Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.08.2014, Qupperneq 10

Fréttatíminn - 08.08.2014, Qupperneq 10
Á nokkurra ára tímabili fór ég yfir 30 sinnum í gegn um tíðahvörf. Haust 8 5. - 12. október Haustlitir í Svartaskógi Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Vínakrar, kastalar og skógar er nokkuð sem við kynnumst í þessari skemmtilegu ferð til Þýskalands, Frakklands og Sviss. Förum í spennandi og áhugaverðar skoðunarferðir m.a. um Klukkuveginn í Svartaskógi, Heidelberg og Strassburg og ökum um „Vínslóðina“ í Alsace. Verð: 172.100 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Sp ör e hf . Fararstjóri: Þórhallur Vilhjálmsson Í praktískum skilningi er ég kona. Ég versla í kvenfataversl-unum því sniðin þar henta bet- ur líkamsgerð minni. Ég er kvenleg að sumu leyti en á mér líka karllæg áhugamál. Stundum fatta ég konur betur og stundum fatta ég karl- menn betur. Í heildina samsama ég mig best með öðru intersex fólki,“ segir Kitty Anderson, formaður Intersex Ísland – nýrra samtaka int- ersexfólks á Íslandi og aðstandenda þeirra. Intersex er meðfæddur líf- fræðilegur munur á kyni þar sem ytri eða innri kynfæri eða litninga- samstæða samræmast ekki hinum hefðbundnu kynjum. Innri og ytri kynfæri ósamstæð Kitty var greind mjög ung, aðeins nokkurra vikna gömul. „Ég fædd- ist kviðslitin sem er mjög algengt hjá fólki með mitt form af intersex. Ég var skorin upp til að laga það en aðgerðin sem átti að taka rúma klukkustund dróst í marga tíma. Það var þá sem læknar uppgötvuðu innri kynfæri sem voru karlkyns og pössuðu ekki við ytri kynfæri sem eru kvenkyns,“ segir Kitty. Læknar sögðu móður hennar að nauðsyn- legt væri að fjarlægja þau vegna krabbameinshættu, sem raunar var stórlega ýkt. Eftir mikinn vand- ræðagang hjá læknunum við að segja móður hennar frá raunveru- legu ástandi dótturinnar fór móð- irin að ímynda sér það versta og var henni því í raun eilítið létt þegar henni var loks sagt nákvæmlega hver staðan var. „Auðvitað var þetta áfall fyrir hana. Sérstaklega því hún hafði aldrei áður heyrt um intersex, en henni var létt að heyra að ég gæti lifað tiltölulega eðlilegu lífi, ég gæti gengið og klætt mig sjálf.“ Niðurlægð í krabbameinsleit Intersexfólk er í raun eins misjafnt og það er margt, enda er hug- takið svokallað regnhlífarhugtak sem nær yfir fjölda afbrigða. Kitty er greind með CAIS, Complete Androgene Insensitivity Syndrome, sem er ónæmi fyrir andrógeni eða karlhormónum. Hún er með XY-litninga, sem almennt eru tengdir við karlmenn, en algjörlega ónæma andrógen-móttakara sem þýðir að karlhormón hafa lítil áhrif á hana. Vegna þess að innri kynfæri hennar voru fjarlægð þegar hún var ungbarn – nokkuð sem er gert mun sjaldnar í dag – þá framleiðir hún ekki sjálf kynhormón. Kitty getur ekki gengið með barn og þarf að vera á hormónameð- ferð allt sitt líf. „Eins og staðan er núna fæ ég hormónasprautu hjá hjúkrunarfræðingi á fjögurra vikna fresti. Ég þarf að passa að eiga sprautur og panta tíma hjá lækni til að fá lyfseðla því lyfin eru sérinnflutt. Í raun er of lít- ið fyrir mig að fá sprautu á fjögurra vikna fresti og því fer ég í gegnum horm- ónafall í hverjum mánuði. Það er þó mikill munur að það sé aðeins nokkrir dagar í staðinn fyrir margir mánuðir eins og þegar ég var með hormónaígræðslu. Á nokkurra ára tímabili fór ég yfir 30 sinnum í gegn um tíðahvörf, því það er auðvi- tað það sem gerist þegar hormón- arnir minnka. Hvort sem hormónin eru gefin með nálum, plástrum eða pillum þá er afleiðingin alltaf sú sama ef þeir minnka, maður fær sömu einkenni og fylgja tíða- hvörfum.“ En því að fá kvenhorm- ónagjöf fylgir aukin hætta á því að fá brjóstakrabbamein og þarf Kitty því að fara í krabbameinsleit árlega. „Það eitt og sér er mjög erfitt. Í Ég er intersex Kitty Anderson var greind intersex sem ungbarn og læknar fjarlægðu innri kynfæri hennar. Hún getur ekki eignast börn og verður á hormónameðferð til æviloka. Kitty er formaður nýstofnaðra samtaka intersexfólks á Íslandi, hún vill opna umræðuna og fræða almenning. eitt af fyrstu skiptunum sem ég fór á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins gerði ritari athugasemdir við hversu ung ég var og ég þurfti að lýsa allri minni sögu fyrir framan fullan biðsal af fólki. Það var mjög niðurlægjandi.“ Ekki alveg kona Kitty segir mikið þekkingarleysi ríkja meðal heilbrigðisstarfsfólks á Íslandi þegar kemur að intersex og skortur á sérhæfðri læknisþjónustu. „Ég hef verið í sambandi við stelpur erlendis sem eru með CAIS og hef reynt að fá viðurkennda hér sömu hormónameðferð. Þær sem eru með mitt form af CAIS fá testosterón en þar sem ég á að vera kona fæ ég bara estrógen. Ef innri kynfæri mín hefðu ekki verið fjarlægð hefðu þau framleitt testosterón sem líkami minn hefði að hluta breytt í estrógen. Það er fjarri því að það sé einfalt að ákveða hvers kyns barn er. Ég er ekki alveg kona en flestir líta á mig sem konu. Ég þarf samt ekki læknis- þjónustu fyrir konu heldur fyrir inter- sexmanneskju.“ Á Hinsegin dögum í ár er sérstök vitundarvakning á málefnum inter- sexfólks en intersex snýst alls ekki um kynhneigð heldur líffræðilegt kyn viðkomandi. Samkynhneigð er ekki algengari meðal intersexfólks en hjá öðrum, flestar intersex kon- ur eru gagnkynhneigðar en Kitty skilgreinir sjálfa sig sem pankyn- hneigða. „Ég verð skotin í fólki,“ segir hún og það er því persónan sem hún verður hrifin af, óháð kyni. Hún hefur í áratug verið í sambandi með núverandi eiginmanni sínum og aðra 1,7% fæddra barna á heimsvísu eru intersex 1 barn fæðist árlega á Íslandi að meðal- tali með óræð kynfæri. hverja viku býr sonur hans hjá þeim. Á intersex frænku Það var ekki fyrr en Kitty var tólf ára gömul þegar móðir hennar og læknir sögðu henni frá því að hún væri inter- sex og hvað fælist í því. „Ég viður- kenni að fyrst á eftir missti ég traust á móður minni. Þarna voru þau að segja mér hluti um sjálfa mig sem aðrir vissu löngu á undan mér. Ég hef síðan búið við mjög gott stuðningsnet og það er því að þakka að ég hef komið tiltölulega heil út úr þessu.“ Seinna eignaðist Kitty frænku sem hefur verið greind intersex. „Eftir leg- vatnsástungu var hún greind sem heil- brigt karlkyns barn með XY-litninga en síðan fæddist stúlka. Því hefur aldrei verið haldið leyndu fyrir henni að hún er intersex og við fjölskyldan höfum gefið henni tólin til að tala um þetta þegar hún vill og þarf.“ Sumir sem eru intersex eru greindir strax sem ungbörn, aðrir þegar þeir verða kynþroska eða jafn- vel á fullorðinsárum þegar fólk leitar sér aðstoðar vegna frjósemisvanda- mála. Sumir eru aldrei greindir. Kitty hefur tekið þátt í alþjóðlegu starfi intersexfólks og heldur því áfram sem formaður Intersex Ísland. „Ég mæli með því að intersex fólk hitti aðra sem eru intersex og að intersex börn séu frá upphafi upplýst um stöðuna. Það gefur manni ótrúlega mikið að upplifa sig ekki sem einangraða heldur sem hluta af hópi. Það er ómetanlegt að vera ekki ein. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Kitty Anderson var orðin tólf ára gömul þeg- ar henni var sagt frá því að hún væri intersex en innri kynfæri hennar voru fjarlægð þegar hún var ungbarn þar sem þau pössuðu ekki við ytri kynfæri. Ljósmynd/Birkir Jónsson Hvað er intersex? Intersex-hugtakið er mjög vítt og nær yfir margs konar ólíkar greiningar. Intersex-ástand er greint á tvennan hátt. Stundum sést að útlit ytri kynfæra samsvarar ekki venjulegum kynfærum karla eða kvenna. Hins vegar, og það er mun algengara, kemur intersex-ástand í ljós með kynlitningagreiningu, til dæmis þegar fólk leitar til læknis vegna ófrjósemi. Fólk með óræð ytri kynfæri er því bara hluti af þeim margbreytilega hópi sem er intersex. intersex Ísland Samtökin funda fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði í nýju húsnæði Samtakanna 78 á Suðurgötu 3. Netfang samtakanna er inter- sex@samtokin78.is og ný vefsíða er Intersex.samtokin78.is 10 fréttaviðtal Helgin 8.-10. ágúst 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.