Skessuhorn


Skessuhorn - 24.09.2014, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 24.09.2014, Blaðsíða 13
13MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2014 Stærsta sjávarútvegssýning á norðurslóðum! Organiser Official International publication Official airline/air cargo handler & hotel chain Þar er fjallað um allar hliðar fiskveiða í atvinnuskyni, allt frá fiskileit og veiðum, vinnslu og pökkun til markaðssetningar og dreifingar á fullunninni vöru til neytenda. Hafið samband við sýningarstjórnina í síma +44 132 982 5335 eða í netfanginu info@icefish.is Fyrsta íslenska sjávarútvegsráðstefnan verður haldin þann 25. september á vegum Matís og ríkisstjórnar Íslands og hana verða allir að sækja sem vilja hámarka arðsemi af vinnslu sjávarafurða. Fá sæti eru í boði svo ekki slá því á frest að bóka þátttöku á netinu. Official Logistics Company Official Icelandic publication Smáranum í Kópavogi dagana 25. - 27. september 11. 20 14íslenska www.icefishconference.com www.icefish.is Hafið samband við sýningarstjórnina í síma +44 132 982 5335 eða í netfanginu info@icefish.is Icefish 2014 Advert 250x190_Icefish A4 11/09/2014 16:35 Page 1 Norðurálsvöllur Pepsideild kvenna ÍA – Stjarnan Laugardaginn 27. september kl. 14.00 Allir á völlinn SK ES SU H O R N 2 01 4 Aðalstyrktaraðili leiksins er Bílar og dekk ehf bílaverkstæði SK ES SU H O R N 2 01 4 Skagamærin Rósa Guðrún Sveins- dóttir hyggst gefa út sína fyrstu sólóplötu 1. október næstkomandi. Platan ber nafnið Strengur Stranda og inniheldur níu frumsamin lög en textarnir sem allir eru á íslensku eru eftir föður Rósu, Svein Kristinsson. „Það má segja að platan standi sam- an af þjóðlagakenndu poppi undir jazz áhrifum. Tónlistina samdi ég síðustu árin og hún er mjög blönd- uð og frekar róleg,“ útskýrir Rósa. Hún hefur lagt stund á tónlist síð- an hún var barn eftir að hún byrjaði í Tónlistarskólanum á Akranesi níu ára gömul. „Ég fór svo í Tónlistar- skólann í Reykjavík eftir að ég klár- aði stúdentspróf því mig langaði að verða tónlistarkennari. En það fór þannig að ég tók algera U - beygju og skráði mig í líffræði við Háskóla Íslands. Ég kláraði líffræðina og tók svo aðra U - beygju, fór eiginlega hringinn og endaði í Tónlistarskóla FÍH. Þar lauk ég prófi í jazzsöng og kennsluréttindum,“ segir Rósa sem starfar sem tónlistarkennari í dag. Rósa er einnig í hljómsveit- inni Robert the Roommate sem gaf út plötu í fyrra og hljómsveitinni Jónas Sigurðsson og ritvélar fram- tíðarinnar, þar sem hún bæði leik- ur á saxófón og syngur. Rósa spil- ar einnig á flautu og gítar sem hún notar mest þegar hún flytur sína eigin tónlist. Rósa gefur plötuna út sjálf og er hún fjármögnuð með svokallaðri hópfjármögnun (e. crowdfund- ing). Hægt er að forpanta plötuna til niðurhals á Karolinafund.com og fjármagna í leiðinni framleiðslu hennar. Rósa mun fylgja plötunni eftir með stórum útgáfutónleikum sem haldnir verða í Iðnó sunnudag- inn 12. október. „Tónlistin á plöt- unni er útsett fyrir stóra hljóm- sveit; strengjakvartett, gítara, píanó og slagverk. Þannig að það verður heljarinnar band á útgáfutónleik- unum sjálfum.“ Rósa mun einnig koma fram á Akranesi eftir útgáfu plötunnar en hún hefur hug á því að vera með tónleika á Vökudögum og spila á jólatónleikum á Gamla Kaupfélaginu, líkt og hún hefur gert síðastliðin tvö ár. grþ Strengur Stranda kemur út 1. október næstkomandi. Fyrsta sólóplata Rósu Guðrúnar væntanleg Rósa Guðrún Sveinsdóttir á tónleikum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.