Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.2006, Side 87

Læknablaðið - 15.11.2006, Side 87
HUGLEIÐING HÖFUNDAR Frumkvæðið hugleiðing um breytta heimsmynd Ég orðið þeirrar gæfu aðnjótandi á síðustu árum að fá að meðtaka mjög einfaldan sannleika sem stór hluti mannkynsins hefur litið á sem sjálfsagða staðreynd frá örófi alda. Ég hef sem sagt komist að því að ef ég er í sæmilegu andlegu jafnvægi gengur mér betur að glíma við lífið frá degi til dags. Og þegar svo var fyrir mér komið að andleg líðan mín var í jafnvægi dag eftir dag, viku eftir viku, og heilu misserin jafnvel, fór sú tilfinning að vera við- varandi að flestir mínir draumar gætu ræst. Ef ég væri reiðubúin til að leggja mig alla fram og halda áfram á þessari þroskabraut, skref fyrir skref, væru mér svo að segja allir vegir færir. Og þá áttaði ég mig á því hvað mannshugurinn er merkilegt fyr- irbæri, flókið og einfalt í senn. Það virðist nefnilega vera þannig að þegar maðurinn hefur yfirstigið hindranirnar í sínum eigin huga eru honum engin takmörk sett. Þá verður honum ekkert lengur ómögulegt. Og það er mjög magnað að uppgötva þessar einföldu staðreyndir lífsins, sérstaklega fyrir manneskju eins og mig. Það sem síðan fylgir með í þessum mjúka pakka eru ný og betri gleraugu í staðinn fyrir þessi gömlu og rispuðu og þegar þau eru kominn á nefið breytist allt umhverfi manns með undursamlegum hætti til batnaðar. Eiginmaðurinn, fjölskyldan, vinirnir og vinnufélagarnir verða allt í einu þol- anlegri, fréttirnar í fjölmiðlunum verða jákvæðari og skemmtilegri, ökumenn verða tillitssamari í umferðinni og veðrið mun betra en maður á að venjast. Það verður allt í einu gaman að vakna á morgnana og öll þau viðfangsefni sem uxu manni áður í augum leysast annaðhvort sjálfkrafa eða breytast í tækifæri til að reyna á sig og þroskast. Síðan kemur sá tími að maður fer að sjá það góða í sérhverri manneskju og þá minnkar ósjálfrátt vægi þess sem ekki er í lagi og í sumum tilfellum hverfur það alveg þegar fram líða stundir. Allt kemur þetta stórkostlega á óvart til að byrja með en svo áttar maður sig smám saman á því að það hefur ekkert breyst - nema maður sjálfur. Og þvílík breyting! Það er ekkert skrýtið þótt maður detti eitt augna- blik ofan í gamla ásökunartóninn og spyrji eins og óábyrgur velferðarsamfélagsþegn: Af hverju sagði mér enginn frá þessu fyrr?! Þeirri spurningu er auðsvarað. Ef ég undanskil foreldra mína sem gerðu alla tíð sitt besta til að ég mætti þroskast og dafna og sný mér að stofnunum þjóðfélagsins má tína þar ýmislegt til. Skólakerfið var til dæmis langt frá því að vera fullkomið á þeim árum sem ég var að alast upp. Þjóðkirkjan og flest önnur trúarsamfélög treystu því enn í of ríkum mæli að hræðsluáróður væri ágætis aðferð til að breiða út fagnaðarerindið. Og heilbrigðiskerfið - og þá er komið að því að ég andvarpi, eins og Sigfús Daðason í ljóðinu um Jafet gamla á Efsta- bæ: Æ! Heilbrigðiskerfið! Öll mín fullorðinsár hefur heilbrigðiskerfið verið í krísu. Að mínu mati er það ekkert svo fjarri lagi að líkja útþenslunni og samdrættinum sem einkennt hefur íslenska heilbrigðiskerfið síðustu áratugina við alkóhólíska afneitun. Fyrstu árin er allt í uppsveiflu og fjörið á djamminu yfirskyggir allt annað. Síðan fer að halla undan fæti og leiðindin og lasleikinn varpa sífellt stærri skugga á skemmtunina. Síðustu árin ríkir ömurleikinn einn og þá er líðanin alltaf jafn- slæm hversu mikið sem drukkið er. En þótt þessi litla samlíking sé ágæt eins langt og hún nær er þetta engu að síður útúrdúr frá meginefni pistils- ins. Stofnanir samfélagsins samanstanda nefnilega af borgurum þessa sama samfélags og þær verða aldrei betri en þeir. Stofnanir samfélagsins gera ekki annað en endurspegla ríkjandi viðhorf á hverjum tíma og þær kröfur sem fólkið í landinu gerir til lífsins. Til að svara spurningunni hér að framan verð ég að viðurkenna að fjöldinn allur af fólki, þar á meðal kennarar, prestar og læknar, reyndu sitt besta til að beina mér inn á rétta braut í gegnum tíðina án þess hafa erindi sem erfiði. Ef það náði á annað borð eyrum mínum trúði ég því ekki að lífið gæti verið svona einfalt. Lífið, var í mínum huga, aldrei hér og aldrei nú. Ég lifði aldrei einn dag í einu. Ég var ýmist stödd í fortíðinni eða fram- tíðinni. Annaðhvort upptekin við að velta mér uppúr vonbrigðum og mistökum fortíðarinnar eða önnum kafin við að koma böndum á allt það sem hugsanlega gæti eyðilagt fyrir mér framtíðina. En á síðustu árum hef ég lært að það eina sem er í mínu valdi að stjórna í þessum heimi er það hvernig ég bregst við því sem gerist frá degi til dags - hvernig ég bregst við lífinu sjálfu. Og því get ég breytt - hér og nú! hugmyndin um tilgang lífsins tœr eins og ískristall meðan horfi á orðið sem ég skrifaði í móðuna á gufubaðsrúðunni hverfa Linda Vilhjálmsdóttir Unda vHhjihraJduir írostfiðrildin Linda Vilhjálmsdóttir er rithöfundur (1958). Ljóð Lindu hafa birst víða en fyrsta Ijóðabók hennar, Bláþráður, kom út 1990. Síðan hefur hún sent frá sér fleiri Ijóðabækur og leikrit og Ijóðverk eftir hana hafa verið sett upp í Borgarleikhúsinu og Kaffileikhúsinu. Þá voru Ijóð hennar sýnd á Kjarvals- stöðum í apríl 1993. Fyrsta skáldsaga Lindu, Lygasaga, kom út 2003. Linda hlaut Menningarverðlaun DV árið 1993 fyrir Ijóðabókina Klakabörnin. Ljóð hennar hafa birst í erlendum þýð- ingum í safnritum. - Nýjasta Ijóðabók Lindu, Frostfiðrildin er væntanleg, á markað í haust, Ijóðið til vinstri er úr henni. Læknablaðið 2006/92 835

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.