Læknablaðið - 15.11.2006, Side 49
UMRÆÐA & FRÉTTIR / MÁLÞING
orðið í læknisþjónustu á landsbyggðinni. Ég er þó
bjartsýnn á framtíðina og þróun HÞ. Hugmynda-
ríkt, öflugt fólk hefur kontið lil starfa og tekið við
stjórnartaumum, brotið er upp á markverðum nýj-
ungum og ég finn að andinn innan stofnunarinnar
er léttur, framsækinn og áræðinn. Allra ánægð-
astur er ég þó með að hér skuli hafin kennsla
læknanema og unglækna í heimilislækningum.
Engum er það ljósara en heimilislæknum að starfs-
þjálfun lækna verður að fara fram að verulegu
leyti úti á akrinum. Starf heimilislæknis í strjálbýli
er frábrugðið starfi í borg. Þeir eiga miklar þakkir
skyldar sem komu þessurn kennsluþætti í í kring
því fátt er eins gefandi og samstarf við kröfuhart
ungt fólk sem knýr okkur til stöðugrar endurskoð-
unar og að horfa sífellt fram á veginn. Megi það
verða aðal Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga.”
Einn í héraði
Sigurður Halldórsson stundaði framhaldsnám
í heimilislækningum í Svíþjóð og hóf störf á
Kópaskeri 1984. „Astæður þess að ég ákvað að
fara í einmenningshérað voru aðallega þær að ég
átti fjölskyldu á svæðinu og mig langaði að spreyta
mig á því að vera eigin herra og skipuleggja mitt
starf sjálfur. A þessum tíma var mikil umræða um
hlutverk heimilislæknisins, að hann væri sjálfsagð-
ur fyrsti hlekkur heilbrigðiskerfisins gagnvart
skjólstæðingum og aðgengi að honum væri gott.
Ég þóttist sjá að öll þessi skilyrði gæti ég uppfyllt í
einmenningshéraði.
Okostir einmenningshéraða eru ljósir. Það er
fagleg og að hluta til félagsleg einangrun, vaktbind-
ing, lítið aðgengi að sérfræðiþjónustu, bæði lækna
og annarra fagstétta. Óöryggi varðandi afleys-
ingar er geysilega stórt atriði þó ég telji það síðast.
Ýmislegt hefur breyst á þessum 20 árum. Bylting
hefur orðið í fjarskiptamálum. Þegar ég byrjaði
var símasamband bæði lítið og lélegt. Samgöngur
hafa stórbatnað þó mér finnist að okkar landshorn
hafi setið eftir hvað það varðar. Þetta hefur breytt
miklu um að koma fólki frá sér á önnur sjúkra-
hús, bráðveiku fólki eða stórslösuðu.Tölvuvæðing
hefur einnig breytt talsverðu og minnkað einangr-
un. Ég hef reynt að vinna gegn einangrun og leiða í
starfi með því að nýta mér reglulega námsleyfisrétt
og standa vörð um aukinn frírétt.”
Sigurður ræddi síðan um reynsluna af sam-
einingu læknishéraða undir HÞ og sagði hana
jákvæða. „Ég var fylgjandi þessu frá byrjun og
samstarfið hefur gengið vel. Ég trúi á þessa ein-
ingu og er viss um að stærri eining, Sjúkrahús
Norðurlands, yrði of stór og þá tapaðist yfirsýn
yfir starf sem unnið er á þessu stóra svæði. Ég vil
í framtíðinni sjá HÞ á Húsavík sem grunneiningu
á svæðinu og að heilbrigðisþjónusta verði áfram
opinber rekstur, í höndum ríkis eða sveitarfélaga.
Ég sé ekki grundvöll fyrir einkarekstri heilbrigð-
isþjónustu í dreifbýli hér.”
Sigurður kvaðst geta séð fyrir sér að bættar
samgöngur um Norður-Þingeyjarsýslu sköpuðu
grundvöll fyrir einni læknavakt sem sinnti þorp-
unum þremur og þannig leystist afleysingavand-
inn.
Framtíð heimilislækninga
Elínborg Bárðardóttir formaður Félags íslenskra
heimilislækna ræddi stöðu heimilislækninga, upp-
byggingu grunnþjónustunnar og hlutverk heim-
ilislækna. Hún benti á að í Reykjavík eru starfandi
110 heimilislæknar, þar af 25 sjálfstætt starf-
andi, 12 á eigin vegum og 13 hjá sjálfstætt reknu
heilsugæslustöðvunum í Salahverfi og Lágmúla.
Hún kvaðst sjá möguleika á því að sjálfstætt starf-
andi heimilislæknum gæti fjölgað í Reykjavík og
á stærstu þéttbýlisstöðunum og vísaði til viljayfir-
lýsingar heilbrigðisráðherra frá 2002 um fjölgun
sjálfstætt starfandi heimilislækna.
Þátttakendur ípall-
borði frá vinstri: Sigurður
Guðmundsson, Pétur
Pétursson, Elínborg
Bárðardóttir, Jóhann
Agúst Sigurðsson,
Sigurður Halldórsson,
Gísli Auðunsson og
Hallgrímur Hreiðarsson.
Læknablaðið 2006/92