Skessuhorn


Skessuhorn - 24.09.2014, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 24.09.2014, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2014 Árangur hefur náðst í slysavörnum til sjós Á undanförnum áratugum hefur banaslysum til sjós fækkað. Árin 1971 – 1980 voru þau 203, 116 ára- tuginn á eftir, 63 banaslys urðu á árabilinu 1991 – 2000 og 21 á fyrsta áratug þessarar aldar. Öðrum slys- um á hafi úti hefur einnig fækk- að. Engu að síður er mikið verk að vinna samanber að í fyrra voru á þriðja hundrað slys til sjós skráð hjá Sjúkratryggingum Íslands. Betur má því ef duga skal. Sífellt er unn- ið að slysavörnum og gegnir Slysa- varnaskóli sjómanna afar veiga- miklu hlutverki. Nýverið færði tryggingafélag- ið VÍS Slysavarnaskóla sjómanna tíu björgunargalla að gjöf og bæt- ast gallarnir við fjörutíu aðra sem félagið hefur áður fært skólanum. Þetta er í samræmi við samstarfs- samning sem endurnýjaður var í vor til þriggja ára. „Gallarnir eru í stöðugri notkun enda sækja um 2.500 nemendur námskeið okkar á hverju ári. VÍS hefur stutt dyggi- lega við Slysavarnaskólann um ára- bil og lagt mikið af mörkum í bar- áttunni fyrir auknu öryggi um borð í íslenska flotanum. Ekki bara með þessari árlegu gjöf heldur einnig markvissu forvarnarstarfi hjá við- skiptavinum sínum sem við veitum lið,“ segir Hilmar Snorrason skóla- stjóri. mm Auður Björk Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs VÍS afhendir Hilmari Snorrasyni skólastjóra Slysavarnaskóla sjómanna björgunargallana. Kallað eftir svörum vegna lögreglu­ og læknisleysis í Grundarfirði Á fundi bæjarstjórnar í Grundar- firði 11. september síðastliðinn, þar sem meðal annars var fjallað um atvinnumál í Grundarfirði, lýsti bæjarstjórn yfir áhyggjum sínum af því að hvorki hefur ver- ið ráðinn lögreglumaður né læknir í sveitarfélaginu líkt og áður hafði verið ráðgert. Fram kemur í fund- argerðinni að kallað verði eftir við- brögðum frá sýslumanni Snæfell- inga og Heilbrigðisstofnun Vest- urlands um málið. Að sögn Sigur- laugar R. Sævarsdóttur, skrifstofu- stjóra og staðgengils bæjarstjóra í Grundarfirði, hefur nú verið kall- að eftir þessum viðbrögðum. „Við viljum gjarnan vita hvað er að ger- ast, að HVE og sýslumaður upp- lýsi okkur um stöðuna í þessum málum. Í dag er málum háttað þannig að þrír læknar skipta með sér verkum á virkum dögum sam- kvæmt verktakasamningi. Um það var rætt í fyrra að auglýst yrði eft- ir lækni þegar verktakasamningur- inn rynni út. Sá samningur virð- ist hafa verið endurnýjaður án þess að við værum upplýst um stöðu mála,“ segir Sigurlaug í samtali við Skessuhorn. Enginn læknir er í Grundar- firði um helgar og hafa bæjaryfir- völd áhyggjur af því. „Það er erf- itt fyrir okkur að vera án læknis. Við erum að detta inn í annan vet- urinn þar sem enginn læknir er á staðnum um helgar. Næsti lækn- ir er í Ólafsvík og það getur skap- að mikið óöryggi yfir vetrartím- ann, sérstaklega í vondum veðr- um. Sent hefur verið bréf á stjórn- endur HVE og velferðarráðuneyt- ið þar sem við köllum eftir upplýs- ingum um stöðu mála og svörum um hvers vegna læknir hefur ekki enn verið ráðinn.“ Það sama er uppi á teningnum varðandi lögreglumál í Grundar- firði. Auglýsa átti eftir lögreglu- þjóni fyrir Grundarfjörð á síð- asta ári en bæjarstjórn hefur engar upplýsingar fengið um framgang þess máls. „Við höfum ekki fengið neinar upplýsingar og engin sam- skipti hafa verið við bæjaryfirvöld um málið. Það hafa því einnig ver- ið send bréf á sýslumann Snæfell- inga og innanríkisráðuneytið, þar sem óskað er eftir upplýsingum á því hvers vegna lögregluþjónn hef- ur ekki verið ráðinn. Við leggjum jafnframt áherslu á að vera upplýst um hvar málin standa enda er upp- lýsingaskortur alltaf slæmur,“ segir Sigurlaug að endingu. grþ Sjávarsmiðjan að Reykhólum verður að heilsulind Fjölskyldufyrirtækið Sjávarsmiðj- an hefur boðið upp á þaraböð og kaffihús á Reykhólum undanfarin ár. Böðin hafa vakið mikla lukku, bæði meðal Íslendinga og er- lendra ferðamanna, og hefur það verið langþráður draumur inn- an fyrirtækisins að auka við starf- semina og byggja undir hana nýtt húsnæði. „Ég og maðurinn minn byrjuðum árið 2011 að aðstoða móður mína, en hún er frumkvöð- ullinn að þaraböðunum. Hugs- unin var að byrja á að bjóða upp á þaraböð í því bráðarbirgðahús- næði sem við erum í núna, ákeðin tilraun sem hefur svo vaxið fiskur um hrygg. Fjöldi gesta hefur auk- ist með hverju ári og sumir koma aftur og aftur. Okkur langar því að geta boðið upp á fleiri böð og betri þjónustu,“ segir Kristín Ingi- björg Tómasdóttir í samtali við Skessuhorn. Vandað til skipulags Kristín og Stefán Björnsson, unn- usti hennar, reka Sjávarsmiðjuna ásamt foreldrum Kristínar, þeim Svanhildi Sigurðardóttur og Tóm- asi Sigurgeirssyni. Þau hafa, í sam- vinnu við Reykhólahrepp, unnið að skipulagningu svæðisins frá þorp- inu og niður að sjó við Þörunga- verksmiðjuna og meðfram strönd- inni. Á jörðinni er gert ráð fyrir af- mörkun 10 þúsund fermetra lóðar fyrir þjónustuhúsnæði Sjávarsmiðj- unnar. Þar hafa þau einnig hug á að byggja laugar og potta, auk smáhýsa til gistingar. „Það þurfti að breyta aðalskipulaginu þar sem jörðin var áður skipulögð fyrir landbúnað en ekki ferðaþjónustu. Við höfum unnið að þessum skipulagsbreyt- ingum í að verða tvö ár. Þetta tek- ur tíma því það er margt sem þarf að skoða og margir sem koma að því. En nú eru skipulagsbreyting- arnar komnar í gegn og við erum að vinna í að fjármagna verkefnið að fullu með möguleika á aðkomu annarra,“ segir Kristín. Nýta hráefni úr heimabyggð Að sögn Kristínar tekur fólk vel í þessa hugmynd enda er eftirspurn eftir þessari þjónustu á landinu. „Við erum eini staðurinn á landinu þar sem boðið er upp á þaraböð, að mér vitandi. Við höfum lengi unn- ið að því að koma upp heilsumið- aðri þjónustu þar sem við nýtum þarann og allt sem staðurinn hef- ur upp á að bjóða. Við nýtum hrá- efni héðan úr sveitinni, beint frá Þörungaverksmiðjunni og heita hveravatnið héðan. Úr því verða til þessi heilsubætandi böð, þar sem leðjan sest til botns og gestir hafa nýtt til að bera enn frekar á húð- ina.“ Til hliðar er maski, sem fólk getur borið á sig á meðan það er í baðinu. Að sögn Kristínar er gott að liggja í 20 til 30 mínútur í heita vatninu til að baðið skili tilætluð- um árangri. „Það tekur tíma fyrir húðina að opnast svo hún geti tek- ið við þeim efnum sem þaraböðin gefa húðinni, en í þaraböðunum er mikið af andoxunarefnum, vítam- ínum og steinefnum. Húðin er al- veg dúnmjúk þegar maður kemur uppúr og böðin hafa til dæmis góð áhrif á appelsínuhúð, öldrun húð- ar, þurra húð, exem og psoriasis,“ útskýrir Kristín. Bygging sem fellur inn í náttúruna Hingað til hefur Sjávarsmiðjan ein- ungis verið opin yfir sumartímann. Er það vegna þess að í því húsnæði sem notast hefur verið við er eng- inn hiti og verður því kalt þar inni yfir veturinn. Þá hefur Sjávarsmiðj- an verið með lítið kaffihús fyrir viðskiptavini. Þar hafa verið í boði heilsudrykkir, salöt, kaffidrykkir og vöfflur. Með fyrirhuguðum breyt- ingum er hugsunin að bjóða upp á heilsulind að Reykhólum, sem opin verður allan ársins hring. „Við vilj- um geta boðið fólki upp á heit sjáv- arböð, nuddmeðferðir, gistingu og fleira. Allt við sjóinn og fjöruborð- ið. Að fólk geti verið hér í einn til sjö daga í rólegri meðferð. Ætlunin er að byrja smátt, til dæmis varðandi gistingu og vera með á bilinu 14 - 30 herbergi til að byrja með. Okkar hugmyndir ganga útfrá því að geta verið með veitingar, þar sem boð- ið verður upp á hollt og náttúru- legt fæði.“ Ætlunin er að byggingin falli inn í náttúruna eins og hægt er og segir Kristín að áhersla sé lögð á að hún muni ekki skyggja á það fal- lega útsýni sem á staðnum er. Hún segir að draumurinn sé að eitthvað af þessari framtíðarsýn verði að veruleika innan tveggja ára. „Það er draumurinn, þó það yrði tekið í litlum skrefum og ekki hægt að opna allt á sama tíma. Við gætum til dæmis byrjað á því að opna böð- in en gistinguna síðar. En þetta á allt eftir að koma betur í ljós með tímanum,“ segir Kristín Ingibjörg Tómasdóttir hjá Sjávarsmiðjunni. grþ Hér má sjá þrívíddarskissu af sjávarböðunum. Á þessu korti má sjá staðsetningu baðanna á Reykhólum. Kristín Ingibjörg Tómasdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.