Skessuhorn


Skessuhorn - 24.09.2014, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 24.09.2014, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2014 Göngur og réttir komnar á fullt í sveitum landsins Nú er sá tími árs þegar bændur og búalið fara á fjöll, smala fé og reka til rétta. Það sem af er hausti hef- ur veður verið allavega, bæði gott og slæmt. Hvassviðri og rigning hefur einkennt sumar smala- mennskur og réttir og gerir það vinnuna talsvert erfiðari en ella. En bændur og þeirra fólk setur það ekki fyrir sig, enda ekki í boði ann- að en drífa hlutina af á tilsettum tíma. Svo hafa aðrir verið heppn- ari með veður og þá leikur lífið við fólk og fénað. Meðfylgjandi myndir eru héðan og þaðan frá liðnum vik- um. Lesendur er hvattir til að senda Skessuhorni skemmtilegar mynd- ir sem tilheyra fjárragi og öðr- um störfum haustsins á netfangið skessuhorn@skessuhorn.is mm Það var votviðrasamt í Kaldárbakkarétt í Kolbeinsstaðarhreppi, en þar var einna fyrst réttað á þessu hausti. Ljósm. sá. Þessi lambhrútur var skömmu síðar kominn í sinn dilk í Kaldárbakkarétt. Ljósm. sá. Meðfylgjandi mynd tók Þórhildur Þorsteinsdóttir bóndi á Brekku í Norðurárdal þegar verið var að flokka fé í sundur í þar til gerðum flokkara. Slík tæki geta verið afar gagnleg í fjárraginu. Í Fljótstungurétt. Hér gætir Vigdís Eyjólfsdóttir frænda síns Atla Jónssonar frá Kópareykjum á réttarveggnum. Ljósm. mm. Þórdís í Hrísum og Björn í Deildartungu með sitthvorn dilkinn í Fljótstungurétt. Ljósm. mm. Frá Brekkurétt í Saurbæ. Ragnheiður Pálsdóttir frá Hvítadal (lengst til vinstri) kíkir eftir sínu fé. Ljósm. bae. Laxdælingar voru heppnari með veður en margir aðrir á réttardegi sínum í Gillastaðarétt. Þar var veður með ágætum eins og á smaladegi. Leitir gengu vel og góðar heimtur af fjalli. Margt var um manninn líkt og áður á réttardegi þar sem menn hitta gamla vini og kunningja. Ljósm. bae. Réttað var í Ólafsvík um liðna helgi. Fjöldi fólks lagði leið sína í réttirnar þar sem gríðarlega góð stemning ríkti og veður jók á ánægjuna. Eftir leitina var boðið upp á kjötsúpu og annað góðgæti í fjárhúsinu á Lambafelli. Að sögn Ólafs Helga Ólafssonar fjár- bónda var um 360 kindum smalað. Einnig var á sama tíma réttað í Þæfusteinsrétt. Ljósm. af. Rigning og rok var í Arnarhólsrétt í Helgafellssveit sem fram fór um helgina. Ljósm. sá. Svipmynd frá réttarhaldinu í Ólafsvík. Ljósm. af. Jóhann Oddsson bóndi á Steinum í Stafholtstungum er hér við dilkinn sinn í Þverárrétt. Ljósm. gsj. Talið er að fyrstu veggir Fljótstunguréttar í Hvítársíu hafi verið hlaðnir fyrir réttum 180 árum. Nú er hún elsta fjárrétt sem enn er í notkun á landinu. Viðkvæm en virðuleg. Fé tómstundabænda í Ólafsvík kemur sem fyrr vænt af fjalli. Ljósm. þa.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.