Skessuhorn


Skessuhorn - 24.09.2014, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 24.09.2014, Blaðsíða 15
15MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2014 nefna að finna verður lausn á lífeyr- isskuldbindingum starfsfólks hjúkr- unarheimila, en þau mál væru óleyst í samskiptum ríkis og þeirra sveitar- félaga sem reka hjúkrunarheimili. Rætt var um að skerpa verði á stefnu- mörkun í verkefnum landshlutasam- taka og hvaða hlutverki þau eiga að þjóna í framtíðinni. Yfirfærslu verk- efna verði að vinna betur en gert var t.d. þegar málefni fatlaðra fóru frá ríki til sveitarfélaga. Spurt var um möguleika á að skipta útsvarstekjum þeirra sem hefðu tvöfalda búsetu. Þá skapaðist talsverð umræða um lélegt ástand vega í dreifbýli. Bent var á að 45% af tengivegum á land- inu væri í Norðvesturkjördæmi. Þar væri óviðunandi viðhald og ástand malarvega. Þá var rætt um misskipt- ingu tekna sveitarfélaga þegar stór- ar framkvæmdir í atvinnuuppbygg- ingu eiga sér stað. Sveitarfélaga- mörk væru á stundum ekki sann- gjörn þegar kæmi að því að stórfyr- irtæki greiði aðstöðugjöld. Mikið var rætt um ástand síma- og netsam- bands á landsbyggðinni og að slíkt myndi, ef ekki yrði ráðin bragarbót á, mögulega leiða til þess að ungt fólk flytti ekki á landsbyggðina. Í umræðunum kom fram að góð fjar- skipti væru brýnasta byggðamálið í dag. Auk þessa var komið inn á raf- orkukostnað til húshitunar, daggjöld á öldrunar- og hjúkrunarheimilum og margt fleira. Viðurkenningar fyrir langa setu í sveitarstjórnum Eftir að pallborðsumræðum lauk á aðalfundi SSV kynnti Vífill Karls- son hjá SSV niðurstöður íbúa- og fyrirtækjakönnunar á Vesturlandi sem unnin var fyrr á þessu ári. Vís- ast í aðra frétt hér í blaðinu um hana. Að loknum aðalfundi buðu Dalabyggð og SSV fundarmönn- um til samsætis í Leifsbúð. Þar var sjö sveitarstjórnarmönnum af- hentar gjafir og þakklætisvottur frá SSV fyrir störf að sveitarstjórnar- málum. Allir áttu það sammerkt að hafa setið í sveitarstjórnum á Vest- urlandi í tvo áratugi eða lengur. Þeirra lengst hafði Davíð Péturs- son oddviti frá Grund í Skorradal starfað í hreppsnefnd, eða í 48 ár og þar af í 44 ár sem oddviti. Davíð var ekki viðstaddur samkomuna en færði henni kveðjur. Þá hefur Guð- bjartur Gunnarsson á Hjarðarfelli setið í sveitarstjórn Eyja- og Mikla- holtshrepps í fjóra áratugi. Auk þeirra fengu viðurkenningar fyrir tveggja áratuga störf í sveitarstjór- num þeir Hallfreður Vilhjálmsson í Hvalfjarðarsveit, Davíð Sveinsson í Stykkishólmi og Skagamennirnir Gunnar Sigurðsson, Guðmundur Páll Jónsson og Sveinn Kristinsson. Þeim var öllum færð að gjöf mynd eftir Ásu Ólafsdóttur listamann í Lækjarkoti í Borgarbyggð. mm Kæri viðtakandi, Í tilefni af 10 ára afmæli Fjölbrautaskóla Snæfellinga verður opið hús í skólanum þann 30. september og 1. október. Allir velunnarar FSN eru hvattir til að koma á skólatíma frá kl. 8:30-15:50 og kynna sér starfsemi skólans. Jón Eggert Bragason, skólameistari Þeir fengu viðurkenningu fyrir langt starf í sveitarstjórn. F.v. Guðbjartur Gunnars- son í Eyja- og Miklaholtshreppi, Davíð Sveinsson Stykkishólmi og Skagamennirnir Guðmundur Páll Jónsson, Gunnar Sigurðsson og Sveinn Kristinsson. Á myndina vantar Davíð Pétursson i Skorradal og Hallfreð Vilhjálmsson í Hvalfjarðarsveit. Vel fór á með Jóni Jónssyni menningarfulltrúa Vestfjarða og kollega hans á Vesturlandi, Elísabetu Haraldsdóttur. Félagarnir Sturla Böðvarsson og Einar K Guðfinnsson á tali. Ingveldur Guðmundsdóttir tekur nú við formennsku í stjórn SSV. Litlir rekstrarlegir kostir taldir við sameiningu sveitarfélaga á Vesturlandi Niðurstaða nýrrar skýrslu um sameiningar sveitarfélaga á Vesturlandi Hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi er komin út skýrsla með helstu niðurstöðum sem byggja á könnun á viðhorfi sveit- arstjórnarfólks á Vesturlandi til ýmissa þátta er viðkemur rekstri, samstarfi og hugsanlegri samein- ingu sveitarfélaga í landshlutanum. Höfundar skýrslunnar eru dr. Víf- ill Karlsson og Torfi Jóhannesson. Samkvæmt niðurstöðum þeirra yrði mestur ávinningur smærri sameininga sveitarfélaga á Vestur- landi við sameiningu Dalabyggðar, Reykhólasveitar og Strandabyggð- ar. Því næst kæmi sameining Snæ- fellsness í eitt sveitarfélag. Sveit- arfélagið Akraborg sem talað hef- ur verið um að næði til sameining- ar sveitarfélaganna sunnar Skarðs- heiðar er ekki góður kostur. Enn síður verði ábati af sameiningu Borgarbyggðar, Skorradalshrepps og Eyja- og Miklaholtshrepps og sístur ef nokkur af sameiningu Helgafellssveitar og Stykkishólms. Skýrslan var kynnt á haustfundi SSV í Búðardal sl. fimmtudag. Skýrsluhöfundar treysta sér ekki til að mæla með sameiningu sveit- arfélaga í landshlutanum. Í henni segir m.a varðandi sameiningar smærri sveitarfélaga að íbúaþró- un smæstu sveitarfélaga á Vestur- landi, einkum þeirra sem ekki státa af þéttbýlismyndun, komi til með að þrýsta á sameiningu þeirra við önnur í náinni framtíð. Fjögur ár eru liðin frá því SSV lét gera skýrslu um sameiningu sveitar- félaga á Vesturlandi og þá einkum um kosti þess að sameina Vesturland í eitt stórt sveitarfélag. Skýrsluhöf- undar voru þá þeir sömu að viðbætt- um Elíasi Árna Jónssyni. Sú skýrsla sýndi að þegar er mikið samstarf milli sveitarfélaganna á Snæfells- nesi annars vegar og í Borgarfjarð- ar- og Mýrasýslu hins vegar. Dala- byggð hefur ákveðið samstarf við Borgarbyggð en stendur að mestu leyti sjálfstætt. Í framhaldi af þess- ari skýrslu vaknaði áhugi á að skoða nánar möguleika á umfangsminni sameiningum sveitarfélaga á Vestur- landi. Geta má þess í framhjáhlaupi að þegar liggur fyrir að fulltrúar Dalabyggðar og nágrannasveitar- félaga í norður, Reykhólahreppur og Strandabyggð, komi saman inn- an skamms til að ræða mögulega sameiningu. Það er gert á grundvelli vilja íbúanna sem kannaður var sam- hliða sveitarstjórnarkosningum síð- asta vor. Samvinna bæti gæði þjónustu Niðurstaða nýútkominnar skýrslu um viðhorf sveitarstjórnarfólks til sameiningar smærri sveitarfélaga á Vesturlandi leiddi m.a. í ljós að sameiningar dragi úr samheldni samfélaganna og kjörsókn myndi minnka. Búast megi við að hreinn ábati sameininga yrði einhver. Mikill vilji er til staðar fyrir auknu samstarfi sveitarfélaga á Vestur- landi. Rekstrarlegur ávinning- ur af samstarfi í stað sameininga yrði kannski ekki eins mikill og við sameiningar, en hann myndi ekki bitna á kjörsókn, aðgengi að þjón- ustu og samheldni. Samstarf gæti líka aukið gæði þjónustu og gert það mögulegt að sveitarfélög réðu við fleiri opinber verkefni sem rík- ið hefur rekið fram til þessa líkt og gerist við sameiningar. Það virðist því vera annar valkostur að horfa frekara til samstarfs sveitarfélaga á Vesturlandi. Í niðurstöðunum segir einn- ig að vafi leiki á því hver rekstrar- legur ávinningur sveitarfélaga yrði af sameiningu þeirra. Fyrri rann- sóknir á Íslandi og erlendis gefi ekki einhlítar niðurstöður um að sameiningar leiði til bættrar af- komu. Einhver möguleiki sé á að gæði þjónustu sveitarfélaga batni við sameiningar en aðgengi versni fyrir þá íbúa sem ekki búa nærri miðju þess. Staða lýðræðis myndi versna við sameiningar. Þá er út- lit fyrir að kjörsókn drægist sam- an við sameiningar. Þetta styðji er- lendar sem innlendar rannsóknir sem og sú rannsókn sem ráðist var í við vinnslu skýrslunnar. Skýrsluna í heild má finna á vef Samtaka sveitarfélaga á Vestur- landi; www.ssv.is þá

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.