Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.2006, Side 19

Læknablaðið - 15.11.2006, Side 19
FRÆÐIGREINAR / FJARLÆKNINGAR Margrét Valdimarsdóttir1 BARNA- OG UNGLINGAGEÐLÆKNI Rúnar Reynisson2 HEIMILISLÆKNIR Jörundur Kristinsson3 HEIMILISLÆKNIR Ásgeir Haraldsson4,5 BARNALÆKNIR Hannes Petersen5,6 HÁLS-, NEF- OG EYRNALÆKNIR Dóra Lúðvíksdóttir 5,7 LUNGNALÆKNIR Sigurður Kristjánsson3,5 BARNALÆKNIR Margrét Oddsdóttir 8,5 SKURÐLÆKNIR Steingrímur Davíðsson9 HÚÐLÆKNIR Gestur Þorgeirsson'11,5 Hjartalæknir Þorgeir Pálsson1 Verkfræðingur Samráð með fjarlækningum á Islandi Ágrip Tilgangur: Að meta hvernig nota megi fjarlækn- ingar við samráð (consultation) lækna á íslandi og safna reynslu fyrir framtíðarskipulagningu fjar- lækninga í heilbrigðisþjónustu hér á landi. Efniviður og aðferðir: Sarnráð voru tvíþætt, annars vegar með fjarfundabúnaði (videoconference) og hins vegar með rafrænum sendingum (store and forward) þar sem notuð voru gögn úr rafrænni hlustpípu, öndunarmæli (spírómetría) og staf- rænni myndavél. Auk þess var notuð eyrnaholsjá (otoendóskóp) á fjarfundum. Sérgreinalæknar sex sérgreina, það er í barnalækningum, háls-, nef- og eyrnalækningum, hjartalækningum, húðlækning- um, lungnalækningum og skurðlækningum, voru ráðgefandi fyrir heimilislækna á fimnt heilsugæslu- stöðvum víðsvegar um landið. Læknarnir störfuðu á Landspítala, einkarekinni læknamóttöku og heilsugæslustöðvunum á Seyðisfirði, Egilsstöðum, Kópaskeri, Patreksfirði og í Reykjavík. Niðurstöður: Niðurstöður sýna að fjarlækn- ingaþjónusta eins og veitt var í verkefninu gegnir hlutverki sínu ágætlega og getur verið mjög gagnleg. Almenn ánægja var meðal sjúklinga og lækna með fjarlækningarnar. Til dæmis töldu allir sjúklingar sem tóku þátt í fjarlækningum með fjar- fundabúnaði að læknisviðtalið gagnaðist svipað og jafnvel betur en ef sérgreinalæknirinn hefði verið til staðar í eigin persónu. Fram kom að til að ná fram hámarks gagnsemi fjarlækninga þarf skipulag samráða að vera gott, greiða þarf fyrir þessa vinnu og einnig þarf tækni og tækniþekking að vera til staðar. Ályktun: Fjarlækningar eiga erindi inn í íslenskt heilbrigðiskerfi og geta verið til mikils gagns. Að mörgum þáttum þarf að huga varðandi uppbygg- ingu og skipulagningu fjarlækningaþjónustu. Inngangur Fjarlækningar eru notaðar við heilbrigðisþjón- ustu víða um heim, sérstaklega þar sem erfitt er að sækja þjónustuna með öðrurn hætti, til dæmis vegna fjarlægða. Ástralía, Noregur og Bandaríkin eru dæmi um lönd þar sem fjarlækningar eru notaðar að staðaldri í heilbrigðisþjónustu (1, 2, 3). Fjarlækningar geta einnig nýst læknum sem starfa í þéttbýli (4). Þær eru notaðar í flestum sér- greinum læknisfræði en koma einnig að notum í heimaþjónustu og læknisþjónustu við sjófarendur svo dæmi séu tekin. Bandarísk könnun sýndi að 50 sérgreinar læknisfræði hafa nýtt sér fjarlækningar með árangri (3). í Tromsö hefur verið starfandi fjarlækningaþjónusta frá 1993, en þar eru þróaðar fjarlækningalausnir fyrir heilbrigðiskerfið í Noregi og víðar (2). Fjarlækningar eru auk þess notaðar við menntun heilbrigðisstarfsfólks, til að koma 1. Heilbrigðistæknisviði Landspítala, 2. Heilbrigðisstofnun Austurlands Seyðisfirði, 3. Heilsugæslustöðin Efstaleiti, Reykjavík, 4. Barnaspítala Hringsins, Landspítala Hringbraut, 5. læknadeild HÍ, 6. háls-, nef- og eyrnadeild Landspítala Fossvogi, 7, lungnadeild Landspítala Fossvogi, 8. skurðsviði Landspítala Hringbraut, 9. Húðlæknastöðinni, 10. hjartadeild Landspítala Hringbraut. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Margrét Valdimarsdóttir, margval@lsh.is Sími 543-1519,543-4300,824- 5868. Heilbrigðistæknisvið, Skrifstofa tækni og eigna Landspítala, Rauðarárstíg 31, 105 Reykjavík. Lykilorð: fjarlœkningar, samráð, fjarfundabúnaður, fjarfundir. ENGLISH SUMMARY Valdimarsdóttir M, Reynisson R, Kristinsson J, Haraldsson Á, Petersen H, Lúðvíksdóttir D, Kristjánsson S, Oddsdóttir M, Davíðsson S, Þorgeirsson G, Pálsson Þ Telemedicine consultations in lceland Læknablaðið 2006; 92: 767-74 Objective: A Telemedicine project was initiated to evaluate the usefulness of medical teleconsultations in lceland and to gain experience for further planning of Telemedicine in the country. Material and methods: The consultations were based on videoconference and store and forward method. Electronic stethoscope, spirometry, otoendoscope and digital pictures were used along with conventional videoconsultations. Doctors in six specialities in Landspitali University Hospital and one in private practice and Primary Care Physicians from five Health Care Centers in lceland participated in the project. Results: The results show that the Telemedicine consultations is practical and can be very useful. The doctors were content with the use of Telemedicinand the patients were pleased with the technique and the consults in general. All patients for example said that the consultation was just as or even better as if the specialiast was in the room in person. The use of Telemedicine was helpful in almost all of the cases. Attention must be paid to organization of the consultations, payment, technical details and knowledge. Conclusion: Telemedicine have a role for lcelandic healthcare and may prove to be very useful. There are a number of factors who need preparation before the implementation of a Telemedicine service. Keywords: telemedicine, videoconference, store-and- forward, consultations. Correspondence: Margrét Valdimarsdóttir, margval@lsh.is Læknablaðið 2006/92 767

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.