Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.08.2014, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 08.08.2014, Blaðsíða 44
Helgin 8.–10. ágúst 2014 Stjörnufréttir eru í boði SkjáSeinS Næstum tveimur árum eftir að leikarahjónin Will Arnett og Amy Poehler slitu samvistir hefur Will nú lagt fram skilnaðarpappíra til undirritunar. The Millers-stjarn- an óskar eftir sameiginlegu forræði yfir tveimur ungum sonum þeirra hjóna, Archie (5) og Abel (3). Síðan þau hættu saman hefur Will verið orðaður við konur á borð við Katie Lee stjörnukokk, og Erin David fram- leiðanda, en Amy hefur verið í sambandi við grínistann Nick Kroll síðan í maí 2013. Will Arnett verður gestur Jimmy Fallon í kvöld á SkjáEinum klukkan 22.30. K100 verður GAY100 í dag! V ið viljum fagna margbreytileikanum í samfélaginu og taka þátt í að vekja athygli á málefnum hinsegin fólks,“ segir Sigurður Þorri Gunn- arsson, útvarpsmaður á K100.5 en í tilefni af gleðigöngu Hinsegin daga sem haldin verður á morg- un, laugardag, verður öll dagskrá á stöðinni í dag miðuð að rétt- indabaráttu hinsegin fólks. „Við verðum gay for a day eins og sagt er, og við breytum nafni stöðvarinnar úr K100 í GAY100 þennan eina dag. Þetta verður einstaklega lifandi dagur á stöðinni, mikill gestagangur og mikið fjör.“ Mikilvæg málefni um réttinda- baráttu samkynhneigðra, tvíkyn- hneigðra og trans fólks verða rædd á léttu nótunum og mun útvarps- stöðin skarta öllum regnbogans litum í dag með frábærri dagskrá. Ekki missa af gleðinni í dag á GAY100.5. Karl Pilkington í nýjum ferðaþáttum Það virtist ekki vera nóg fyrir Karl Pilkington að vera sendur um allan heim í Ricky Gervais þáttunum An Idiot Abroad sem sýndir voru á SkjáEinum, heldur endur- tekur hann nú leikinn í sinni eigin þáttaröð, The Moaning of Life. Nú velur hann sjálfur áfangastaði sína og leitast við að uppgötva hvernig fólkið sem hann heimsækir tekst á við stærstu mál tilverunnar. „Ég var viðstaddur útför í Gana sem var furðulegasta lífsreynsla ævi minnar og skoðaði líka hvernig skipulögð hjónabönd verða til á Indlandi, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Karl um ferðalögin sín. The Moaning of Life hefjast á SkjáEinum fimmtudaginn 14. ágúst. Tveir fyrir einn á nikulás í sumarfríi Nú er frábært tækifæri til að fara með alla fjölskylduna í bíó því áskrifendum SkjásEins bjóðast tveir bíómiðar á verði eins á stórskemmtilegu fjölskyldumyndina Nikulás í sumarfríi. Myndin er sýnd í Háskólabíói, Laugarásbíói og Borgarbíói Akureyri. Áskrifendur SkjásEins fengu sendan tölvupóst með leiðbeiningum um hvernig skuli nýta tilboðið á midi.is og emidi.is. Það má kaupa eins marga miða og fólk vill og gildir tilboðið til og með 11. ágúst. Skilnaðarpappírarnir lagðir fram Þótt það sé lööööngu uppselt á tónleika Justin Timberlake eiga lesendur Fréttatímans kost á því að vinna miða á tónleika ársins. Á Facebook-síðu Fréttatímans er lauflét- tur og skemmtilegur spurningaleikur upp úr efni blaðsins þessa vikuna. Hafðu blaðið við hendina meðan þú svarar spurnin- gunum og þú ferð létt með að svara og ert þar með komin/n í pott sem dregið verður úr á mánudaginn. Hinn heppni fær tvo miða á tónlei- kana sem fram fara í Kórnum þann 24. ágúst. Viltu vinna miða á Justin Timberlake? Finndu okkur á Facebook! 44 stjörnufréttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.