Fréttatíminn - 08.08.2014, Qupperneq 56
HELGARBLAÐ
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is
Benni Hemm Hemm
Bakhliðin
Pottþéttur
og fagur
Aldur: 34 ára.
Maki: Auður Jörundsdóttir.
Börn: Þorlákur og Guðmundur Ari.
Menntun: Var að klára master í list-
kennslufræðum frá LHÍ.
Starf: Tónlistarmaður og kennari.
Fyrri störf: Bókasafnsstarfmaður.
Áhugamál: Ævisögur tónlistarmanna.
Stjörnumerki: Vatnsberi.
Stjörnuspá: Þú átt hauk í horni, sem
getur aðstoðað þig í vandasömu máli.
Til þess að skapa þarf maður fyrst að
trúa því að það sé hægt.
Benni er fyrir það fyrsta alveg einstaklega fagur maður og einn af mínum
allra fegurstu vinum,“ segir
Svavar Pétur Eysteinsson, tón-
listar- og bulsugerðarmaður og
góðvinur Benna. „Svo er hann
líka alveg pottþéttur náungi og
geysilega góður trúnaðarvinur.
Það er hægt að bera á hans borð
hinar mestu tilfinningaflækjur
og fá lausn á. En eins og Benni
er nú frábær þá á hann sér dökka
hlið og hún er þráhyggja fyrir
snakki. Ef Benni væri ekki svona
vel giftur þá mundi hann lifa
á kartöfluflögum eingöngu og
þegar við erum saman á tónleika-
ferðum þarf ég að hafa gætur á
honum. Það er sko ekkert grín.“
Í kvöld, föstudagskvöldið 8. ágúst, kemur
Benni Hemm Hemm fram í Mengi á Óð-
insgötu 2. Á tónleikunum verða meðal
annars leikin lög af plötunni Eliminate
Evil, Revive Good Times auk laga af
Makkvírakk, lagasafni sem gefið var út
á nótnaformi. Benni kemur fram einn
og óstuddur og verða tónleikarnir al-
gjörlega óuppmagnaðir. Tónleikarnir í
Mengi verða síðustu tónleikar Benna í þó
nokkurn tíma.
Hrósið...
....fær Elín Oddsdóttir, skurðhjúkr-
unarfræðingur Rauða Krossins. Hún
er komin til starfa á Gaza-ströndinni,
þar sem hún mun hjúkra stríðssærðum
næstu vikur.