Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.08.2014, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 08.08.2014, Blaðsíða 30
bbbbb I n d e p e n d e n t bbbbb t h e t e l e g r a p h „alice Munro ... skrifar smásögur sem hafa umfang og dýpt skáldsagna: heilu lífshlaupi er þjappað saman á fáeinar blaðsíður ...“ t h e n e w Y o r k t I M e s www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu BókMenntaverðl aun nóBels 2013 Sextugur en hættir aldrei að rokka Við Vesturgötu í Reykjavík er staðsett verslunin Kickstart, sem grafíski hönnuðurinn Jón Ásgeir Hreinsson rekur af ástríðu, enda fagurkerafíkill að eðlisfari. Hann segist selja standard og gæði fyrir karlmenn á öllum aldri enda sé engin ástæða til að hætta að rokka þó maður sé að nálgast sextugt. Þ etta byrjaði með því að mig langaði til að selja fallegan mótorhjólafatnað,“ segir Jón Ásgeir Hreinsson, grafískur hönn- uður og eigandi verslunarinnar Kickstart við Vesturgötuna. „En ég komst fljótlega að því að á Íslandi fer áhugi á mótorhjólum og áhugi á fötum ekki endilega saman svo búðin hefur þróast í aðra átt. Nú er ég með allskonar fatnað og fylgi- hluti fyrir karlmenn á öllum aldri. Mér finnst góður matur góður svo ég er líka komin með smávegis af mat, eins og gott salt og sex Jón Ásgeir selur tímalausan töffaraskap í verslun sinni Kickstart við Vesturgötuna. Ljósmynd/Teitur. Hamraborg – Nóatún 17 – Hr ingbraut – Austurver – Grafarho l t KJÚKLINGAMÁLTÍÐ FYRIR 4 Grill sumar! Pantaðu á www.noatun.is eða í næstu Nóatúns verslun. GRILLVEISLUR Gómsætar grillveislur tilbúnar beint á grillið. FYRIR HÓPA OG SAMKVÆMI tegundir af sinnepi. Og ýmiskonar „gourmet“ meðlæti með ostum. Búðin er alltaf að verða meiri og meiri lífsstílsverslun því ég sel allt sem mér finnst gott og fallegt.“ Jón Ásgeir þvertekur fyrir að vera mikill mótorhjólagæi þrátt fyrir að hafa upphaflega ætlað að selja mótorhjólaföt. „Ég átti hjól hérna í „den“, þegar ég var ungur en svo komu börnin og maður hafði hvorki tíma né peninga til að standa í þessu. En nú eru börnin orðin stór og þá hefur maður tíma til að standa í þessu aftur. Mér finnst þetta orð „mótorhjólagæi“ vera svo mikil klisja að ég vil helst ekki nota það. Ég á mótorhjól og fer alltaf á því í vinnuna því ég nýt frelsisins sem fylgir því að vera á hjóli.“ Velur standard og gæði Jón Ásgeir er hrifinn af gæðavörum sem standast tímans tönn og vill helst skipta við lítil fyrirtæki sem sauma sinn fatnað sjálf. „Áður fyrr keypti ég öll mín föt í Berlín og í Englandi. Mér finnst skipta máli að föt séu vönduð og að þau endist. Ég leita uppi þannig merki og fyrirtækin sem ég versla við eiga það öll sameiginlegt að framleiða sínar vörur í Evrópu. Mér finnst mikilvægt að allir fái laun fyrir að búa til fatnaðinn sem ég sel,“ segir Jón Ásgeir og bætir því við að þetta sé svona „rugged guy’s“ stíll. „Þetta eru föt sem klæða allan aldur og þetta er ekki fatnaður sem eru eftirmyndir þess sem var, en hönnuðirnir eru greinilega fullir nostalgíu, ég kalla það tímalausan töffraskap. 30 viðtal Helgin 8.-10. ágúst 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.