið og auðvelda aðgang að heilbrigðisstarfsfólki. En þjónustan er í þróun og það mun bætast við hana þegar fram í sækir,“ segir Hulda að lokum. Hjúkrunarvaktin er opin alla virka daga á milli 8 - 12 og 13 - 16. Ekki er hægt að bóka tíma í hádeg- inu en þó er hægt að ná í hjúkrun- arfræðing allan daginn. Þjónustan fer öll í gegnum skiptiborð HVE þar sem síminn er 432-1000. grþ Góð ráð við frágang húsbíla og eftirvagna Eftirlitsnefndin óskar skýringa frá Stykkishólmsbæ Hjúkrunarvakt er nýjung á Akranesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.