Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.2006, Side 37

Læknablaðið - 15.11.2006, Side 37
FRÆÐIGREINAR / KLÍNÍSKAR LEIÐBEININGAR / ENDURLÍFGUN Mynd 2. Öndunarvegurinn opnaður með því að draga kjálkann fram með skúffutaki (jaw thrust). Mynd 3. Blásið samtímis í gegnum nef og munn á ungbarni. á brjóstkassanum þarf að hreyfa höfuðið og draga kjálkann betur fram til þess að öndunarvegurinn opnist betur. Auðveldað getur öndunaraðstoð að setja kokrennu í barnið sem kemur í veg fyrir að tungan falli aftur í kok. Áður en kokrennu er komið fyrir er mikilvægt að ganga úr skugga um að hún sé af réttri stærð, en hún á að ná frá munnviki aftur að kjálkahorni (angulus mandibulae; mynd 6). Hjálplegt er að þrýsta tungunni niður með tungu- spaða þegar kokrennu er komið fyrir í munnholinu. Ef enn reynist erfitt að blása lofti í lungun, til dæmis vegna þrengsla í efri loftvegum eða asma, kemur til greina að tveir sjái um að anda fyrir barnið. Annar hefur það hlutverk að halda maskanum að andliti barnsins en hinn þrýstir á belginn (mynd 5B). I flestum tilvikum er æskilegt að barkaþræða börn sem fara í öndunar- og hjartastopp sé ein- hver tiltækur með reynslu í barkaþræðingu barna. Stærð barkarennu er hægt að reikna út frá aldri barns (innra þvermál (mm) = aldur barns í árum / 4 + 4). Barkarennnu með belg (cuff) má nota hjá börnum niður í eins mánaðar aldur (7, 17). Mikil Mynd 4. Maski afréltri stœrð nœrfrá nefrót niður að höku. hætta er á að barkarenna færist til við endurlífgun og sjúkraflutning. Því þarf að fylgjast vel með að hún sé á réttum stað í barkanum með reglulegri lungnahlustun og með því að fylgjast með súrefn- ismettun. Mælst er til þess að fylgst sé með útskiln- aði koltvísýrings í þessum tilgangi. Mynd 5. Andað fyrir barn með belg og maska. A: Einn sér um öndttnaraðsloð. Læknablaðið 2006/92 785

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.