Læknablaðið - 15.11.2006, Síða 22
FRÆÐIGREINAR / FJARLÆKNINGAR
Tafla III. Niðurstöður mats á samráðum með fjarfundabúnaði. Ails 11 fjarfundir.
Læknar
Hjálpuöu fjarlækningar viö sjúkdómsgreiningu (heimilislæknar)? já, staðfesti greiningu = 4 nei = 6 ný greining = 1
Flýttu fjarlækningar greiningu þessa sjúklings (heimilislæknar)? já = 3 nei = 8
Var ráölögð breyting á lyfjameöferó(allir læknar)? já = 9 nei =13
Var ráðlögð önnur meöferð en lyfjameðferð(allir læknar)? já = 12 nei =10
Voru veittar frekari ráðleggingar um sjúkdóminn(allir læknar)? já = 22 nei = 0
Voru ráðlagðar frekari rannsóknir eða uppvinnsla(allir læknar)? já = 14 nei = 8
Ertu ánægð/ur með að nota fjarlækningar (allir læknar)? já = 21 nei = 1
Gast þú með ásættanlegu öryggi gefið heilsugæslulækni ráð / upplýsingar(sérgreinalæknar)? já = 11 nei = 0
Hvernig gagnaðist fjarlækningaviðtalið (heimilislæknar)? mjög gagnlegt = 10 ásættanlegt = 1 ekki = 0
Náöir þú þvt fram sem þú vildir á fundinum(heimilislæknar)? já = 11 nei = 0
Jókst þú við þekkingu þína með samráöinu (heimilislæknar)? já = 10 svar liggur ekki fyrir = 1 nei = 0
Sjúkllngar
Hvernig gagnaöist viðtaliö miðaö við að fjarstaddi læknirinn hefði veriö til staöar t eigin persónu? betur= 2 svipað = 9 verra = 0
Fékkstu þann tíma sem þú þurftir I viötalinu? já = 11 nei = 0
Hvernig finnst þér að þinn heimilislæknir hafi slíkan aðgang að sjúkrahúslækni? betra = 10 sama = 1 verra = 0
Spöruðu fjarlækningar þér ttma sem þú heföir til annars notað að feröast til annars læknis? já = 11 nei = 0
Spöruðu fjarlækningar þér peninga? II H' nei = 0
Hvernig hefði vinnutap þitt verið ef ekki heföu verið fjarlækningar? minna vinnutap = 2 svipað = 0 meira vinnutap = 10 er ekki í vinnu = 0 ekki svarað = 1
Hvort myndir þú frekar vilja nota fjarlækningar til að fá sérfræðiþjónustu eða að feröast til annars læknis? nota fjarlækningar = 8 skiptir ekki máli = 3 feröast til annars læknis = 0
Myndir þú ráðleggja öðrum fjarlækningar? já = 9 alveg eins = 2 nei = 0
lækni sem las úr því í fullum gæðum.
Stafrænni myndavél: Góð. Mikilvægt að vanda
vel til töku mynda en myndgæðum var stundum
ábótavant og tengdist það myndatökutækni. Það
kom í ljós að ekki var hægt að senda stóran tölvu-
póst (13,5 Mb) með stafrænum myndum í einu lagi
á milli sumra pósthólfa.
Tölvupósti - samráðsbeiðni: Mjög góð.
Samráð með fjarfundabúnaði
Klínískar ástæður samráða með fjarfundabún-
aði voru margvíslegar, meðal annars slæmt vél-
indabakflæði, undirmiga (enuresis) og langvinnar
kinnholubólgur. í töflu III kemur fram mat lækna
og sjúklinga á samráðum með fjarfundabúnaði.
Fjarfundirnir tóku frá 20-45 mínútum, að meðaltali
29 mínútur. Heildartíminn sem fór í samráðin hjá
heimilislæknum var lengri en hjá sérgreinalæknum
sem skýrist af undirbúningi, öflun upplýsts sam-
þykkis og þess að heimilislæknar sáu til þess að
sjúklingur svaraði matslista.
Án fjarlækninga hefði eftirfylgd þessa hóps
sjúklinga verið þannig að mati heimilislækna að
5-6 hefði verið vísað til sérgreinalæknis/sjúkra-
húss og samráð í síma í fjórum tilvikum. Fjórum
sjúklingum var í framhaldi af samráðum með fjar-
fundabúnaði vísað til valinnlagnar á sjúkrahús til
frekari uppvinnslu. Með fjarlækningum var þannig
hægt að sinna mörgum sjúklingum í héraði sem
annars hefði verið vísað annað.
Allir sérgreinalæknarnir sögðust hafa getað
gefið ráð með ásættanlegu öryggi. Ekki var gerð
líkamsskoðun á fjarfundum. Nefnt var sem kostur
við þetta form samráðs að allir fengju niðurstöð-
una á sama tíma, sérgreinalæknir, sjúklingur og
heimilislæknir. Hjá einum lækni kom fram að
fjarfundur tæki of mikinn tíma í þéttbókaðri
móttöku. Einn sjúkrahúslæknir sagði í samtali að
ekki væri hægt að bæta fjarlækningaþjónustu við
það vinnuálag sem fyrir væri á deildinni. Þrátt fyrir
þetta mátu læknarnir að skipulag samráða með
fjarfundabúnaði væri einfalt og að það virkaði.
Rafrœn samráð
Klínískar ástæður samráða með rafrænum send-
ingum voru margvíslegar, meðal annars hjartslátt-
artruflanir, asmi og útbrot. Mat var lagt á marga
þætti varðandi samráðin, bæði hjá læknum og
770 Læknablaðið 2006/92