Skessuhorn


Skessuhorn - 24.09.2014, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 24.09.2014, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2014 Tvímenningur í Logalandi BORGARFJ: Briddsfélag Borgarfjarðar er fjölmennasta félag sinnar tegundar utan höf- uðborgarsvæðisins. Þar hef- ur briddsíþróttin dafnað bet- ur en víðast hvar annarsstaðar. Léttleiki og það að menn taka sig hæfilega alvarlega er tal- in helsta orsökin. Félagar í BB munu næstkomandi mánudags- kvöld klukkan 20 dusta rykið af spilastokkunum eftir sum- arleyfi. Þetta fyrsta kvöld, sem og næstu vikur, verður spilaður eins kvölds tvímenningur. Spil- að verður í Hátíðarsal félags- heimilisins Logalands í Reyk- holtsdal og gengið inn spari- dyramegin. Í tilkynningu frá blaðafulltrúa félagsins segir að allir séu velkomnir, jafnt bænd- ur sem bankastjórar, sjómenn sem saumaklúbbar. -mm Keyrði á og stakk af LBD: Tilkynnt var sl. föstu- dagskvöld til lögreglunnar í Borgarfirði og Dölum um að ekið hafi verið utan í gráan To- yota Yaris á bílastæðinu sunnan íþróttamiðstöðvarinnar í Borg- arnesi og tjónvaldurinn stung- ið af. Skemmdir urðu á fram- og afturhurð bifreiðarinnar. Þeir sem kynnu að hafa séð þessa ákeyrslu og „afstungu“ eru beðnir um að láta lögregl- una vita í síma 433 7612. Þá var brotist inn í mannlaust íbúðar- hús í Bjargslandinu í Borgarnesi um liðna helgi og stolið fartölvu og áfengisflösku. –þá Sendi sms og ók á skilti AKRANES: Í vikunni sem leið barst lögreglunni á Akranesi til- kynning um að bifreið hafi ver- ið ekið utan í umferðarskilti og ökumaður síðan haldið á brott. Lögregla stöðvaði ökumann- inn skömmu seinna. Gaf hann þá skýringu að hann hafi verið að senda sms undir stýri og ekki áttað sig á að hann hafi ekið á skiltið, haldið að það væri gang- stéttarkantur sem hann lenti á. Lögregla segir að ekki þurfi að fjölyrða um hversu hættulegt athæfi það sé að senda sms und- ir stýrir á akstri. -þá Skessuhorn minnir á hina risastóru sjávarútvegssýningu IceFish sem hefst á morgun í Kópavogi og stend- ur til sunnudags. Sýningin er haldin þriðja hvert ár en þrjátíu ár eru síðan hún fyrst fór fram hér á landi. Næstu dagana er spáð hæglætis- veðri en breytilegri vindátt. Yfirleitt má gera ráð fyrir skúrum eða rign- ingu með köflum. Hitastig verður á bilinu 5-10 stig og því heldur kald- ara en verið hefur. Á sunnudag er því reyndar spáð að hitastig fari niður í tvær gráður og þá gæti jafnvel rign- ingin orðið að slyddu, einkum þó fyr- ir norðan og austan. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns: „Safnar þú matarforða í kistuna á haustin?“ Flestir virð- ast gera það. „Já á hverju ári“ sögðu 45,2%. „Já, oftast“ var svar 15,46%. „Nei, er hætt/ur því“ sögðu 22,25%. „Nei hef aldrei gert“ var svar 9,13% og „á ekki frystikistu“ sögðu 7,96%. Samkvæmt þessu er um 60% íbúa sem alltaf eða oftast safnar forða í kisturnar fyrir veturinn. Í þessari viku er spurt: Hefur álit þitt á vörumerkinu MS breyst í vikunni? Íbúar í ekki stærra sveitarfélagi en Helgafellssveit á Snæfellsnesi eru Vestlendingar vikunnar. Þeir tóku sig til vegna slælegs netsambands og áhugaleysis netþjónustufyrir- tækja, stofnuðu Gagnaveitu Helga- fellssveitar og eru nú langt komnir með að leggja ljósleiðara um sveit- ina. Geri aðrir betur! Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Útfararþjónustan ehf. Fjarðarási 25, 110 Reykjavík - Sími: 567 9110, 893 8638 www.utfarir.is - runar@utfarir.is Markmið okkar hefur ávallt verið að veita bestu faglegu þjónustu varðandi undirbúning og framkvæmd útfarar Fjölskyldu- fyrirtæki í 24 ár Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Nýjung á Íslandi – Ódýr umhverfisvænn valkostur Handsmíðaðar íslenskar viðarkistur. Einföld innri grenikista. Glæsileg ytri leigukista úr íslensku lerki frá Hallormstað. Ekið var á tvö folöld við bæinn Rauðkollsstaði í Eyja- og Mikla- holtshreppi á Snæfellsnesi aðfarar- nótt þriðjudags í liðinni viku. Ann- að folaldið drapst samstundis en hitt þurfti að aflífa morguninn eftir. Atvikaðist þetta þannig að folalds- merar höfðu sloppið úr hólfi sínu á bænum og komist á þjóðveginn. Það var stór flutningabíll sem ók á folöldin, en mjög erfitt getur ver- ið fyrir ökumenn að greina dökkar skepnur á vegum í svarta myrkri. iss Minjastofnun hefur tilkynnt Faxa- flóahöfnum, eigendum iðnaðar- og athafnasvæðis á Grundartanga, að skoða þurfi betur tvær menjar í framhaldi af fornminjarannsókn sem fram fór í landi Kataness í sum- ar. Það er á því svæði sem áform- að er að verksmiðja Silicor rísi til framleiðslu sólarkísils. Gísli Gísla- son hafnarstjóri Faxaflóahafna seg- ir engar líkur á að þetta hafi áhrif en sjálfsagt að framkvæma frekari skoðun. Hann á von á því að skipu- Samkeppniseftirlitið hefur sektar Mjólkursamsöluna um 370 milljón- ir króna fyrir að misnota markaðs- ráðandi stöðu sína. Fyrirtækið beitti smærri keppinauta samkeppnis- hamlandi mismunun með því að selja þeim hrámjólk á 17% hærra verði en önnur fyrirtæki tengd MS greiddu. Verðmunurinn var til þess fallinn að veikja Mjólkurbúið Kú, sem er lítil mjólkurafurðastöð í einkaeigu, og stuðla að sölu á fyrir- tækinu Mjólku til Kaupfélags Skag- firðinga árið 2009. Mjólkursamsal- an hefur ákveðið að áfrýja úrskurði Samkeppnieftirlitsins. Í niðurstöðu Samkeppniseftir- litsins segir: „Brotið er í eðli sínu alvarlegt þar sem það tengist mik- ilvægum neysluvörum og hefur varað í langan tíma, eða a.m.k. frá árinu 2008 til ársloka 2013. Mjólk- urvörur eru stór hluti af matarinn- kaupum heimila í landinu. Horft var einnig til þess að um ítrekað brot er að ræða. Á árinu 2006 braut einn forvera MS, Osta- og smjör- salan, með samskonar hætti gagn- vart Mjólku á meðan hún var í eigu fyrri eigenda, sbr. úrskurð áfrýjun- arnefndar samkeppnismála í máli nr. 8/2006. Í því máli var ekki lögð á sekt en það er talið nauðsynlegt í þessu máli til að vinna gegn því að frekari brot eigi sér stað á þessum mikilvæga markaði.“ Hægt er að lesa niðurstöðu Sam- keppniseftirlitsins í heild sinni á vef stofnunarinnar. mm MS misnotaði markaðsráðandi stöðu og þarf að greiða 370 milljóna króna sekt Ekið á tvö folöld Fornleifarannsókn ekki talin tefja skipulagsferli vegna sólarkísilverksmiðju lagsferlið haldi áfram og ljúki vænt- anlega í næsta mánuði eða byrj- un nóvember. Það þýði að áform eigenda Silicor um byrjun fram- kvæmda tefjist eilítið frá því stefnt var að. Fornleifastofnun Íslands ses, sem m.a. er í eigu Adolfs Friðriksson- ar fornleifafræðings, framkvæmdi rannsóknina í sumar. Þar voru skoðaðir fjöldi punkta í Klafastaða- landi. Litlar mannvistarleifar fund- ust, en í einni tóftinni fundust 14 forngripir þar á meðal að minnsta kosti fjórir járnkrókar. Rannsak- endum þykir líklegast að þarna sé um að ræða leifar reykkofa. Minja- stofnun telur að grafa þurfi tóft- ina upp í heild sinni, til að fá betri upplýsingar um aldur reykhúss- ins og um uppbyggingu þess, en til þessa hefur rannsókn á mannvistar- leifum á Íslandi ekki náð til reyk- húsa. Þá fundust einnig leifar tún- garðs og veggir hólfs honum tengt sem Minjastofnun telur að þurfi að rannsaka betur. Gísli Gíslason hafnarstjóri seg- ir að ef fornleifarnar séu á þeim stað sem byggingar eiga að rísa verði gengið sérstaklega frá minj- unum að rannsókn lokinni. Þannig að komandi kynslóðir hafi mögu- leika að rannsaka þær ef áhugi verður fyrir því. Einhverjar mann- vistarleifar séu til að mynda und- ir byggingum Norðuráls. „Meg- inefnið er að skoðunin hafi átt sér stað og frágangurinn sé ásættanleg- ur að lokinni skoðun. Þetta er sagt með þeim fyrirvara að þarna sé ekki neitt meira að finna en ætla má,“ segir Gísli Gíslason. þá Gísli Gíslason hafnarstjóri stendur hér í landi Kataness, fjær sjást m.a. mannvirki Norðuráls.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.