Skessuhorn


Skessuhorn - 24.09.2014, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 24.09.2014, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2014 Vörur og þjónusta PARKETLIST PARKETSLÍPUN OG LÖKKUN Sigurbjörn Grétarsson GSM 699 7566 parketlist@simnet.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is www.skessuhorn.is Þjónustuauglýsingar Skessuhorns Auglýsingasími: 433 5500 Það var gleði og eftirvænting ríkjandi í rútunni hjá félagskonum í Rebekkustúkunni Ásgerði núm- er 5 á Akranesi síðastliðinn föstu- dag þegar þær voru að leggja upp í helgarferð til Vestmannaeyja. Stúk- an er kvennadeild Oddfellowregl- unnar á Akranesi og félagsheim- ili reglunnar er sem kunnugt er í vesturenda hússins við Kirkjubraut þar sem Skessuhorn er meðal ann- arra með skrifstofu. Ágæt þátttaka var í ferðinni, 57 konur voru mætt- ar í rútuna þegar lagt var af stað fyrir hádegi á föstudaginn. Þegar til Eyja var komið var fljótlega lagt upp í skoðunarferð auk þess sem kíkt var í búðir, að sögn Kristnýj- ar Lóu Traustadóttur undirmeist- ara Ásgerðar. Á laugardeginum var haldinn félagsfundur ásamt stall- systrum í Eyjum. Eftir fundinn var tíminn nýttur til að skoða bæ- inn betur og m.a. lá leið margra í Eldheima, sem er gosminjasafnið í Eyjum. Kristný sagði að í hópnum hafi einmitt verið nokkrar kon- ur sem áttu heima í Eyjum þeg- ar gaus þar á sínum tíma, fluttu þá á Akranes og hafa búið þar síð- an. „Það var stórkostlegt að skoða safnið. Við fórum síðan heim með hádegisferð Baldurs á sunnudegin- um og lentum í smáveltingi vegna lægðarinnar sem þá gekk yfir land- ið. En allar komu þær aftur, eftir velheppnaða ferð,“ sagði Kristný að lokum. þá Nú, þegar menn hafa grátið úr sér augun yfir lélegu grillsumri og óseldu rollukjöti, kemur skýrsla frá OECD út. Ekki er hún falleg, því þar segir, að við Íslendingar séum í djúpum skít, hvað meðferð okk- ar á landinu viðkemur. Gróðureyð- ing af völdum ofbeitar sem borgað er með. Það er eins og ég kannist eitthvað við þetta! Jú, einmitt. Nokkuð sem ég hef bent hér á í skrifum mín- um, undanfarinn rúmlegan áratug. Við höfum nefnilega verið að borga með ofbeitinni en dregið lappirn- ar í að græða upp landið eins og til stóð þarna um árið. Hættum nú að stinga hausnum í sandinn og rífum okkur upp á ra…….. og gerum ær- lega tiltekt í þessu vandræðalega máli sem sauðfjárbúskapur hefur ratað í. Nú hvað er til ráða? 1. Hætta beingreiðslum. 2. Friða allt viðkvæmt land og koma fé í beitarhólf. 3. Framleiðum aðeins það sem við torgum hér innanlands. Sem þýðir að við getum refsað Rússum í leið- inni og hætt að selja þeim okkar dýrmæta gróður í formi kjöts. 4. Eflum uppgræðslu með lúp- ínu og hættum að vera svona of- boðslega hrædd við hana. Hún er ekki bara falleg heldur breytir hún eyðimörkinni í frjósaman jarð- veg. Hopar svo fyrir öðrum gróðri í fyllingu tímans. Þetta má sjá víða um land. 5. Stóreflum skógrækt. Ekki veit- ir af í þessu eldfjallalandi, þar sem koldíoxíðkvótinn getur gufað upp í einu gosi. Það er kominn tími til að tengja. Stórminnkum sauðfjárrækt, friðum öll viðkvæm svæði og græðum land- ið upp. Verum okkur ekki lengur til skammar í alþjóðasamfélaginu. Margrét Jónsdóttir, eftirlaunaþegi á Akranesi melteigur@simnet.is Nú fer að styttast í annan endann á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Á mánudaginn mættust Skagakonur og Blikar í Kópavoginum í næstsíð- ustu umferð Pepsí-deildar kvenna þar sem gestgjafarnir unnu með þremur mörkum gegn einu. Nið- urstaða leiksins breytti engu um örlög liðanna í deildinni þar sem fyrir leik var vitað að ÍA myndi enda neðst og Breiðablik í öðru sæti. Heimakonur voru mun sterk- ari aðilinn í fyrri hálfleik og skor- uðu fyrsta mark leiksins á 24. mín- útu. Á lokamínútu fyrri hálfleiks skoruðu þær grænklæddu svo ann- að mark úr vítaspyrnu. Seinni hálf- leikur var bragðdaufur en þó voru heimakonur alltaf með yfirhönd- ina í leiknum. Þær skoruðu svo sitt þriðja mark tíu mínútum fyrir leiks- lok og gerðu þar með út um leik- inn. Skagakonur náðu þó að klóra í bakkann með marki frá Guðrúnu Karítas Sigurðardóttur á lokamín- útu leiksins. Skagakonur eru því án sigurs í deildinni þegar ein umferð er eftir. Lokaleikur Skagaliðsins verð- ur gegn nýkrýndum Íslandsmeist- urum Stjörnunnar á Akranesvelli á laugardaginn og hefst hann klukk- an 14. jsb Pennagrein Grátið yfir grillinu www.skessuhorn.is Á þriðja þúsund síður af efni á ári – um 160.000 fréttir, tilkynningar, greinar og annað efni af Vesturlandi Þetta allt færðu í Skessuhorni – hvergi annars staðar Ertu nokkuð að missa af? Ertu áskrifandi? Áskriftarsíminn er 433-5500 og á heimasiðunni: www.skessuhorn.is Skagakonur töpuðu í Kópavogi Freisting vikunnar Haustið með tilheyrandi lægðum og skammdegi er að læðast að okk- ur. Þá er gott að ylja sér undir teppi, kveikja á kertum og taka því rólega á meðan vindurinn næðir og regnið lemur gluggana. En haustin eru ekki bara tími lægða og myrkurs, heldur þá er uppskerutími. Hægt er að nýta allskyns grænmeti í góðar og kraft- miklar súpur, svo sem íslensku kjöt- súpuna sem allir þekkja. Hér er hins vegar uppskrift af bragðgóðri, hollri og næringarríkri haustsúpu sem engan svíkur. Haustsúpa 1 msk. kókosolía 1 laukur, gróft saxaður 2 hvítlauksgeirar, saxaðir gróft 2 gr. ferskt engifer, saxað smátt eða rifið. ½ msk. cumin (ath. ekki kúmen) 1 msk. kóríander 1 tsk. kanill 1 tsk. negull 250 gr. tómatar 450 gr. sætar kartöflur 1 stór gulrót 750 ml. vatn 1 tsk. salt (Himalaya eða sjávar- salt) 1 gerlaus grænmetisteningur 20 gr. cashew hnetur, þurristaðar á pönnu 1 tsk. cayenne pipar (má sleppa) 1 msk. hnetusmjör (án viðbætts sykurs) Nokkur kóríanderlauf (má sleppa). Saxið allt grænmetið gróft. Setj- ið kókósolíu í pott og steikið lauk og hvítlauk þar til það mýkist. Bætið grænmeti og kryddi í pottinn, ásamt vatni og grænmetisteningi. Lát- ið suðu koma upp og lækkið hitann aðeins. Bætið hnetusmjörinu í. Lát- ið malla í 20 - 30 mínútur. Maukið með töfrasprota í þykka og bragð- mikla haustsúpu og berið fram. Holl og góð haustsúpa Félagar í Rebekkustúkunni Ásgerði í rútunni áður en hún lagði af stað frá Kirkjubraut 54-56 á föstudagsmorguninn. Hressar Oddfellowkonur fóru til Eyja

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.