Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.2006, Side 53

Læknablaðið - 15.11.2006, Side 53
UMR/EÐA & FRÉTTIR / MÁLÞING fræðinga þar sem 60% af námstímanum fer frarn á sjúkrahúsum. Það er ekki heimilislækningavænt fyrirkomulag. Lengdur námstími á heilsugæslu nýtist starfslega og námsmöguleikar fólks utan Reykjavíkur eru allt öðruvísi en á heilsugæslu- stöðvunum í Reykjavík.” Hallgrímur lauk máli sínu á því að hvetja heim- ilislækna til að eiga frumkvæði að breytingum í þá átt að beina nemendum sem hyggðu á framhalds- nám í heimilislækningum í auknum mæli út á land; þar væri framtíðin fyrir menntun þeirra. Oflækningar og sjúkdómsvæðing Pétur Pétursson heimilis- og heilsugæslulæknir á Akureyri til margra ára sagði í upphafi máls síns að engum vafa væri undirorpið að nútímaheim- ilislækningar á Islandi hefðu hafist 1966. „Ég held að fordæmið héðan hafi haft veruleg áhrif á það hvernig heilbrigðisþjónustulögin 1973 litu út. Lögin skiptu gífurlegu máli fyrir frumheilsugæslu í landinu og ollu hugarfarsbreytingu, heimilislækn- ingum sem sérgrein óx fiskur um hrygg og gert var ráð fyrir þverfaglegri samvinnu í lögunum. Lyfjalögin frá 1996 skiptu einnig máli því þau voru sett með hagsmuni lyfjaiðnaðarins í huga en hann vegur þungt í sambandi við oflækningar og sjúkdómavæðingu. Og hér kem ég að kjarna máls- ins urn það sem getur orðið þjóðinni til bjargar í þessum efnum, en það eru heimilislæknar sem menntaðir eru til að vinna gegn oflækningum og sjúkdómsvæðingu.” Pétur rifjaði síðan upp minnisverða heimsókn ástralsks læknaprófessors í heimilislækningunt árið 1998 en hann hélt fram þeirri skoðun að læknar sem fæddir væru og uppaldir í dreifbýli væru líklegastir til að sækja þangað aftur sem fullnuma læknar. Pétur rakti setu sína í nefndum sem gerðu ýmsar tillögur urn nám í heimilislækn- ingum en urðu ekki að veruleika þrátt fyrir fögur orð en hann kvaðst þó ánægður með skipulag sér- náms í heimilislækningum sem sett var á Iaggirnar „um aldamótin, undir umsjá mikils kvenskörungs, Ölmu Eirar Svavarsdóttur kennslustjóra, sem hefur lyft Grettistaki og gjörsamlega breytt fram- tíðarhorfum heimilislækninga á íslandi þó ég geti tekið undir gagnrýni Hallgríms hér á undan.” Pétur lýsti því síðan að hann hefði tekið sæti í nefnd árið 2002 sem gert hefði frekari tillögur um framkvæmd framhaldsnáms í heimilislækningum á landsbyggðinni og heilbrigðisráðherra hefði tekið „afar vel” í tillögurnar sem beindust að því að tengja nám við sjúkrastofnanir á landsbyggðinni við framhaldsnámið í heimilislækningum í lækna- deild HÍ. Ekkert hefði þó verið gert með tillög- urnar og sagðist Pétur búinn að fá sig fullsaddan af tillögugerð í nefndum enda væri það öruggasta leiðin til að gera útaf við góð mál að skipa nefnd til að fjalla um þau. „Þverfagleg samvinna, færni í samskiptum og samtals- og frásagnarmiðuð læknisfræði eins og Jóhann Ágúst lýsti hér á undan er miklu mikilvæg- ara en að fást við vandamál sem læknast af sjálfu sér,” sagði Pétur Pétursson að lokum. Samhljómur þekkingar og húmaníóru Sigurður Guðmundsson landlæknir var síðastur á mælendaskrá og óskaði Gísla og Ingimar til hamingju með langan og gifturíkan feril sem væri þó greinilega ekki á enda samkvæmt því sem fram hefði komið. Sigurður sagði ljóst að saga heimilislækninga gæti rakið uppruna sinn til Húsavíkur „einsog margt annað í sögu íslands sem Þingeyingar gætu státað af að vera upphafs- menn að. Ég held við séum alveg sammála um hið fereina hlutverk þjónustunnar. Við eigum að þjóna almenningi, stunda kennslu, rannsóknir og vísindi, en síðast en ekki síst á heilbrigðisþjónusta að vera hluti af samfélaginu. Þar kreppir skórinn hvað oft- ast hjá okkur. Við megum ekki gleyma því hver forsenda þessa fereina hlutverks er. Sjúklingurinn. Það eru ekki við sem vinnum við þjónustuna, það er ekki kerfið sjálft og það er alls ekki rekstur þess. Og þó að það hljómi klisjukennt þá gleymum við þessu fulloft.” Sigurður sagði að framundan væru breytingar í heilbrigðisþjónustunni enda hefði hún verið að breytast mikið og hratt á tiltölulega skömmum tíma. „Spyrja má hvernig hanna á heilbrigðisþjón- ustu? Ég held að okkar þjónusta sé hönnuð fyrir bráðatilfelli, stakstæða þjónustu. Við erum mjög góð í því. Við eigum hins vegar erfiðara með að sinna sjúklingum sem þurfa meira á okkur að halda, þeim sem eru með langvinna, fjölþætta og flókna sjúkdóma. Þeir verða oft utangarðs í þjónustunni. Það má líka segja að við hönnum þjónustuna meira eftir eigin þörfum en þörfum sjúklinganna. Til að leysa þennan vanda þurfum við að finna samhljóminn í þekkingunni og húm- aníórunni. Hvað er það sem gerir okkur að góðum heilbrigðisstarfsmönnum? Góðum læknum. Við þurfum að nota vísindin og bera virðingu fyrir þeim en við þurfum að sýna sjúklingnum að okkur er ekki sama um hann. Við þurfum ekki sýna samúð heldur samhygð,” sagði Sigurður Guð- mundsson iandlæknir. Jóhann Ágúst Sigurðsson. Læknablaðið 2006/92 801

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.