Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.2006, Page 39

Læknablaðið - 15.11.2006, Page 39
FRÆÐIGREINAR / KLÍNlSKAR LEIÐBEININGAR / ENDURLÍFGUN Mynd 7. Hjartahnoð á ungbarni með tveimur fmgrum sömu handar Mynd 8. Hjartahnoð á ungbarni með báðum höndum þegar tveir eru að þegar einn er að endurlífga. endurlífga. út um hitt opið. Við endurlífgun á eldri börnum kemur til greina að setja æðalegg í ytri hóstarblá- æð (vena jugularis externaj. Flest þau lyf sem til greina kemur að nota við endurlífgun er hægt að gefa í gegnum barkarennu, en þau eru vasópressín, adrenalín, lídócain, atróp- ín og nalóxone (VALAN). Frásog lyfja gegnum lungu er hins vegar mjög óáreiðanlegt og því er ekki mælt með að gefa lyfin á þann hátt nema ekki sé hægt að nota æðalegg eða beinmergsnál. Eftir að lyfið hefur verið gefið skal gefa 3-5 ml af 0,9% saltvatni í barkarennuna. Þegar adrenalín er gefið á þennan hátt skal gefa lOx meira magn af lyfinu en þegar það er gefið í æð þar sem aðeins hluti þess berst inn blóðrás. Adrenalín Ef hjartsláttur og púls fæst ekki við öndunaraðstoð og hjartahnoð er það yfirleitt vegna þess að enn er súrefnisþurrð í hjartavöðva vegna of lítils blóð- flæðis um kransæðar. Skal þá gefa adrenalín sem dregur saman viðnámsæðar í slagæðakerfi (alfa áhrif) sem hækkar blóðþrýsting og eykur þannig kransæðablóðflæði (24). Adrenalín örvar einnig beta viðtaka í hjarta og eykur þannig samdrátt- arkraft hjartavöðva og sjálfvirkni í leiðslukerfi hjarta, en sú verkun virðist hafa minni þýðingu við endurlífgun (24). Skammturinn er 0,01 mg/kg ef lyfið er gefið í æð eða í beinmerg, en 0,1 mg/kg ef það er gefið í gegnum barkarennu. Þegar adrenalín er gefið í æð eða beinmerg skal nota styrkleikann 0,1 mg/ml (1:10.000), en 1 mg/ml (1:1000) ef það er gefið í gegnum barkarennu. Endurtaka má gjöf adr- enalíns á 3-5 mínútna fresti ef á þarf að halda. Atrópín Atrópín hraðar á hjartslætti og eykur leiðni í AV- hnúti (nodus atrioventricularis) með því að hemja viðbrögð parasympatíska taugkerfisins. Atrópín skal gefa ef hjartsláttur barns er enn hægur þrátt fyrir gjöf adrenalíns. Venjulega eru gefin 0,02 mg/ kg af atrópíni í senn, en lágmarksskammtur er 0,1 mg og hámarksskammtur 3 mg. Adenosín Adneosín er núkleotíð sem stöðvar leiðni um skamma stund milli gátta og slegla og brýtur þann- ig upp hringrásarhraðtakt (re-entry) vegna auka- leiðnibrautar gegnum AV-hnútinn. Það hefur mjög stuttan helmingunartíma (10 sekúndur) og fáar aukaverkanir. Gefa skal 0,1 mg/kg hratt í æð sem næst hjartanu og fylgja því eftir með 3-5 ml af 0,9% saltvatni. Gagnlegt getur verið að nota þriggja rása vökvakrana til að flýta fyrir við gjöf lyfsins. Amíódarón Amíódarón hefur áhrif á adrenerg viðtæki í hjartavöðva (non competitive inhibitor) og hægir á leiðni í leiðslukerfi hjartans og AV-hnúti. Það er fyrsta lyf við sleglahraðtakti og sleglaflökti, líkt og hjá fullorðnum. Skammturinn er 5 mg/kg og er lyfið leyst upp í 5% sykurlausn. Ef barn er ekki með greinanlegan púls eða önnur merki um blóð- flæði skal gefa lyfið hratt í bláæð eða beinmerg. Ef barn er með merki um blóðflæði skal lyfið gefið á 10-20 mínútum. Helsta aukaverkun þess er blóð- þrýstingsfall og hægataktur sem bregðast má við með því að hægja á lyfjagjöfinni. Mynd 9. Hjartalinoð á barni með annarri hendi. Mynd 10. Hjartahnoð á barni með báðum hönd- um. Vasópressín Vasópressín eykur viðnám í slagæðum og hefur verið notað við endurlífgun á fullorðum. Þar sem notkun þess hefur lítið verið rannsökuð við end- urlífgun á börnum (25) er ekki hægt að mæla með því í þeim tilgangi enn sem komið er (7). Læknablaðið 2006/92 787

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.