Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.08.2014, Page 4

Fréttatíminn - 08.08.2014, Page 4
H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA Mér finnst mjög áhuga- vert að fá tækifæri til að þjálfa upp fagmennsku innan stéttar- innar. veður Föstudagur laugardagur sunnudagur NA-gjólA á Vestfjörðum, rigNiNg NA- og A-lANds, eN þurrt sV-til. HöfuðborgArsVæðið: Þurrt, en skýjað að mestu. NA-átt. smá VætA N- og NA-lANds, eN bjArt suNNAN og suðVestANlANds. HöfuðborgArsVæðið: Hægur vindur og fremur sólríkt. AllHVöss N- og NA-átt og kólNAr Heldur. Að mestu skýjAð og VætA NA-til. HöfuðborgArsVæðið: n-gjóla og skýjað með köflum. á laugardag sýnir sólin sig í reykjavík vindur er að snúast út í na-átt og svo verður yfir mest alla helgina. Strekk- ingur norðvestantil í dag og á morgun og allhvasst verður víða um land á sunnudag. Nær samfelld rigning norðan- og austanlands í dag, en minni væta á morgun, suddi eða smá rigning. SV- og S-lands léttir hins vegar til og þar verður vindur að auki hægur. Á sunnudag nálgast lægð úr austri og þá þarf að gæta að vindinum. Kólnar líka heldur. 12 9 11 14 12 14 13 13 12 12 13 10 10 10 13 einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is  KirKjan um 20 íslensKir prestar starFa í noregi Séra Sigríður Guðmarsdóttir hefur verið ráðin prófastur hjá norsku kirkjunni og er fyrsti útlendingurinn til þess. Skipulag innan norsku kirkjunnar er annað en hér á landi og verður Sigríður þar yfirmaður sem hefur umsjón með störfum presta. Vegna atvinnuleysis íslenskra presta hafa þeir sótt til Noregs og segir Sigríður það nýtast stéttinni til lengri tíma. Þ að hefur aldrei áður gerst að útlend-ingur hafi verið ráðinn prófastur í Noregi,“ segir séra Sigríður Guð- marsdóttir sem þann 1. september tekur við sem prófastur í Brønnøysund en bær- inn er Íslendingum hvað kunnastur sem sögusviðiðið í þáttunum Himmelblå. Sig- ríður hefur verið sóknarprestur við Guð- ríðarkirkju í Grafarholti en hefur fengið árs leyfi frá Biskupsstofu. Hún er hins vegar fastráðin hjá norsku þjóðkirkjunni en fær árs umhugsunarfrest. „Kannski kem ég aftur eftir ár en kannski verð ég áfram í Noregi,“ segir hún. Skipulag innan norsku kirkjunnar er ólíkt því sem gerist á Íslandi og það heillaði Sigríði. „Hér höfum við sóknir, prestaköll og svo prófastsdæmi. Í Noregi hafa presta- köllin í raun verið afnumin en þess í stað vinna prestar saman undir stjórn prófasts sem ræður hvaða prestur messar á hverjum stað, hvernig vinnuframlagnu er skipt og skrifar auk þess upp á alla reikninga. Á Ís- landi stjórna prestar að mestu störfum sín- um innan hvers prestakalls sem hefur bæði kosti og galla. Mér finnst mjög áhugavert að fá tækifæri til að þjálfa upp fagmennsku innan stéttarinnar og þess vegna leitaði ég eftir prófaststarfi,“ segir hún. Sigríður gaf kost á sér sem biskup Ís- lands í síðustu biskupskosningum og seg- ir hún kosningabaráttuna hafa verið mjög skemmtilega. „Fólk spurði mann fjölda spurninga og ég þurfti að velta fyrir mér hlutum sem ég hafði lítið hugleitt áður. Skipulag prestþjónustunnar, fagmennska og samvinna urðu mér hugleiknari eftir það og má því segja að þátttaka í biskupskosning- unum hafi ýtt undir þennan áhuga. “ Það sætir tíðindum í Noregi að erlendur ríkisborgari fái yfirmannsstöðu hjá norsku kirkjunni og hefur Sigríður þegar farið í stórt viðtal í héraðsfréttablaðinu. „Eitt af mínum fyrstu verkefnum verður að fara á námskeið hjá menningarmálaráðuneytinu í Osló ásamt öðrum nýjum próföstum. Þar verð ég eina konan og eini útlendingurinn,“ segir hún. En Sigríður er einnig doktor í guðfræði og meðfram því að starfa sem prófastur í Noregi kennir hún trúarheimspeki við Háskóla Íslands á komandi vetri og heldur áfram meistaranámi sínu í menntavísinum. Hún er fjarri því að vera eini íslenski presturinn sem leitar til Noregs því alls eru þeir um 20 talsins. „Eftir hrun fóru fyrstu prestarnir til Noregs. Það er atvinnuleysi meðal presta á Íslandi en prestastéttin er að eldast og eftir nokkur ár verða mörg brauð laus sem þarf að fylla fljótt. Það er því gott að prestar starfi sem prestar ann- ars staðar, í stað þess að fara yfir í önnur störf, og það mun nýtast íslensku presta- stéttinni til frambúðar.“ erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Séra Sigríður Guðmarsdóttir fékk aukinn áhuga á skipulagi innan kirkjunnar eftir að taka þátt í biskupskosningunum og fór að líta Noreg hýru auga. Mynd/Hari Fyrsti útlenski prófasturinn í Noregi 50 sagt upp 50 starfsmönnum fyrirtækisins Sparnaðar var sagt upp í vikunni. Uppsagnirnar verða dregnar til baka náist samningar við Seðla- bankann vegna reglna um gjaldeyrismál. Píratar gegn drónum Þingflokki Pírata hugnast illa fyrirhuguð notkun lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu á drónum. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn Viðskiptablaðs- ins vegna ætlana lögreglunnar um að festa kaup á drónum til nota við lögreglustörf. Hörður Jóhannesson, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir einu fyrirstöðu þess að drón séu ekki þegar í notkun lög- reglu vera fjárskort. 75% sölu- aukning Áætlanir TM Software gera ráð fyrir að á þessu ári verði seldur Tempo-hugbúnaður fyrir um 700 milljónir króna sem er 75 prósentum yfir sölu síðasta árs og nærri þreföld sala ársins 2012. staða reykjanesbæj- ar verri en talið var Nauðsynlegt er að ráðast í enn frekari niðurskurð í Reykjanesbæ, til þess að rétta af skuldastöðu bæjarins. Þetta segir settur bæjarstjóri. Fram- kvæmdir á borð við Hljómahöll- ina hafi gert stöðuna enn verri en talið var. björgólfur gerir upp Björgólfur Thor Björgólfsson hefur lokið uppgjöri við lánardrottna sína. Hann gagnrýnir harðlega þá sem hann segir að hafi tekið stærstu lánin fyrir hrun, en aldrei átt raunveru- legar eignir.  viKan sem var easyjet með aukin umsvif á Íslandi Forsvarsmenn breska lággjaldafélagsins easyJet áætla að um 400.000 farþegar nýti sér áætlunarflugið til og frá Íslandi til sex breskra borga og Basel og Genf í Sviss. Undanfarið hafa íslenskir far- þegar skipað 11 prósent sætanna í Íslandsflugi easyJet. Samkvæmt því munu um 44 þúsund íslenskir farþegar fljúga frá Keflavík til áfangastaða flugfélagsins í Bretlandi og Sviss. Þessu greinir Túristi.is frá. Í viðtali við Við- skiptablaðið segist Ali Gayward, framkvæmdastjóri easyJet, búast við að hlutfall Íslendinga um borð haldist óbreytt þrátt fyrir aukin umsvif í vetur og á næsta ári. Um 358.000 íslenskir farþegar innrituðu sig í flug í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og því er markmið easyJet að ná að lágmarki tíunda hverjum íslenska farþega um borð í sínar vélar. 4 fréttir Helgin 8.-10. ágúst 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.