Læknablaðið - 15.11.2006, Page 13
FRÆÐIGREINAR / HJARTAENDURHÆFING
Við tölfræðiúrvinnslu voru notaðar niðurstöður
mælinga á m.quadriceps femoris.
ANP og BNP voru mæld í plasma á rannsókn-
arstofu Landspítala Fossvogi.
Öndunarmæling (spirometria) var gerð og
skráð FVC (forced vital capacity), FEVl (forced
expiratory volume in one second) og loftflæði-
lykkja.
Útfallsbrot vinstri slegils var metin með
tvívíddar hjartaómskoðun (Acuson 128XP/10c)
með Biplane Simpson aðferð (15) af lífeindafræð-
ingi rannsóknardeildar Landspítala (HA). Þess
var sérstaklega gætt að lífeindafræðingurinn hefði
ekki upplýsingar um það hvaða hópi hver þátttak-
andi tilheyrði.
Heilsutengd lífsgæði voru metin með spurn-
ingalista (16) sem saminn hefur verið af Júlíusi
K. Björnssyni sálfræðingi og fleirum og staðlaður
við íslenskar aðstæður. Listinn samanstendur af
32 spurningum sem skiptast í 12 flokka. Hver
spurning gefur 1 til 10 stig sem lögð eru saman
í sérstakt T-gildi fyrir hvern flokk. Til þess að fá
heildarniðurstöður voru lögð saman T-gildi úr
öllum flokkum.
Endurinnlagnir á sjúkrahús voru athugaðar
afturskyggnt 12 og 28 mánuðum eftir að þjálfunar-
tímabilinu lauk.
Þjálfunarhópurinn fékk hópmeðferð tvisvar í
viku í fimm mánuði. Byrjað var í hverjum tíma á
um það bil 10 mínútna upphitun með aðaláherslu
á öndunaræfingar, léttar liðkandi æfingar og teygj-
ur. Síðan var hjólað á þrekhjóli í 15 mínútur og
farið í stöðvaþjálfun með styrkjandi og liðkandi
æfingum í 20 mínútur. Hver þjálfunartími endaði
á vöðvateygjum. Fyrstu tvær vikurnar var álag
á þrekhjóli 50% af hámarksálagi í áreynsluþol-
prófi, en síðan var það aukið eftir getu hvers og
Tafla II. Grunngildi.
Viómióunarhópur Þjálfunarhópur
(n=22) (n=21)
Aldur í árum (±SD) 69(±5,3) 68(±6,6)
Karlar; konur 18 ; 4 16 ; 5
Útfallsbrot vinstri slegils % (+SD) 40,6(±13,7) 41,5(±13,6)
6 mínútna göngupróf, metrar (±SD) 482(±70) 482(±75)
Undirliggjandi orsök:
Kransæðasjúkdómur 16 (73%) 18 (85%)
Gáttatif/gáttaflökt 4(18%) 1 (5%)
Lokusjúkdómur 2(9%) 1(5%)
Háþrýstingur 0 (0%) 1(5%)
Lyf:
ACE-I 5 (23%) 8 (38%)
Beta- blokkar 14 (64%) 11(52%)
Þvagræsilyf 19 (86%) 17 (81%)
Statín 4 (18%) 8 (38%)
Lyf við takttruflunum 14 (64%) 10 (48%)
Angiotensin viðtaka blokkar 10 (45%) 13 (62%)
Magnýl 18 (82%) 20 (95%)
Nitröt 8(36%) 7 (33%)
eins. Þyngd í æfingatækjum var í byrjun 20-25% af
hámarksþyngd í vöðvastyrksmælingum. Þyngdin
hélst óbreytt út þjálfunartímabilið hjá mörgum
þátttakenda en sumir voru komnir í 40-50% af
hámarksþyngd undir lokin. Allar æfingar voru
gerðar undir eftirliti og stjórn sjúkraþjálfara með
reynslu í meðferð hjartasjúklinga. Fylgst var með
blóðþrýstingi, púlshraða, súrefnismettun, mæði og
þyngd í hverjum tíma. Að auki fékk þjálfunarhóp-
Tafla III. Áreynslupróf og fleira.
Viðmiðunarhópur Þjálfunarhópur Milli hópa
fyrir ■ eftir P fyrir - eftir P P
Súrefnisupptaka V02 (L/mín) 1,45 (0,36) - 1,52 (0,39) ns 1,28 (0,40) - 1,27 (0,35) ns ns
Hámarkssúrefnisupptaka (ml/kg/mín) 16,32 (3,10) - 16,87 (4,05) ns 14,92 (3,44) -14,76 (3,02) ns ns
Álagstími (mín) 8,9 (2,15)-8,9 (2,18) ns 8,2 (2,60) -9,1 (3,11) 0,01 0,02
Hámarkspúlshraði (slög/mín) 122,8 (24,71) - 123,9 (25,59) ns 117,0 (26,33) - 121,1 (24,29) ns ns
Vinnuálag (watt) 103,8 (25,97) - 104,1 (27,68) ns 88,3 (26,79) -95,9 (30,36) 0,007 0,03
Vinnuálag/kg (watt/kg) 1,2 (0,31) - 1,2 (0,38) ns 1,0 (0,31) - 1,1 (0,30) ns 0,04
Útfallsbrot vinstri slegils (%) 41,5 (13,6)-43,5 (11,1) ns 41,5 (13,5)-45,6 (10,3) ns ns
ANP (ngr/L) 538(36,33) -54,8(5392) ns 58,1 (61,31)-60,9 (40,90) ns ns
BNP (ngr/L) 122,2 (121,8) - 124,5 (154,7) ns 173,2 (180,4) - 171,7 (155,1) ns ns
6 minútna göngupróf (metrar) 489,2 (66,33) - 494,60 (66,40) ns 489,3 (75,00) - 526,4 (71,90) 0,001 0,01
Vöðvastyrkur (1 RM) (kg) 12,8 (2,99)-13,0 (2,99) ns 11,3 (3,8)-14,1 (3,2) <0,0001 0,003
Heilsutengd lífsgæði (T-score) 42,50 (13,7) - 44,10 (14,04) ns 44,50 (10,4)-47,55 (8,7) ns ns
Mælingar fyrir voru gerðar fyrir þjálfunartímabil, mælingar eftir voru geróar eftir þjálfunartímabil. ANP=Atrial natriuretic peptide; BNP=Brain natriuretic peptide.
Læknablaðið 2006/92 761