Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2006, Síða 73

Læknablaðið - 15.11.2006, Síða 73
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÍÐORÐ 192 Hnútur eða hnúður Nodus, nodulus Ari Jóhannesson, læknir á Landspítala, hitti undirritaðan á förnum vegi og gat þess að hann væri ekki fyllilega sáttur við umfjöllunina um ensku heitin nodus og nodulus í næstsíðasta pistli (Læknablaðið 2006; 92: 645). Mikið rétt! Umfjöllunin var afar takmörkuð. Það var til dæmis ekki birt tilvitnun í Iðorðasafn lækna, en þar eru tilgreindar þýðingar á nodulus: hnökri, arða, hnúð- ur. Undirritaður hafði þar að auki áður samþykkt í óformlegri viðræðu við Ara að orðið hnúður væri líklega betra en hnútur til að tákna litla fyrirferð- araukningu í vef eða líffæri. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem undirritaður kemur sjálfum sér í bobba vegna þessara heita. í 52. og 53. pistli má lesa meira um það. Loks var ekki tekið á því lykil-atriði í upp- haflegu erindi Ara að íslenska orðið hnútur væri mikið notað í formlegu og óformlegu læknamáli um fyrirferðaraukningar af ýmsu tagi. Hnútur Islensk orðabók Eddu birtir nokkrar skýringar á nafnorðinu hnútur og eru þessar helstar: 1. bragð á bandi eðafesti;2. hnúskur, hnúður;3. hraðfara alda, ólag; 4. snögg vindhviða; 5. mœlieining um hraða; 6. skrautflúr (bókahnútur). Orðið kemur víða fyrir í samsettum fræðiheitum í Iðorðasafni lækna, allt frá amputation neuroma, aflimunartaugahnútur, til xanthoma, fituhnútur. Þá er enska nafnorðið lump skýrt þannig í íðorðasafninu: hnútur. Sérhver fyrirferðaraukning í vef. Undirritaður hefur það einmitt á tilfinningunn i að nafnorðið hnútur sé mikið notað í klínísku talmáli um litlar fyrir- ferðaraukningarívefjumoglíffærum.Orðsifjabókin vísar til skyldleika við nafnorðin hnjótur (smáhæð, barð, þúfa, ójafna, arða) og hnúta (leggjarhöfuð, hnýfilyrði, hnúður, kvistur, horn, hyrna). Hnúður íslenska orðabókin birtir sömuleiðis rnargar skýr- ingar á hnúður: 1. kryppa, kúla, hnúskur, kylfa, kýli, hnútur; 2. hryggjarliður úr hval; 3. hnúði, hnúfu- bakur; 4. neðsti hluti stönguls (á hnúðjurt). Orðið kemur einnig fyrir í nokkrum samsettum heitum í íðorðasafninu, frá cuspis dentis, tannhnúður, til satellite, fylgihnúður, sérstaklega þó þar sem latneska orðið granuloma er hluti af erlenda fræðiheitinu, sbr. granulomatous inflammation, hnúðabólga. Orðsifjabókin vísar til skyldleika við nafnorðin hnoð (hnykill, hnýti, hnoðri) og hnoðri (e-ð lítið, létt og hnykillaga). Hvort er betra? I bókinni Orðastaður, orðabók um íslenska mál- notkun, eftir Jón Hilmar Jónsson, má meðal annars finna eftirtalin orðadæmi: beinhnútur, bólguhnútur, frostbólguhnútur, graftarhnútur, giktarhnútur, sina- hnútur, taugahnútur, œðahnútur og síðan einnig beinhnúður, brjóskhnúður, sigghnúður, fituhnúður, bólguhnúður, kirtilhnúður, rótarhnúður. Ekki verð- ur af þessu greint að merkingarmunur á hnútur og hnúður sé mikill, né að annað sé betra en hitt til að tákna afmarkaða fyrirferðaraukningu í vef eða líffæri. Samkvæmt Orðabók Háskólans hefur það verið þannig notað frá 17. öld. Það, sem menn hafa einkum haft við orðið hnútur að athuga, byggist líklega á þeim skilningi að nafnorðið hnútur merki fyrst og fremst bragð á bandi eða festi. Granuloma Undirritaður vill þó leggja áherslu á þá stefnu, sem mörkuð var af orðanefndinni á sínum tíma, að orðin bólguhnúður og hnúðabólga séu notuð sértækt til að vísa í granuloma (bólgufrumuhreið- ur, gert úr stórum átfrumum og eitilfrumum og oft með margkjarna risafrumum) og granulomatous inflammation (bólgufrumuíferð, oftast krónísk, sem einkennist af bólguhnúðum). Allostatic Frá lyfjafyrirtæki kom fyrirspurn um hvort til væru í íðorðasafninu íslensk heiti til að nota um allostatiska systemer og homeostatiska systemer. Svo reyndist ekki vera með beinum hætti. Orð fyrir homeostasis (steady state) er vissulega til, samvægi, og system er einfaldlega kerfi. Heitið allostasis fannst hins vegar ekki í tiltækum læknisfræðiorðabókum. Orðið er komið úr grísku, þar sem allos merkir annar eða öðru vísi, en stasis merkir kyrrstaða eða óbreytt ástand. Eftir nokkurt grúsk á netinu þóttist undirritaður komast að því að heitið allostasis væri notað um aðlögunarferla sem leiddu til nýs jafnvægis eftir ytra álag. Því voru lögð fram íslensku heitin aðlögunar- kerfi fyrir allostatic system og samvægiskerfi eða jafnvægiskerfi fyrir homeostatic system. Cerclage I pistlum 187 og 190 var rætt um íslenskt heiti á band, sem hnýtt er umhverfis legháls til að koma í veg fyrir fósturlát við leghálsbilun. Þorvaldur Ingvason, bæklunarlæknir á FSA, sendi tölvupóst til að benda á að heitið cerclage væri einnig notað um vír, sem hringaður er um bein til festingar. Af þeim heitum, sem stungið var upp á, hringband, hringsaumur, leghálsband, leghálshaft. Icgháls- saumur og loksaumur, fannst honum aðeins hringband og hringsaumur koma til greina í sinni sérgrein. Ekkert hefur enn heyrst frá kvensjúk- dómalæknum. Jóhann Heiðar Jóhannsson johannhj@landspitali.is Jóhann Heiðar er læknir á Landspítala Hringbraut. Læknablaðið 2006/92 821
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.