Fréttatíminn - 08.08.2014, Page 40
40 matur & vín Helgin 8.-10. ágúst 2014
Hinsegin Vinsæll matur meðal samkynHneigðra
Hommar
fitna ekki,
eða hvað?
Hápunktur Hinsegin daga í Reykjavík
verður á morgun, laugardag, þegar
gleðigangan fer fram í miðbænum með
öllum sínum glæsileika og litadýrð. Við
fögnum fordómaleysi og fjölbreytileika
með samkynhneigðum og sýnum um leið
stuðning okkar við þeirra réttindabaráttu
með gleði og bjartsýni í hjarta.
V ið forvitnuðumst um það hvort einhver matur eigi betur
við samkynhneigða menn-
ingu en aðra, hvort ein-
hver fæðutegund sé
vinsælli meðal sam-
kynhneigðra en ann-
arra og komumst að
ýmsu fróðlegu.
Fyrir tveimur
árum kom út
bók sem nefnist
„Hommar fitna
ekki“ og er höf-
undurinn listrænn
hönnuður hjá Bar-
ney´s í New York og
er samkynhneigður.
Samkynhneigðir
menn eru víst með
ákveðnari skoðanir
á þessum málum
en samkynhneigð-
ar konur. Hér eru
nokkrar hugmyndir
um mat sem er vin-
sæll hjá samkyn-
hneigðum mönnum.
Guacamole. Samkynhneigðir og þá sérstaklega
hommar elska allt með avocado. Eina vandamálið er
það að Guacamole er fitandi, lífshættulega fitandi. Því
verður að passa skammtana.
Sushi er gríðarlega vinsæll meðal samkynhneigðra.
Enda inniheldur hann fáar kaloríur og svo er mikil
stemning í því að borða sushi.
Makkarónur eru eftirlæti samkynhneigðra manna. Litadýrðin er mjög að
þeirra skapi og svo eru þær sætari en allt sætt. Þú sérð aldrei gagnkyn-
hneigðan mann með makkarónur, allavega ekki einan.
Hvítvín. Þrátt fyrir að hvítvín sé mjög
kaloríuríkt þá er það mjög vinsælt
meðal samkynhneigðra manna. Hvít-
vín er oftast tekið fram yfir vatn. Hver
hefur svo sem gaman af vatni?
Panini er lúxusútgáfa af hefðbundinni samloku.
Samkynhneigðir fara yfirleitt ekki hefðbundnu
leiðina. Panini getur verið alveg einstaklega góð
leið til þess að borða mikið af kjöti og osti án þess
að margir taki eftir því.
Bakaðar
kartöflur. Sam-
kynhneigðir menn
borða ekki djúp-
steiktar kartöflur,
heldur bakaðar.
Ástæðuna þarf
ekki að útskýra.
Súkkulaði. Það eru allir vitlausir í súkkulaði. Alveg sama hvar þeir eru staddir
í flórunni.
Ab gerlar stuðla að jafnvægi
Líkamar okkar verða stöðugt fyrir áreiti
frá óæskilegum þáttum í nánasta um-
hverfi okkar. Óæskilegar bakteríur og
sveppir geta sest að í meltingarveginum
og valdið óþægindum og veikt mót-
stöðuafl líkamans.
Holl fæða hjálpar okkur að
halda jafnvægi í daglegu
lífi. Góðu gerlarnir sem
ab-vörurnar innihalda,
Lactobacillus acidophilus
(a) og Bifidobacterium
bifidum (b), eru ólíkir
flestum öðrum mjólkur-
sýrugerlum. Þeir lifa af
ferðalagið um magann
og halda áfram mikil-
vægri starfsemi sinni í
þörmunum. Dagleg neysla
á ab-mjólk tryggir hæfilegt magn af
a- og b-gerlum í meltingarvegi og gerir
óæskilegum gerlum erfitt uppdráttar. A-
og b-gerlarnir treysta mótstöðuafl okkar
gegn bakteríum. Þeir bæta meltinguna
og styrkja um leið innri varnir líkamans.
Þannig helst líkaminn í lifandi jafnvægi.
Ab-vörurnar eru þróaðar með það fyrir
augum að gegna lykilhlutverki í mat-
aræði nútímafólks. Þær eru svokallað
markfæði sem er skilgreint sem matvæli
sem hefur heilsusamlega virkni umfram
hefðbundin matvæli.
Eins og aðrar mjólkurvörur eru
ab-vörurnar næringarríkar
og innihalda hina heilnæmu
a- og b- gerla. Í einu grammi
af ab-mjólk eru að minnsta
kosti 500 milljón a-gerlar og
500 milljón b-gerlar.
Þegar eðlilegt jafnvægi í
meltingarvegi raskast, t.d.
vegna inntöku sýklalyfja, er
mikilvægt að neyta vara sem
innihalda heilnæma gerla til að
byggja aftur upp heilbrigða gerlaflóru.
Góðu gerlarnir sem ab-vörurnar inni-
halda lifa af ferðalagið í gegnum magann
og hjálpa til við að ná aftur og viðhalda
mikilvægu jafnvægi í meltingarvegi.
Unnið í samstarfi við MS
MMikilvægt
Magnesíum plús með
B12, B6 og fólinsýru er
slakandi og styrkjandi
fyrir líkama og sál.
VAKANDI!VERTU
blattafram.is VERNDARI BARNA Í 10 ÁR
36% þeirra sem beita drengi
kynferðislegu ofbeldi
eru ókunnugir karlar.