Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2006, Síða 47

Læknablaðið - 15.11.2006, Síða 47
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AF SJÓNARHÓLI STJÓRNAR LÍ Þann 8. október 2003 skipaði þáverandi heil- brigðisráðherra nefnd til að endurskoða lög um heilbrigðisþjónustu. Eftir að hafa leitað umsagna skilaði hún tillögum sínum til ráðherra þann 12. apríl sl. Vert er að vekja athygli lækna á ýmsu sem í frumvarpsdrögunum felst. Margt er þar fært til betri og nútímalegri vegar en hinu verður ekki á móti mælt að verulega er styrkt vald ráðherra til miðstýringar á öllum sviðum heilbrigðismála og sömuleiðis eru völd forstjóra heilbrigðisstofn- ana efld til muna. Af þessu leiðir að markvisst er dregið úr áhrifum fagstétta, svo sem lækna á öllum sviðum. Ég vil hvetja lækna til að lesa frumvarpsdrögin en vil í þessum stutta pistli draga fram nokkur um- hugsunarverð atriði: • Landinu er skipt í heilbrigðisumdæmi og í hverju umdæmi skal starfrækt sérstök heilbrigðisstofnun. • Ráðherra hefur heimild til að ákveða magn tiltek- innar heilbrigðisþjónustu og hvar hún skuli veitt. Hann getur til að mynda ákveðið að tiltekin heil- brigðisþjónusta með greiðsluþátttöku ríkisins skuli einungis veitt innan heilbrigðisstofnana sem reknar eru af ríkinu. • Ráðherra hefur heimild til að takmarka samnings- gerð við hluta þeirra heilbrigðisstarfsmanna sem veitt geta þá þjónustu sem samið er um. Heimilt er að auglýsa eftir aðilum á samning eða leita tilboða frá þeim sem veitt geta þjónustuna. • Ráðherra skipar forstjóra heilbrigðisstofnana og eru þeir æðstu yfirmenn hverrar stofnunar. Ekki eru gerðar kröfur til þeirra um tiltekna menntun. • Forstjórum heilbrigðisstofnana er falið að ráða starfslið þeirra, þar á meðal alla lækna. • Forstjóri gerir tillögur um skipurit viðkomandi stofn- unar og leggur fyrir ráðherra til staðfestingar. • Framkvæmdastjórn er skipuð forstjóra heilbrigð- isstofnunar auk framkvæmdastjóra lækninga og framkvæmdastjóra hjúkrunar. Framkvæmdastjórn hefur ekki ákvörðunarvald í málefnum tiltekinnar stofnunar heldur er henni fyrst og fremst ætlað að vera forstjóra til ráðgjafar. • Forstjóri skipar lækningaforstjóra. • Hvergi er fjallað um stjórnunarlega ábyrgð yf- irlækna. • Veitt er heimild til stofnunar fagráðs allra starfs- manna innan heilbrigðisstofnana sem geti komið í stað læknaráðs og hjúkrunarráðs. Fari þó svo að læknaráð starfi áfram við stofnunina er dregið úr áhrifum þess og er forstjóra og framkvæmdastjórn nú aðeins skylt að leita álits þess um mikilvægar ákvarðanir er varða læknisþjónustu stofnunarinnar en ekki allt sem varðar læknisþjónustu sjúkrahússins eins og er í núgildandi lögunt. • Stjórnarnefnd Landspítala er lögð niður en í hennar stað skipar ráðherra ráðgjafarnefnd án tilnefninga sem hafi eingöngu ráðgjafar- og stuðningshlutverk. Þá er henni falið að tryggja tengsl spítalans við þjóðfélagið. Forstjóri skal boða til upplýsinga- og samráðsfunda með nefndinni eftir þörfum en þó eigi sjaldnar en tvisvar á ári. • Landspítali er skilgreindur sem háskólasjúkrahús. • Sjúkrahúsið á Akureyri er skilgreint sem kennslu- sjúkrahús. • Ráðherra skipar sérstaka samninganefnd án til- nefninga til að annast samningagerð um heilbrigð- isþjónustu fyrir sína hönd. Áður höfðu tveir nefnd- armanna verið skipaðir samkvæmt tilnefningu frá Tryggingastofnun ríkisins og fjármálaráðherra. • Mælt er fyrir um skipan stöðunefndar lækna. Ráðherra skipar í nefndina að fengnum tillögum frá Læknafélagi Islands, landlækni og Háskóla íslands. Hún hefur þó eingöngu það hlutverk að meta faglega hæfni umsækjenda um stjórnunarstöður innan lækn- inga sem forstjóri síðan getur ráðið hvern þann í sem stöðunefnd hefur metið hæfan. Mat á hæfni umsækj- enda um stöður sérfræðinga á sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum og stöðum heilsugæslulækna sem ekki gegna stjórnunarstöðum verður alfarið á ábyrgð forstjóra viðkomandi heilbrigðisstofnunar án aðkomu stöðunefndar. Verði frumvarpið óbreytt að lögum má öllum ljóst vera að ráðherra heilbrigðismála og forstjórar heilbrigðisstofnana skipaðir af honum munu hafa öll ráð heilbrigðismála landsins í henda sér. Aðrir aðilar verða í besta falli ráðgefandi. Markvisst er dregið úr áhrifum fagstétta. Athygli vekur hve mjög er dregið úr lögbundnum áhrifum læknastétt- arinnar við alla stefnumörkun og stjórnun innan heilbrigðiskerfisins. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr verður ekki fram hjá því litið að innan heilbrigðismála eru læknar stjórnendur með lengst nám og þjálfun allra stétta að baki. Enn og aftur hvet ég lækna til að lesa frumvarps- drögin. Hafi þeir eitthvað við þau að athuga er ekki úr vegi að láta í sér heyra. Einnig er sjálfsagt að inna þingmenn eftir afstöðu þeirra til frumvarpsins nú á kosningavetri. Sigurður Böðvarsson Höfundur er formaður stjórnar LR og jafnframt meðstjórnandi í stjórn LÍ. Sérgrein: lyf- og krabbameinslækningar. í pistlunum Af sjónarhóli stjórnar birta stjórnarmenn LÍ sínar eigin skoðanir en ekki félagsins. Læknablaðið 2006/92 795
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.