Fréttatíminn - 08.08.2014, Qupperneq 16
„Nokkrum
mánuðum síð-
ar fór ég aftur
að finna til og
það þurfti að
hjartaþræða
mig aftur.“
„Og ég stað-
greiddi,“ segir
Villi brosandi.
„Nokkrar millj-
ónir og þar fór
varasjóðurinn
okkar.“
– fyrst og fre
mst
ódýr!
1998kr.kg
Krónu kjúklingabrin
gur
A fríkuævintýri og hótel-rekstur Guðmundar Þorvarðarsonar og Vil-
hjálms Guðjónssonar þar var þeim
mikil lífsreynsla en styrkti um leið
hjónaband þeirra og ást, þrátt fyrir
ýmis áföll.
Sturtuvatn eða kaffi?
„Það beið okkar svo sem tilbúið
hótel með fimmtán starfsmönnum
en það kom í ljós að það vantaði
allan innri strúktúr, svo miklar
endurbætur hófust strax. Úr
sturtunni kom yfirleitt ekki vatn
og ef það kom vatn var það dekkra
á litinn en svart kaffi. Við settum
hreinsibúnað á allt vatnsinntak
á hótelinu þannig að vatnið varð
hreint. Rafmagnsmálin voru í
ólestri nánast öll árin því línurnar
til þorpsins þjónuðu í raun ekki
rafmagnsnotkun íbúanna, hvað
þá heilu hóteli. Um helgar þegar
mikið var af gestum og eldavélar
á fullu allan daginn þá var svo lítil
spenna á rafmagninu að ég vissi
nákvæmlega hvaða hlutar hótelsins
gætu verið rafmagnslausir. Ég var
orðinn meistari í öryggistöflunni;
vissi nákvæmlega hvaða öryggi
ætti að slá út ef það voru tónleikar,“
segir Guðmundur hlæjandi. „Það
var ekki mjög góð kynning fyrir
hótelið að vera með tónleikahald,
hundrað gesti eða fleiri og svo fór
rafmagnið af í miðju lagi.“
Sumir sakna aðskilnaðar-
stefnunnar
Greyton er lítið fjallaþorp þar sem
búa um 1.500 hvítir. Þeir telja að
trúlegt sé að litaða fólkið í fátæku
þorpunum hafi verið frá 10-12 þús-
und, en oftast þegar spurt var um
íbúafjölda voru svörin einungis um
fjölda hvítra.
„Litaða fólkið átti ekki upp á pall-
borðið, það hafði litla möguleika
á atvinnu eða menntun. Það er
ekki af ættbálki þannig að það er
skörinni lægra en svarta fólkið.
Meðan aðskilnaðarstefnan ríkti var
litaða fólkið þjónustufólk hvítra,
reyndar bara eins og þrælar þeirra,
en svartir telja þá hafa verið hand-
bendi hvíta mannsins. Litaða fólkið
segir að þeim hafi fundist lífið
betra meðan aðskilnaðarstefnan
ríkti. Fátæktin þarna er ekki
mælanleg samkvæmt íslenskum
staðli, þetta fólk átti ekkert. Það
var ekki til matur, ekki stólar og
borð, ekki rúm. Þau búa í skúrum
sem líkjast helst spýtnakofum sem
íslensk börn smíða á leikskólanum
á sumrin. Þar sofa þau í hrúgu á
gólfinu.“
Það sést á andlitum þeirra
hversu mikið tilhugsunin fær á þá.
Slíkt hið sama verður ekki sagt um
hina tvo sambýlingana á heimilinu
á Bræðraborgarstíg. Meðan Franz
syngur hástöfum liggur Frímann í
fangi mér og lygnir aftur augunum.
Franz er kanarífugl og Frímann
chihuahua hundur.
„Við vissum af fátækt á þessu
svæði, því ári áður en við fluttum
út áttum við samtöl við kennara í
skólum til að athuga hvernig að-
stæður til menntunar væru; hvort
samfélagið væri að styrkja skólana.
Mörg börn gátu ekki farið í skóla,
því heimilin áttu ekki peninga fyrir
bókum og foreldrar oft ólæsir og
óskrifandi. Mörg barnanna þurftu
að ganga kílómetra leiðir að næsta
skóla. Allt okkar starfsfólk bjó í
fátækrahverfi skammt frá Greyton
og það kom í ljós að það vantaði
mikið hjá þeim; það var ekkert
rafmagn, gluggar voru brotnir,
ekki heitt vatn og laskaðar hurðir,
þannig að hjálparstarfið okkar
hófst bara á degi eitt.“
Kreppan á Íslandi teygði anga
sína til S-Afríku
„Markmið okkar með hótelkaup-
unum var að reka hótelið í tíu ár,
fyrstu fimm árin við byggja það
upp og markaðssetja og svo ætl-
uðum við koma rekstrinum meira
yfir á starfsfólk og nota þá tímann
okkar meira í hjálparstarf, borga til
baka í þakklætisskyni og gera eitt-
Þar sem þeir Guðmundur Þorvarðarson og Vilhjálmur Guðjóns-
son stóðu inni á hótelinu sem þeir höfðu keypt, Greyton Lodge
í bænum Greyton í Suður-Afríku, varð þeim ljóst að ekkert yrði
af markmiðum þeirra, enda segir máltæki í Afríku að ef eitt-
hvað getur farið illa, þá fer það illa. Núna, tíu árum, tveimur
hjartaáföllum og einu heilablóðfalli síðar eru þeir komnir heim.
hvað gott fyrir aðra,“ segir Villi. „En það
breyttist allt á fyrsta degi. Við vorum allt
í einu komnir með fimmtán manns sem
við höfðum „ættleitt“ ásamt fjölskyldum
þeirra. Við bárum ábyrgð á þeim. Sem
atvinnurekendur vorum við líka bankinn
þeirra, fólkið fékk lán hjá atvinnurek-
endum, sjúkratryggingar og jarðarfarir,
allt kom inn á borð til okkar. Eftir því sem
tíminn leið varð fjárhagur okkar verri og
verri. Einu ári eftir að kreppan skall á hér
á Íslandi hurfu 40% hótelgesta og 100%
ráðstefnugesta. Ráðstefnur voru mikil-
vægar í rekstrinum og því mikið áfall að
missa öll þessi viðskipti.“
Úr pallbíl í limmósínu
En það var ekki nóg með að þeir þyrftu að
vera hótelstjórar, kokkar, vinna í þvotta-
húsinu og elda matinn því oft vantaði
starfsfólk:
„Við þurftum að sækja starfsfólkið og
keyra það heim þrisvar á dag. Fyrrverandi
eigendur áttu pallbíl og sóttu starfsfólkið
á pallinn eins og rollur að okkar mati. Þar
stigu niður fallegar stúlkur og konur í
mjallahvítum búningum sem voru orðnir
brúnir af rykinu frá vegunum. Okkur
fannst þetta niðurlægjandi. Hótelinu fylgdi
ónýtur bíll svo fyrstu dagana hjóluðum
við í matvöruverslunina eða gengum.
Þá kom til okkar elskulegur kunningi
okkar og sagði að það væri ómögulegt að
hóteleigendurnir ættu ekki bíl og lánaði
okkur lengdan Jagúar, þannig að frá því
að hoppa skítugt ofan af pallbíl, ferðað-
ist starfsfólkið með limmósínu. Það tók
langan tíma að byggja upp traust til okkar,
en þegar traustið var komið, þá vorum
við komnir með mjög sterkan kjarna sem
stóð við bakið á okkur. Í fyrstu áttum við
von á öllu, starfsfólkið reykti maríjúana í
vinnunni, viðgerðarmaðurinn datt svo oft
í það að hann datt og braut sig og datt enn
eina ferðina í það í tilefni af því. Þvotta-
konan okkar gekk út á miðjum vinnudegi
og kom mörgum vikum síðar til að segja
okkur að hún væri ekki hætt, hún væri
bara þunglynd og kæmi seinna.“
Með súpueldhús í fátækrahverfi
„Við veltum fyrir okkur hvað við gætum
gert til að láta gott af okkur leiða og ákváð-
um að fara af stað með súpueldhús fyrir
fátækustu börnin í næsta þorpi. Við vorum
með heita súpu í hádeginu á laugardögum
og kjötkássu á sunnudögum. Kona, sem
hafði unnið í þvottahúsinu á hótelinu og
bjó í Heuwelkroon sem var fátækasta
hverfið rétt utan við Greyton, bauð okkur
að hafa þetta heima hjá sér. Ástæðan fyrir
því að þetta var bara um helgar var sú að
börnin fá mat í skólanum en um helgar var
engan mat að fá heima. Það voru eingöngu
börn sem komu og sóttu mat, sum reyndar
báðu um fyrir ömmu sína og afa, sem var
velkomið. Þau fengu þá tíu skammta og
roguðust með þetta heim. Sum þeirra
gengu marga kílómetra til að fá mat. Það
hafði mjög mikil áhrif á okkur.“
„Bói! Bói! Bói!“
Til að útskýra það sem á eftir kemur, er
Guðmundur kallaður Bói:
„Súpupottarnir voru settir inn í skottið
á Land Rover jeppa og það var svo mikill
hávaði í honum að þegar við nálguðumst
fátækrahverfið heyrðist kallað úr öllum
áttum: Bói, Bói! Börnin vissu hvaða
bíll var að koma og hvað væri í bílnum.
Þau birtust alls staðar, bak við hóla og
Afríkubaslið styrkti hjónabandið
Framhald á næstu opnu
Vilhjálmur Guðjónsson og
Guðmundur Þorvarðar-
son mættu mótlæti í
Suður-Afríku en það styrkti
hjónaband þeirra. Ljósmynd/
Teitur
16 viðtal Helgin 8.-10. ágúst 2014