Fréttatíminn - 08.08.2014, Síða 26
Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500
Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504
R E Y K J A V Í K
A K U R E Y R I
ÚTSALA 20-50%
A F S L Á T T U R
STARLUX Heilsurúm
Margir litir
30%
AFSLÁTTUR
Verð: 98.770.-
NAPCO Heilsurúm
Með höfðagafli
MEDILINE Heilsurúm
Íslenskt hugvit og hönnun
50%
AFSLÁTTUR
Verð: 134.700.-
20%
AFSLÁTTUR
Verð: 154.160.-
160x200cm án höfðagafls160x200cm 160x200cm án höfðagafls
Rafmagnsrúm frá: 253.400.-
MAKRO SATIN
Sængurver - Margir litir
30%
AFSLÁTTUR
Margar gerðir
THERMOFIT
Heilsukoddar
CEASAR Koddi og
sæng úr microfiber
OFNÆMISPRÓFAÐ
TILBOÐ
10.430.-
Fullt verð: 14.900.-
TILBOÐ
9.600.-
TVENNUTILBOÐ
Fara heim til ókunnugs fólks og fylgja
börnum og foreldrum eftir. Alveg
ótrúlegt að einhver vilji fara inn á gafl
hjá móðursjúkum konum. Þetta er ótrú-
legt starf. Við vorum í algeru panikki
fyrstu nóttina okkar heima. Barnið
hafði ekki sofið neitt og grét bara, ég
var farin að gráta sjálf svo Kalli hringdi
á heilsugæslustöðina sem er í næsta
húsi og ljósmóðirin hljóp bara yfir og
lagaði allt. Alveg ótrúlegt. Konur eru í
ótrúlegu ástandi í kringum fæðingar og
það er ekki fyrir hvern sem er að díla
við það.“
Rökrétt skref eftir 4 ára samband
Var það á planinu að eignast barn?
„Þetta mátti koma, en ekkert planað,“
segir Tobba. „Um leið og hömlunum
var lyft þá bara gerðist þetta,“ tekur
Kalli undir. „Þetta var rökrétt skref, við
erum búin að gera mikið tvö ein og fara
á alveg nógu marga „happy hours“, svo
þetta var gott skref að taka,“ segir Kalli
en þau hafa verið saman í 4 ár.
„Barnið er svo þægt að það er ekkert
mál að halda áfram því félagslífi sem
við erum vön. Maður bara ákveður
hvernig maður vill hafa þetta, förum á
kaffihús og til útlanda.“
Var þrýstingur kominn á Kalla að
eignast barn, orðinn rúmlega fertugur?
„Ég hef fundið fyrir honum í mörg
ár. Endalausar spurningar um hvort
maður ætli ekki að festa ráð sitt og
stofna fjölskyldu. Ég pældi aldrei neitt í
því og margir örugglega búnir að gefa
upp vonina,“ segir Kalli.
„Meira að segja mamma þín sagði
að hún hefði ekkert endilega haldið að
þetta mundi gerast,“ segir Tobba.
„Gummi Páls, félagi minn í Bagga-
lúti, var alltaf að segja við mig að ég
yrði að prófa þetta og talaði mikið um
að þetta væri það merkilegasta sem
maður áorkaði. Ég get alveg tekið undir
það í dag, enda fór hann nánast að gráta
þegar ég sagði honum fréttirnar.
Svo eru margir sem halda að ég eigi
börn fyrir, eru bara búnir að gefa sér
það, en svo er nú ekki.“
Utanaðkomandi forvitni
Var einhver önnur utanaðkomandi
pressa um það að eignast barn? „Við
fengum stundum spurningu frá alls-
konar fólki hvort það sé ekki að fara
að koma barn. Sem er í rauninni mjög
dónalegt. Það eru ekkert allir sem
geta eignast barn. Þetta er rosalega
stór ákvörðun. Er maður tilbúin í allt
sem getur komið upp á? Þetta er miklu
meira en að eiga bara eitthvað krútt í
barnavagni,“ segir Tobba og Kalli bætir
við. „Stundum er fólk full aðgangshart í
forvitni sinni.“
Hvað hefur komið mest á óvart?
„Aðallega bara hvað hún er þæg.
Við vorum búin að búa okkur undir
andvökunætur og maður fékk að heyra
allar slæmu sögurnar,“ segir Tobba.
„Og kannski kemur að því,“ bætir Kalli
við.
„Ég fékk allar bækurnar um uppeldi.
Maður er óöruggur og flettir upp í öllu
í einu. Svo lærir maður og kannski er
bara best að hlusta á sjálfan sig. Maður
fattar að það þekkir enginn þetta barn
eins og við. Þó við séum með 10 for-
eldrahandbækur þá vitum við kannski
bara best. Enn sem komið er hefur
þetta gengið vel og hún sefur bara á
nóttunni, eins og við hin. En maður er
undirbúinn undir allt hitt.
Einnig voru svona hlutir eins og að
sækja um dagmömmur og leikskóla
og slíkt. Vinkonurnar fengu andköf af
því að ég var ekki búin að þessu þegar
ég var komin fjóra mánuði á leið. Þetta
er bara eins og sækja um að ganga í
Oddfellow. En maður lærir þetta smám
saman. Hún er komin með dagmömmu
á næsta ári og hún á herbergi með fullt
af dóti sem ég veit ekki einu sinni hvað
gerir.“
Unga stúlkan fékk nafnið Regína, í
höfuð systur Tobbu og héldu þau nafna-
veislu en það eru misjafnar skoðanir
um skírnina sjálfa.
„Ég er óskírður og ófermdur,“ segir
Kalli. „Ég vildi láta nafnagiftina duga
í bili.“ „Ég er samt næstum búinn að
sannfæra hann um að ef við giftum
okkur einhverntímann þá getum
við skírt í leiðinni,“ segir Tobba með
glotti. „Við erum ekki búin að afskrifa
skírnina.“
„Nafnið kom nánast strax. Við veltum
því aðeins fyrir okkur og héldum okkur
við það, enda þykir okkur vænt um það.
Hún fær ættarnafnið Birkis sem er í
móðurfjölskyldu Tobbu, svo hún heitir
Regína Birkis Karlsdóttir.“
Skrýtið að vera heima
Kalli og Tobba eru bæði í mjög krefj-
andi vinnu og hafa hingað til getað
unnið á öllum tímum sólarhringsins
og það eru því viðbrigði að vera heima
með lítið barn.
„Ætli það séu ekki mestu viðbrigð-
in,“ segir Tobba. „Ég gat unnið 12 tíma
vinnudag og er háð vinnunni minni. Ég
er bara með svo frábæra vinnuveitend-
ur og vinn með svo miklum snillingum
að það er minna mál fyrir mig að fara í
frí vitandi af þeim. Það tók samt alveg
tíma að venja sig á það.“
Kalli hefur undanfarin 4 ár verið
borgarfulltrúi en var ekki í framboði í
kosningunum í vor.
„Ég veit ekki alveg hvað tekur við eft-
ir orlof, og ég er ekkert að stressa mig
of mikið á því. Eina sem ég veit er að ég
ætla að gera eitthvað skemmtilegt.“
Er kominn innblástur að nýrri bók?
„Það er ótrúlega margt sem ég vissi
ekki og enginn sagði mér, og ég gæti al-
veg miðlað einhverju af minni reynslu.
En vissulega hefur tækifærunum til
dagdrykkju fækkað,“ segir Tobba.
Hannes Friðbjarnarson
hannes@frettatiminn.is
Nýtt hlutverk,
foreldrahlutverkið.
26 viðtal Helgin 8.-10. ágúst 2014