Skessuhorn


Skessuhorn - 24.09.2014, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 24.09.2014, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2014 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudög- um. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáaug- lýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.480 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.150. Verð í lausasölu er 600 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir, blaðamaður gudny@skessuhorn.is Jóhann Skúli Björnsson, blaðamaður jsb@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Tinna Ósk Grímarsdóttir (vefauglýsingar) tinna@skessuhorn.is Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Byggðavandamál nútímans Orðið byggðavandi er í raun slæmt. Það er enginn vandi að búa úti á landi, það er bara spurning um hvaða kröfur fólk setur. Það sem sumum finnst galli við byggð eða byggðarlag getur öðrum þótt kostur. Þannig getur þeim sem sækjast eftir ró og friði úti í nátturunni, sem lengst frá skarkala stór- borganna, þótt það kostur að vegasamgöngur séu bágbornar, móttökuskil- yrði ljósvakamiðla og síma lítil sem engin og fámenni hamli eðlilegri þróun og viðgangi. Sá hinn sami er þó líklega sérvitringur. En án gríns þá lenda byggðir í vanda ef skortur er á mörgu því sem þykir sjálfsagt í þéttbýlinu, í nútíma samfélagi. Nefna má galla að hafa slæma vegi, ef byggðarlag hef- ur hlutfallslega fátt ungt fólk, skólar eru litlir og veikburða, heilsugæsla léleg og áfram mætti telja. Þau svæði sem þannig eru sögð í mestri vörn eru Vestfirðir, svæði á norðaustanverðu horni landsins og svæðið frá Höfn til Víkur í Mýrdal. Það sem einkenni þessi svæði séu litlir búsetukjarn- ar, langt frá hver öðrum. Einnig byggi þessi svæði að miklu leyti á frum- vinnslugreinum. Það þýði að fjölbreytnina skortir og smám saman kvarn- ast úr þessum samfélögum. Þau verða Hornstrandir 21. aldarinnar ef ekk- ert verður að gert. Ef vilji er hins vegar til að snúa vörn í sókn kallast það byggðaaðgerð, tilflutningur fjármuna frá þeim betur stæðu til hinna. Bent hefur verið á að alvarlegur byggðavandi eigi við um tiltölulega lít- inn hluta þjóðarinnar, á að giska 5%. Því sé tiltölulega auðvelt að bregð- ast við honum með markvissum hætti ef vilji er fyrir hendi. Ekki fleiri Hornstrandir, segja flestir. En ég held að nútíma byggðavandi nái til miklu stærri hluta þjóðarinnar en fyrrgreindra fimm prósenta sem búa á strjálbýl- ustu svæðum landsins; á útnárum í vestri, norðri eða austri. Á öllu landinu þar sem síma- og netsamband er stopult eða lélegt er alvarlegur byggða- vandi, lúmskari en jafnvel færustu sérfræðinga grunar. Nýlega gerðum við á Skessuhorni könnun á vef okkar þar sem við spurðum þeirrar spurning- ar; hvernig fólki fyndist síma- og netsamband vera á landsbyggðinni? Svör- in voru óvenjulega mikið á eina lund. 80% þeirra sem tóku þátt í könn- uninni töldu síma- og netsamband vera mjög eða frekar slæmt úti á landi. Hafi fólk fylgst með þróun síma og raunar símtölva, eins og réttara væri að kalla þessi nútíma snjalltæki, þá er enginn landsmaður í yngri kantin- um maður með mönnum nema að eiga Iphone, spjaldtölvu eða annað slíkt tæki. Raunar eru þessi tæki flest frekar lélegir símar, en þess betri tölvur. En það er eitt lykilatriði: Þú verður að komast á netið til að hafa gagn af þessum tækjum. Þannig hefur heyrst að unglingar hafi samþykkt að fara í sumar í útilegur með foreldrum sínum, með einu skilyrði. Það yrði að vera gott síma- og netsamband á tjaldstæðinu. Annars færu þeir ekki fet. Ég leyfi mér að halda því fram að nú séu það jafnvel ekki lengur slæm- ir vegir, ástand verslunar og þjónustu, heilsugæslu eða félagsstarfs til sveita sem fyrst er spurt um þegar yngra fólk íhugar búsetu á landsbyggðinni. Til að það taki hreinlega í mál að flytja á landsbyggðina er það skilyrði sett í efsta þrep að gott síma- og netsamband sé til staðar. Það megi frekar sætta sig við ýmsan annan svokallaðan byggðavanda. Enginn afsláttur verður gefinn af góðu þráðlausa netsambandi. Það sama mun svo eiga við erlenda ferðamenn sem flakka um með hjálp þessara tækja um framandi slóðir. Ef netið er ekki til staðar, er einfaldlega farið annað. Á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi í liðinni viku var rætt um ýmis mál sem snerta landsbyggðina og hvar úrbóta er þörf. Betri fjarskipti voru þar oft nefnd, jafnvel oftar en arfaslakir vegir og vegleysur, skattheimta ríkisins og skort- ur á samráði ríkis og bæja. Nei, stopult eða ekkert síma- og netsamband er stærsta byggðavandamál dagsins í dag. Það á að vera forgangsmál stjórn- valda að koma þeim málum í betra lag, strax. Magnús Magnússon Hillir undir lok hvalvertíðar „Við ætlum að sjá til hvernig þessi vika verður. Þetta eru eilífar brælur og hætt við að það sé farið að stytt- ast í þessu hjá okkur. Skipin eru þó að fara út núna,“ sagði Gunnlaug- ur Fjólar Gunnlaugsson stöðvar- stjóri í Hvalstöðinni í samtali við Skessuhorn síðastliðinn mánudag. Þá var reyndar ekki langt liðið frá því hvalveiðiskipin komu síðast inn með feng. Það var á laugardags- morgun þegar Hvalur 9 kom með tvær langreyðar og Hvalur 8 með eina. Þá eru komnir 133 langreyðar á vertíðinni sem byrjaði um miðjan júnímánuð. Eftir er þá að veiða 21 dýr af kvótanum sem gefinn var út fyrir vertíðina. Gunnlaugur Fjólar telur hæpið að upp í hann veiðist þar sem brælur og styttri birtutími hamli veiðum þegar þessi tími er kominn. þá/ Ljósm. mm. Hafdís Fjóla Ásgeirsdóttir verður skólameistari FVA til áramóta Hafdís Fjóla Ásgeirsdóttir var settur skólameistari Fjölbrautaskóla Vest- urlands á Akranesi af Illuga Gunn- arssyni menntamálaráðherra þegar Atli Harðarson lét af störfum 15. september síðastliðinn. Hún mun gegna stöðunni til áramóta. Í vor var hún ráðin til að gegna stöðu að- stoðarskólameistara í fjarveru Jens Baldurssonar en fljótlega eftir það kom í ljós að Atli myndi hverfa til annarra starfa. Hafdís mun sinna starfi skólameistara þar til skipað- ur verður varanlegur skólameistari um áramótin. Dröfn Viðarsdótt- ir áfangastjóri sinnir skyldum að- stoðarskólameistara fram að þeim tíma en þá mun Hafdís Fjóla aftur taka við því starfi. Að sögn Hafdísar var ákveðið að verkefnaráða kenn- ara sem nú þegar starfa við skólann til að dreifa álaginu í þennan stutta tíma, fremur en að ráða nýtt fólk. Hafdís Fjóla lauk prófi frá Kenn- araháskóla Íslands 1981 og er auk þess með meistarapróf í uppeldis- og menntunarfræðum með áherslu á sérkennslu frá 2001. Árið 2002 hóf hún störf við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi og hefur hún starfað þar síðan sem deildar- stjóri á starfsbraut auk þess að sinna kennslu í stærðfræði og dönsku. Skólaárið 2009 - 2010 gegndi Haf- dís starfi aðstoðarskólameistara í fjarveru Atla Harðarsonar. grþ Stórhýsi rís á Akranesi Í síðustu viku var byrjað að reisa veggeiningar nýja ÞÞÞ hússins við Kalmansvelli á Akranesi. Nýja bækistöð þessa gamalgróna flutn- ingafyrirtækis verður ekkert smá- hýsi. Það verður um 1700 fer- metrar á tæplega 1500 fermetra gólffleti og mun stærra en núver- andi hús við Dalbraut sem Akra- neskaupstaður keypti á liðnum vetri. Um mánuður er síðan steypt var með sökklum hússins og mun ÞÞÞ húsið rísa hratt. Verksamn- ingar gera ráð fyrir að það verði tekið í notkun um næstu áramót. ÞÞÞ húsið er önnur iðnaðar stór- byggingin sem rís á Akranesi frá bankahruni. Viðbygging Skag- ans við Krókalón, sem tekin var í notkun á síðasta ári, var nákvæm- lega jafn stór í fermetrum talið. Fleiri húsbyggingar eru nú að þokast af stað á Akranesi. Fyr- ir skömmu var til að mynda byrj- að að reista nýtt einbýlishús við Baugalund. Það er byggt úr ein- ingum frá Smellinn líkt og hús ÞÞÞ. þá Ísbjörn reyndist vera sjórekin kind Tveir nemendur í 10. bekk Brekku- bæjarskóla á Akranesi fundu dauða kind þegar þeir voru á ferð í fjörunni við Breið í síðustu viku. Það voru þær Aldís Ísabella Fannarsdóttir og Olga Katrín Davíðsdóttir Skar- stad sem fundu hræið en stúlkurn- ar voru þá í leit að góðu myndefni fyrir náttúrufræðiverkefni í skól- anum. „Við vorum í skólanum og fengum leyfi til að fara niður í fjöru til að taka myndir af náttúrunni. Við ætluðum svo að senda þær mynd- ir í ljósmyndasamkeppni sem heit- ir „Íslensk náttúra.“ Þegar við vor- um komnar niður í fjöru sáum við fljótlega eitthvað hvítt flykki í grjót- garðinum en gátum ekki alveg gert okkur grein fyrir hvað það væri. Við fórum því örlítið nær. Í fyrstu héld- um við að um ísbjörn eða ísbjarnar- hún væri að ræða. Við færðum okk- ur mjög varlega nær þessu hvíta flykki og sáum loks, okkur til mikils léttis, að þetta væri dauð rolla en ekki lif- andi ísbjörn.“ Þær stúlkur segja að aðkom- an hafi ekki ver- ið hugguleg þar sem nánast all- ur haus kind- arinnar var far- inn og skrokk- urinn illa farinn eftir volkið í sjónum. „Við sáum að kettir voru að sækja í hræið svo við hringdum í lögregluna og sögðum henni frá fundinum og fórum svo aftur upp í skóla. Áður en við fór- um úr fjörunni tókum við þó mynd- ir af þessu öllu saman og munum við senda þær í ljósmyndakeppnina ásamt öðrum myndum,“ sagði Aldís í samtali við Skessuhorn. jsb Byrjað er að reisa veggeingarnar ÞÞÞ hússins við Kalmansvelli. Ein af þeim myndum sem þær stöllur tóku af hræinu og munu senda í ljósmyndasamkeppni. Ljósm. Aldís og Olga.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.