Skessuhorn


Skessuhorn - 24.09.2014, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 24.09.2014, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2014 Framkvæmdir við lagningu ljós- leiðara í Helgafellssveit á Snæfells- nesi hófust fyrr í þessum mánuði. Það er Gagnaveita Helgafellssveit- ar, hlutafélags í eigu sveitarfélags- ins, sem stendur fyrir framkvæmd- inni og mun hún að sögn forsvars- manna Gagnaveitunnar kosta um 55 milljónir króna. Það er fyrirtæk- ið Austfirskir verktakar sem sjá um lagningu ljósleiðarastrengsins en að sögn Hilmars Hallvarðssonar, sem situr í stjórn Gagnaveitu Helga- fellssveitar, var enginn verktaki á svæðinu sem hafði búnað til að taka að sér verkið. „Tengikerfið er hannað af Radíó- ver og mun Talnet sjá um að halda sjálfri tengingunni gangandi. Við urðum að fá verktaka frá Austur- landi til að leggja strenginn þar sem enginn verktaki á svæðinu var með samskonar búnað til taks. Tengi- búnaði við ljósleiðarann verður komið fyrir hjá öllum þeim íbúð- arhúsum, sumarhúsum eða fyrir- tækjum í sveitarfélaginu sem vilja tengjast ljósleiðarakerfinu. Heim- taugargjald, það er að segja kostn- aður við að fá tengingu frá stofn- grein ljósleiðarakerfisins inn í hús, er 165 þúsund krónur fyrir hverja tengingu en auk þess er 2600 króna tengigjald sem er borgað er mánað- arlega.“ Hilmar segir að stefnt sé að því að verkinu verði lokið fyrir áramót. Það sé ekki seinna vænna þar sem nú þegar hafi fyrrum internetsþjón- ustuaðili í Helgafellssveit lagt upp laupana. „Við vorum með þráðlausa nettengingu og var það fyrirtæk- ið Emax sem þjónustaði kerfið. Sú þjónusta hefur ekki gengið hnökra- laust fyrir sig og leiddi til þess að fyrirtækið einfaldlega gafst upp á að þjónusta okkur. Að minnsta kosti sáu forsvarsmenn Emax sér ekki fært að þrauka áfram með þjónustuna í Helgafellssveit fram að áramót- um eða þangað til að ljósleiðarinn yrði tengur. Það er auðvitað miður og kemur sér mjög illa fyrir marga. Nú verður fólk í sveitarfélaginu að reiða sig á 3G internettengingu sem næst ekki allsstaðar í sveitar- félaginu og er að auki mjög óáreið- anleg tenging. Þetta gengur auðvit- að ekki til lengdar en til allra ham- ingju þá gengur lagning ljósleið- arans mjög vel og er útlit fyrir að okkur takist að klára þetta fyrir ára- mót. Það er mikill áhugi fyrir þessu verkefni í sveitarfélaginu og mikl- ir hagsmunir enda mjög stórt verk- efni fyrir lítið sveitarfélag. Nú þeg- ar hafa yfir 50 beiðnir um tengingu borist Gagnaveitunni sem er mjög gott miðað við að þetta er sveitarfé- lag þar sem eru aðeins 18 lögbýli,“ sagði Hilmar í samtali við Skessu- horn. jsb Margir hafa beðið þess að tækni sem kölluð hefur verið ofurkæling við meðhöndlun fiskflaka og í upp- sjávarfiski nái einnig á vinnsludekk skipa við bolfiskveiðar. Þannig ná- ist að skapa hámarksgæði hráefn- is í bolfiski. Forsvarsmenn systra- fyrirtækjanna Skagans á Akranesi og 3X á Ísafirði telja sig hafa fund- ið og þróað þessa tækni. Ingólfur Árnason framkvæmdastjóri fyrir- tækjanna tekur svo djúpt í árinni að segja að þetta sé mesta bylting sem hann hafi unnið að í sambandi við bolfiskvinnsluna, en hann hafi þó unnið að þeim mörgum. Það sem meira er að hann þakkar árangur- inn samruna Skagans og 3X sem varð til við kaup þess fyrrnefnda á hinu á síðasta ári. Það sé með ólík- indum hvað tækni, verkþekking- in og reynsla í þessum fyrirtækjum samnýtist vel. Lausnin kom allt í einu „Ég hef verið að leita eftir því að geta útfært tæknina úr ofurkæling- unni á flökunum yfir í heila fisk- inn á vinnsludekkinu alveg frá því að við byrjuðum að vinna að kæli- tækninni fyrir 8-10 árum. Svo var það sem uppá vantaði í púsluspil- ið til staðar hjá 3X þannig að þar með var lausnin fundin,“ segir Ing- ólfur. Ofurkælingin byggir á því að kæla fiskinn með búnaði þar sem sjór er aðalkælivökvinn. Búnaður- inn til ofurkælingar á heila bolfisk- inn er ætlaður á vinnsludekk þeirra skipa sem hingað til hafa verið köll- uð ísfiskskip, þar sem að ís hefur verið notaður til kælingar hráefn- isins. Ingólfur í Skaganum segir að væntanlega verði þessi skip í fram- tíðinni kölluð ferskfiskskip, þar sem ís verður ekki lengur um borð í þeim. Við það léttist þau um 30-50 tonn með tilheyrandi vinnu- og ol- íusparnaði. Betri kæling en með ísnum Það eru tækni og lausnir sem 3X býr yfir í búnaði á vinnsludekki og kælitæknin hjá Skaganum sem sam- nýtist fyrirtækjunum svona vel. Of- urkælingin byggir á því að hráefn- ið eða afurðin er snöggkæld niður í mínus eina gráðu, sem er meiri kæling en næst þegar ís er notaður í lestum skipa en það er núll gráða. Ofurkælingin hefur verið nýtt til kælingar hráefnis í lestum skipa við veiðar á uppsjávarfiski en ekki verið þróuð fyrir bolfiskveiðiskipin fyrr en nú. Skaginn og 3X tóku upp samvinnu við Fisk Seafood á Sauð- árkróki sem er núna að láta breyta Málmey SK-1 úr frystiskipi í fersk- fiskskip í Póllandi. Búnaðurinn frá Skaganum og 3X verður komið fyr- ir í skipinu í desembermánuði og hann síðan prófaður út á sjó í byrj- un nýs árs. Rannsóknir staðið í hálft ár Ingólfur Árnason hjá Skaganum og Albert Högnason einn eiganda og frumkvöðull í 3X segir að vel hafi legið við að efna til samstarfs við Fisk Seafood. Auk þess sem fyrir- tækið er að breyta skipi á það syst- urfyrirtæki á Króknum þar sem stór hluti rannsóknanna við ofurkæl- inguna á heilfiskinum hefur farið fram síðasta hálfa árið. Það er rann- sóknarsetrið Iceprotein og einn- ig hefur komið að rannsóknunum starfsstöð Matís á Ísafirði. Marg- ir þættir voru rannsakaðir, m.a. hvort heili fiskurinn taki í sig vökva við meðhöndlunina, útlit og fersk- leiki hráefnis og ýmislegt fleira sem ganga þurfti úr skugga um. Rann- sóknirnar leiddu til jákvæðrar nið- urstöðu. Fiskurinn er ekki að taka í sig vökva þannig að ekki þarf að óttast að kvóti skerðist með nýju tækninni. Gerlafjöldi og bakteríur eru helmingi færri en við ískælingu. Þá er áferðin og þéttleiki í afurð- inni miklu betri en við ískælingu. Bætt blóðgunartækni stór þáttur Ingólfur í Skaganum segir að það að kæla fiskinn strax á vinnsludekk- inu breyti öllum forsendum til betri vegar. Þeirra gæti síðan í gegnum allt ferlið alveg á disk neytandans. Þessar forsendubreytingar koma strax inn ferlið í blóðgunarkerfinu við það að bætt var einum þætti í það kerfi. Það felst í því að fiskur- inn er nú settur undir háþrýsting í nokkrar sekúndur eftir blóðgun og með því næst að minnka til muna blóðmagn í fiskinum frá því sem var í eldra blóðgunarkerfi. „Það er strax stór þáttur að minnka sem mest blóðmagnið í fiskinum. Ekki aðeins er það að fiskurinn verði hvítari og með betri áferð, held- ur skerðir minna blóðmagn vaxt- armöguleika gerla og baktería. Við ofurkælinguna skerðast þessi mögu- leikar gerla og baktería til vaxtar enn frekar og það hægist á dauða- stirðnunarferlinu í fiskinum. All- ir þessi þættir bæta þéttleika fisks- ins og ekki síst lengja ferskleika og líftíma afurðanna, að við teljum um 5-7 daga,“ segir Ingólfur. Kæling- in sjálf er tölvustýrð. Við hana eru samþættir varmaskiptar, kælimiðill- inn glycol, sjór og salt. Norðmenn sýna áhuga Hluti af nýjum útfærslum á milli- dekki og ofurkælingu í Málmey SK byggir á lausnum sem 3X komu með í vinnsludekkinu á Helgu Maríu fyrir HB Granda á síðasta ári. Albert Högnason hjá 3X seg- ir að ofurkælingin á bolfiskinum og bætt áferð hráefnisins leiði til hagræðis á margan hátt. „Við of- urkælinguna með kælivökvanum í stað íssins verður hráefnið ein- sleitt og gott, alltaf eins. Kaup- andinn og verkandinn þarf þá ekki lengur að meta áður en það kem- ur í hús hvaða vinnsluaðferð verður beitt og nýtingu á hráefninu,“ seg- ir Albert. Þeir félagar segja að nýja tæknin komi til góða á margan hátt fyrir utan að stórauka ferskleika og gæði hráefnis og afurða. Það að losna við ísinn úr lestum skipa, leiði til mikils vinnu- og olíusparnaðar. Olían sparist ekki síst við það að skipin geti með nýju tækninni ver- ið lengur á veiðum en áður. Þegar er farið að kynna nýju tæknina á er- lendri grundu, enda hún talin geta hentað við meðhöndlun annarra af- urða. Norðmenn hafa til að mynda sýnt henni áhuga, einkum þeir sem eru í laxeldi, enda flytja Norðmenn gríðarlegt magn af laxi með bílum og nota ís þar til kælingar. Nýju tæknina telja þeir Ingólfur og Al- bert að geti leitt til þess að flutn- ingur á ferskfiski með skipum auk- ist frá því nú er og minnki að sama skapi með flugi. þá Á fundi velferðarnefndar í Borg- arbyggð 4. september síðastliðinn lýsti nefndin yfir þungum áhyggjum af skorti á félagslegu leiguhúsnæði í sveitarfélaginu, sér í lagi í litlum íbúðum og íbúðum fyrir aldraða. Sveitarstjórn Borgarbyggðar tek- ur undir áhyggjur velferðarnefndar. Að sögn Kolfinnu Jóhannesdóttur sveitarstjóra í Borgarbyggð á sveit- arfélagið 22 félagslegar leiguíbúðir og leigir auk þess þrjár íbúðir sem framleigðar eru með sömu skilyrð- um og á sömu kjörum og félagsleg- ar leiguíbúðir. Hún segir biðlista ekki langa en þó náist ekki að full- nægja eftirspurn. „Sveitarfélagið markaði þá stefnu fyrir allmörgum árum að fækka leiguíbúðum en tók upp sérstak- ar húsaleigubætur í staðinn. Með sérstökum húsaleigubótum er auk- in niðurgreiðsla á húsaleigu, þann- ig að greiðslubyrði á almenn- um markaði er áþekk og í félags- legu leiguhúsnæði og hefur þann kost að fólk velur sér sjálft hús- næði en er ekki bundið við íbúðir í eigu sveitarfélagsins,“ útskýrir Kol- finna. Hún segir húsnæðismarkað- inn hafa virst í nokkuð sæmilegu jafnvægi þar til íbúðirnar í Kaup- félagshúsinu við Egilsgötu fóru af leigumarkaði, en þá duttu af mark- aði einar 24 leiguíbúðir. „Blokkin í eigu Íbúðalánasjóðs við Arnarklett 26 fer langt með að fullnægja eftir- spurn eftir stórum leiguíbúðum en það er skortur á minni íbúðum til langtímaleigu. Þessi mál eru alltaf til skoðunar hjá okkur en þetta er staðan eins og hún blasir við núna. Við eigum fund með Íbúðalána- sjóði í byrjun október og þetta er eitt af því sem við munum taka upp þar, hvernig hægt verði að stuðla að fjölgun leiguíbúða á markaði,“ seg- ir Kolfinna Jóhannesdóttir. grþ Telja að ný tækni í meðhöndlun bolfisks valdi byltingu Ingólfur Árnason framkvæmdastjóri Skagans og 3X og Albert Högnason frum- kvöðull og einn eigenda í 3X. Falleg áferð og fylling í soðnum fiskstykkjum sem kæld voru með ofurkælingu. Áferðin og fyllingin í soðnum fisk- stykkjum sem kæld voru með ís Skortur á félagslegu leigu­ húsnæði í Borgarbyggð Lagning ljóðsleiðara í Helgafellssveit hófst um miðjan þennan mánuð og er sögð ganga vel. Ljósm. Sumarliði Ásgeirsson. Lagning ljóðsleiðara hafin í Helgafellssveit

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.