Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.2006, Page 23

Læknablaðið - 15.11.2006, Page 23
FRÆÐIGREINAR / FJARLÆKNINGAR Tafla IV. Niðurstöður mats lækna é rafrænum samráðum, alls 29 tilfelli. Læknar Höfðu rafræn samráð áhrif á greiningu (allir læknar)? ný greining = 14 greiningu breytt = 4 annað = 29 Höfðu rafræn samráð áhrif á meðferð (allir læknar)? já = 36 nei = 14 Voru veittar frekari ráðleggingar (allir læknar)? já = 39 nei=18 Var mælt með frekari rannsóknum eða uppvinnslu (allir læknar)? já = 27 nei = 31 Jókst þú við þekkingu þína með samráöinu? heimilislæknar já = 26 nei = 3 sérgreinalæknar já = 6 nei = 23 Var með ásættanlegu öryggi heegt að svara samráðsbeiðni með þeim upplýsingum sem fyrir lágu(sérgreinalæknar)? já = 26 nei = 2 svar liggur ekki fyrir=l Hvernig féll rafrænt samráð að daglegri vinnu? heimilislæknar vel = 20 í meðallagi = 8 illa = 1 sérgreinalæknar vel = 12 í meðallagi = 17 illa = 0 Sjúklingar Hvernig finnst þér að þinn heimilislæknir hafi aðgang að sjúkrahúslækni með fjarlækningum? betra=18 sama=0 verra=0 Spöruðu fjarlækningar þér tíma sem þú hefðir annars notað til að ferðast til annars læknis? já =18 nei=0 Spöruðu fjarlækningar þér peninga? já =18 nei=0 Hvernig hefði vinnutap þitt verið ef ekki hefðu verið fjariækningar? minna=3 svipað=0 meira=10 er ekki í vinnu=5 Hvort myndir þú frekar vilja nota fjarlækningar til að fá sérfræðiþjónustu eða að ferðast til annars læknis? nota fjarlækningar=18 skiptir ekki máli=0 ferðast til annars læknis=0 Myndir þú ráðleggja öðrum fjarlækningar? já=17 nei=l sjúklingum. Niðurstöður fyrir rafræn samráð sjást í töflu IV. Sérgreinalæknar mátu að í yfir 90% til- fella væri hægt að svara samráðsbeiðnum út frá þeim upplýsingum sem fyrir lágu. Sjúklingar voru jákvæðir í garð fjarlækninganna og nefndu auk meiri þjónustu beinan sparnað, engin ferðalög, vinnusparnað og öryggi. Það tók heimilislækna frá 10-60 mínútum (þá eru matslistar undanskildir) eða að meðaltali 28 mínútur að vinna samráðsbeiðina. Þetta fór tals- vert eftir því hvaða rafrænu gögn voru send með sem viðhengi. Það tók sérgreinalækna 20-30 mín- útur að svara rafrænni samráðsbeiðni. I rafrænum samráðum bárust svör fyrir lok næsta vinnudags í nítján tilfella, í fimm tilfella kom svarið eftir 2-4 daga og í tveimur tilfella eftir 5-7 daga. Ekki var gerð krafa um lengd svartíma í verkefninu. í tveimur samráðum fékk heimilislæknir svar innan 25 mínútna. Rafræn samráð höfðu áhrif á meðferð í 18 til- vikum (62%) en einnig á greiningu, frekari rann- sóknir og aðrar ráðleggingar. í 98% tilvika sögðu læknarnir að rafræn samráð féllu vel eða í með- allagi vel að daglegri vinnu. Almennt mat lœkna Eftir hvern áfanga og í lok verkefnis voru læknar beðnir að leggja mat á ýmsa almenna þætti sem vörðuðu verkefnið. Niðurstöður sjást í töflu V. Ljóst er að samráð með fjarfundabúnaði kröfðust nokkurrar skipulagningar og undirbúnings. Ef slík samráð yrðu að reglubundinni fjarlækningaþjón- ustu kom fram að mikilvægt væri að starfsmenn hefðu afmarkaðan tíma fyrir fjarlækningarnar á vinnutímanum, að ritaraþjónusta héldi utan um tímabókanir og að þjónustuaðilum væri greitt fyrir þessa vinnu. Læknar voru spurðir hvernig fjarlækningar hentuðu fyrir bráðaþjónustu og sögðu þeir það forsendu að tryggt væri að sjúkra- húslæknir væri alltaf til staðar til að taka á móti samráðsbeiðnum. Gagnlegt væri til dæmis að vera með fjarlækningaþjónustu fyrir bráðaúrlestur hjartalínurita. í 28 samráðanna, eða í 70% tilfella, var samráð með fjarfundabúnaði talið leiða til sparnaðar vegna lækkunar á lyfjakostnaði og ferðakostnaði. í 17,5% tilfellanna var kostnaðurinn talinn hafa aukist. f verkefninu var boðið upp á aðgang að fræðslufyrirlestrum á Landspítala, það er viku- Læknablaðið 2006/92 771

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.