Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.08.2014, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 08.08.2014, Blaðsíða 20
„Jú,“ segir Guðmundur „ég sá oft eftir því. Kvíðinn kom út í líkamlegum verkjum. Ég kveið því þegar við fengum staðfest- ingargjald á gistingu frá viðskipta- vinum sem ætluðu að koma eftir hálfan mánuð að við yrðum búnir að loka hótelinu þegar þeir kæmu. Þeir peningar fóru auðvitað í dag- legan rekstur, annað höfðum við ekki. Það var oft sagt við okkur: Af hverju skiljið þið bara ekki lyklana eftir á hótelinu og farið? Jesús Pétur! Ísland nýbúið að velta svo illa á hliðina að illa var um okkur rætt sem Íslendinga og við ætluðum ekki að stinga af frá skuldum. Ég fann aldrei fyrir upp- gjöf og eftir á að hyggja hefði ég ekki viljað missa af þessu. Þetta var ótrúlega mikil reynsla á sam- þjöppuðum tíma, þetta var eins og að hafa verið í hörkuskóla um það, hvað það er að vera manneskja.“ Vilhjálmur tekur undir þetta: „Við höfðum ekkert val. Við fluttum með okkur frá Íslandi allt sem við áttum og ævistarfið okkar var fast þarna í steypu. Við áttum því ekki hótelið, hótelið átti okkur! Það sem hélt okkur úti var vonin um að geta selt hótelið og fá eitt- hvað fyrir ævistarfið.“ „Payback“ tími runninn upp „Fólkið í Suður-Afríku er mun glaðlyndara en Íslendingar. Litaða fólkið er sérlega glatt fólk, hefur góða kímnigáfu og er æðrulaust. Hvíta fólkið sem við kynntumst var flest í hjálparstörfum. Tíminn eftir aðskilnaðarstefnuna heitir „Payback“ tími, og hvíta fólkið sættir sig við það. Margir vina okkar studdu fólk fjárhagslega, útvegaði því vinnu, margir fóru í skólana og kenndu ensku eða af- rikaans, styrktu börn til að kaupa skólabúninga og bækur. Mér finnst fólkið í Suður- Afríku lifa meira í núinu. Hlutirnir hafa breyst mjög mikið, á þessum tæpu tíu árum sem við vorum þarna. Þegar við vorum að flytja heim var það líka sumt hvíta fólkið sem átti ekki neitt, átti ekki fyrir mat, bjó við raf- magnsleysi, átti ekki fyrir lyfjum og fór ekki til læknis. Kreppan í heiminum virðist vera að jafna út bilið milli ríkra og fátækra. Nú er það þannig að hvítt, ómenntað fólk á erfitt með að bjarga sér.“ Kjötbollur og skandinavískt hlaðborð Þeir segja mér af hópum sem hafi komið á hótelið. Einn þeirra var karlahópur sem kom alla mánudaga öll árin sem þeir ráku hótelið og eftirlætisréttur þeirra var ís- lenskar kjötbollur í brúnni sósu. „Mér tókst að búa til ágætis íslenskt kjötfars og gestunum líkaði maturinn vel,“ segir Villi. „Eitt sinn höfðum við „skandinavískt“ hlaðborð, því starfsfólkið sem átti að sjá um matinn hafði annað hvort dottið í það eða látið sig hverfa úr vinnunni. Við vitum nú ekki alveg hversu skandinavískt þetta var, en það vakti alla vega lukku! Stærsti hluti viðskiptavina okkar var frá Höfðaborg, aðallega Hollendingar og Bretar, enda er saga Suður-Afríku samofin þessum þjóðum.“ „Við vorum með brúðkaupsveislur, tjölduðum í garðinum og skreyttum allt hátt og lágt. Oft voru 200 gestir í þeim veislum. Við fengum tónlistarmenn, myndlistarmenn sýndu verk sín og ráðstefnugestir héldu okkur á floti. Við vorum með veitingastað fyrir 80 manns innandyra sem gekk þokkalega.“ Hurðaskellir í Afríku Þeir ákváðu að gefa ekki hvor öðrum jólagjafir. Þess í stað buðu þeir yngstu árgöngum barna úr skóla í fá- tækrahverfinu að koma á hótelið og læra um íslensk jól: „Þá fór Guðmundur í jólasveinabúning og skellti að sjálfsögðu á eftir sér öllum hurðum, enda Hurðaskellir mættur til Afríku. Hann las svo fyrir börnin upp úr jólasveinabókinni með teikningum eftir Brian Pilkin- ton, og kynnti þau fyrir Grýlu, Leppalúða og Jólakettin- um. Það var gaman að heyra í þessi tíu ár börnin segja „búh,búh“ þegar myndin af Grýlu birtist. Svo fengu þau pylsur, gos og ís en aðal skemmtunin var að fá að leika sér í sundlauginni því þetta var heitasti tími ársins.“ Guðmundur bætir við og segir að með skólabörn- unum og börnum starfsfólks þeirra hafi verið um 130 börn hver jól: „Svo nú þekkja kynslóðir í litlu þorpi í Suður-Afríku íslenska jólasiði.“ ,,Hve hjörtum manna svipar saman...“ Hvað lærðuð þið helst af þessari lífsreynslu? „Auðmýkt og þakklæti,“ svarar Guðmundur. „Fjöl- menningarsamfélagið í Afríku kenndi okkur hversu líkt mannfólkið er hvort sem það er fátækt eða ríkt, svart eða hvítt. Það eru sömu áhyggjur og sama gleði. Búsetan kenndi okkur að við fæðumst öll eins og deyjum öll eins.“ „Ég sakna samkenndarinnar sem ríkir í þessu litla þorpi,“ segir Vilhjálmur. „Þegar Guðmundur fór í gegnum veikindin var endalaust bankað hjá mér, allir vildu vita hvernig honum liði, báðu fyrir honum, sendu baráttukveðjur og spurðu hvort þeir gætu gert eitthvað fyrir okkur.“ Loksins, loksins! Eftir að hafa reynt að selja hótelið í sex ár breyttist allt á einum degi. Þrjú tilboð bárust. „Ég segi að sem betur fer hafi verið kippt í þræðina,“ segir Guðmundur. „Ég er viss um að þetta hafi gerst fyrir tilstilli bæna vina og vandamanna auk þess sem fólkið „uppi“ hjálpaði til.“ „Maðurinn sem keypti hótelið hafði aldrei séð það,“ segir Villi hlæjandi. „Sonur hans kom að skoða og við höfðum ekki miklar væntingar til að það gengi upp – en í sömu ferð skoðaði sonurinn þrjú hús og pabbinn keypti hótelið og þrjú hús óséð! Þetta er fín Búa Afrika- ans (Búar eru hollenskir landnámsmenn) fjölskylda, allt gekk upp og við erum góðir vinir.“ Þeir dvöldu í Greyton í hálft ár eftir söluna. Vil- hjálmur aðstoðaði á hótelinu og setti nýja eigandann inn í málin, enda höfðu hann aldrei komið nálægt svona rekstri. Guðmundur vann í pappírunum sem fylgja því að flytja milli landa. „Það var bara vindurinn beint í bakið til stuðnings frá vinum okkar þegar við komum heim. Í fyrsta skipti í tíu ár gekk allt í einu allt upp. Við skoðuðum þrjár íbúðir og keyptum eina þeirra daginn eftir, þrátt fyrir að peningarnir frá Afríku væru ekki komnir.“ Nema kannski það að fá vinnu? „Ég sótti um hjá um það bil eitt hundrað fyrirtækjum og fékk varla svar til baka,“ segir Villi. Guðmundur sótti um vinnu í blómabúð og fékk ekk- ert svar. „Ég var að segja vini okkar, Árna Einarssyni, frá því að ég væri greinilega orðinn of gamall til að fá vinnu í blómabúð. Árni segir mér þá að hann og maðurinn hans, Ómar Ellertsson, séu að fara að opna blóma- og bókabúðina Upplifun í Hörpu og bauð okkur að taka þátt í því. Núna erum við að undirbúa með öllum í bransanum stærstu blómasýningu sem haldin hefur verið á Íslandi, en hún verður í Ráðhúsi Reykjavíkur í september.“ „Það var svo gaman að setja verslunina upp að ég hætti að leita mér að vinnu og er enn í versluninni. Auk þess er ég formaður Halaleikhópsins, sem er leik- hópur þar sem fatlaðir og ófatlaðir vinna saman. Það var gaman að koma aftur í Hátún 12, þar sem Halaleik- hópurinn starfar, því í sama húsnæði var fyrirtækið Össur h.f. stofnað sem ég vann fyrir í 20 ár áður en við fluttum út.“ Fimmtán ára brúðkaupsafmælið ykkar er að renna upp. Stefndi aldrei í skilnað á þessum erfiðu árum? „Nei,“ er svarið sem kemur umhugsunarlaust frá þeim báðum. „Þetta styrkti hjónabandið ótrúlega mik- ið. Við vorum alltaf sammála og samstíga. Fyrir utan ástina og kærleikann, ríkir djúp vinátta milli okkar.“ Anna Kristine ritstjorn@frettatiminn.is Fyrir utan ástina og kærleikann ríkir djúp vinátta milli okkar. Ljósmynd/Teitur SPECIALIZED BICYCLES & COMPONENTS KRÍA HJÓL GRANDAÐGARÐUR 7 101 REYKJAVÍK s.5349164 Allt fyrir Hinsegin daga Partýbúðin Faxafeni 11 Sími 534-0534 b löðrur, fánaleng jur, hattar , kra nsa r . . .og margt fleira! 20 viðtal Helgin 8.-10. ágúst 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.