Fréttatíminn - 24.10.2014, Page 26
VERKFRÆÐI- OG NÁTTÚRUVÍSINDASVIÐ
AÐGANGUR ÓKEYPIS OG ALLIR VELKOMNIR
facebook.com/verkognatt
#visindadagur
Starfsfólk Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands
býður til Vísindadags. Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna.
Vísindasmiðjan
Sprengjugengið
TeamSpark
Stjörnutjaldið
Glænýtt Holuhraun
Ævar vísindamaður
„Nýjasta tækni og vísindi“
Fjöldi erinda um vísindi á mannamáli
Nánari dagskrá á visindadagur.hi.is
PI
PA
R
\
TB
W
A
•
S
ÍA
•
1
43
61
1
NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI
LAUGARDAGINN 25. OKTÓBER 2014, KL. 10–16 í ÖSKJU, STURLUGÖTU 7
VÍSINDADAGUR
HAFIÐ
JARÐFRÆÐI
SKIPULAG
MENNING
FERÐAMENNSKA
LÆKNISFRÆÐI
LÍFFRÆÐI
ALHEIMURINN
LOFTHJÚPUR
LOFTSLAG
LANDBÚNAÐUR
NÝSKÖPUN
SJÁLFBÆRNI
JARÐVARMI
VERKFRÆÐI
in komst á snoðir um að það væri ellefu ára
stelpa á götunni og lögreglan fór að hirða
mig upp fulla hér og þar um bæinn þá var ég
sett á neyðarathvarf unglinga við Kópavogs-
braut 9 og mamma var kölluð þangað á fund
frá Siglufirði. Ég gargaði bara á hana og vildi
ekkert með hana hafa og eftir það man ég
ekki eftir að hún hafi verið inni í myndinni.
Starfsfólkið þarna var frábært en ég var langt
leidd þarna, reið og í neyslu og einhverra
hluta vegna komst ég alltaf út og var um leið
komin aftur í sama gengið.“
Þegar Díana var á þrettánda ári var hún
sett á unglingaheimilið við Kópavogsbraut
17. „Ég var þar í níu mánuði, minnir mig,
en strauk oft á þeim tíma og hætti aldrei í
neyslu. Ég var komin í samskipti við eldra
fólk sem kenndi mér á kerfið og útvegaði
mér dóp. Þetta var bara endalaus neysla og
allt ógeðið sem því fylgir. Ég var svo send
á heimavist á Reykjaskóla í Hrútafirði. Þar
átti ég auðvitað enga samleið með neinum,
gerði allt vitlaust og var rekin stuttu síðar.
Þá voru engin úrræði eftir í kerfinu og ég
fór bara aftur á götuna,“ segir Díana sem
bjó á þessum tíma í hitakompum, almenn-
ingsklósettum eða stigagöngum og stundum
í kommúnum með eldra fólki. Hún vann hér
og þar en var fljót að missa vinnuna. „Ég var
svo erfið í samskiptum, var alltaf í neyslu og
svo brjáluð í skapinu að við minnsta rask þá
bara sprakk ég.“
Fyrsta meðferðin
„Það var mikil örvænting sem leiddi til þess
að ég vildi komast út úr þessu lífi. Sumar
stelpur sem hafa verið misnotaðar og lenda
svo í neyslu bera litla virðingu fyrir líkama
sínum og leiðast auðveldlega út í vændi, en
mín viðbrögð voru þveröfug. Ég reyndi alltaf
að fela líkama minn eins og ég gat og gekk í
tvennum buxum ef ég mögulega gat,“ segir
Díana sem hét sjálfri sér að leiðast aldrei út í
vændi. „Ég hafði kynnst þessum heimi mjög
ung en alltaf náð að halda mér frá honum.
Það voru ákveðnir menn sem stunduðu það
að selja ungar stúlkur og þeir höfðu náð
nokkrum vinkonum mínum til sín. Ég var á
þrettánda ári þegar mér var fyrst boðið að
taka þátt. Vændi vakti alltaf mikið ógeð hjá
mér og ég vildi ekki misbjóða mér með því en
þegar ég var sextán ára og í þannig ástandi
að ég réð ekki við aðstæður, var mér mis-
þyrmt og nauðgað. Sá atburður varð vendi-
punktur hjá mér.“
Stuttu eftir þennan atburð ákvað Díana í
fyrsta sinn að fara í meðferð. Hún fór á Vog
og í kjölfarið á Staðarfell þar sem hún eyddi
jólunum stuttu eftir að hún varð sextán ára.
„Sú dvöl var mér að einhverju leyti til góðs
því það opnaðist fyrir mér alveg nýr heimur
og þar ákvað ég að ég vildi tileinka líf mitt því
að hjálpa ungum fíklum og gerast meðferðar-
fulltrúi. En þarna var ég með fullt af full-
orðnum körlum sem sýndu mér, unglingnum,
kynferðislegan áhuga og það var alls ekki við
hæfi. Þarna var, til dæmis, einn eldri maður,
mjög veikur sem taldi sig eiga mig frá fyrsta
degi. Hann vildi ráða yfir mér í einu og öllu,
það var ekki auðvelt að þóknast honum ekki.
Á þessum tíma, komandi úr því umhverfi sem
ég hafði verið í, þá sá ég ekkert athugavert
við þetta. Ég skynjaði ekki hversu brenglað
þetta væri. Aðstæður sem þessar ættu ekki
að skapast á svona stað eða vera hluti þess
sem ung stúlka eða kona er að fást við í með-
ferðinni.“
Myrkasta tímabilið
Díana náði tveimur vikum edrú eftir þessa
fyrstu meðferð en hún hafði ekki verið alls-
gáð svo lengi síðan hún var ellefu ára. Við
tók tímabil sem Díana segir það myrkasta í
sínu lífi. „Það sem tók við var ógeðslegt. Ég
hafði eitthvað notað sprautur áður en þarna
fór ég að sprauta mig daglega. Og þarna fór
ég líka að umgangast aðra tegund manna,“
segir Díana, sem á alls ekki auðvelt með
að tala um þennan tíma. „Ég vildi að þetta
væri ekki hluti af minni sögu en ég get ekki
sleppt því að segja frá þessu því ég veit að
það er fólk þarna úti að upplifa það sama. Það
eru alltaf til staðar menn sem misnota sér
þetta sorglega ástand. Ég vildi bara komast
í vímuna, komast út úr sársaukanum og
ástandinu og ég var til í að gera nánast hvað
sem er til þess. Ég gekk ekki yfir það strik að
selja mig en ég tók við öllu sem mér var rétt
og át það, reykti eða drakk. Svo lá ég með-
vitundarlaus og hver sem er hefði getað mis-
notað sér þær aðstæður. Ég vaknaði upp við
eitt slíkt atvik sem varð til þess að ég spyrnti
vel við fótunum. Eftir það var þessi tegund
af vímu ekki lengur í boði fyrir mig. Mörkin
sem höfðu myndast við að vera misnotað
barn urðu til þess að ég skipti alveg um, fór
að sækja í annarskonar vímu. Ég hætti ekki
í neyslu heldur breytti henni og sótti meira í
örvandi efni.“
Að finna kærleikann
Löngun Díönu til að komast út úr þessum
heimi varð sífellt sterkari og hún fór oft í
meðferð en féll alltaf stuttu síðar. „Ég fór oft
inn á Vog en ekkert gekk. Svo fór ég í með-
ferð á Vífilsstöðum þegar ég var orðin tvítug.
Það var góð meðferð og gjörólík þeim fyrri,
Vogur Staðarfell eða Vogur Sogn. Á Vogi leið
mér eins og á færibandi en á Vífilsstöðum
fannst mér ég meðhöndluð sem einstakur
einstaklingur. Að ég sem persóna skipti máli.
Þar var ekki bara tekist á við fíknina heldur
alla fortíðina,“ segir Díana, sem féll í síðasta
sinn stuttu eftir meðferðina en varð svo edrú
með hjálp stuðningsfulltrúa, þann 16. ágúst
1993. „Þessi kona sem varð stuðningsmann-
eskjan mín bjó yfir óskilyrtum kærleika. Hún
dæmdi mig aldrei en setti mér samt skýr
mörk. Ég var alltaf að ögra og reyna á fólk, en
hún gaf aldrei eftir. Hún setti mörkin á þann
hátt að ég upplifði ekki höfnun, vissi alltaf að
hún elskaði mig. Við þráum öll að elska og að
vera elskuð. Við þráum öll að tilheyra og að
skipta einhvern máli. Það er trú og kærleikur
sem skiptir mestu máli.“
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Díana var alveg viss
um að hún væri búin
að eyðileggja sig
fyrir lífstíð fyrst eftir
að hún varð edrú. Hún
hafði engar sérstakar
væntingar til sjálfrar
sín aðrar en að halda
sér edrú. „Ég hélt að ég
gæti aldrei orðið neitt.
En svo fór ég að starfa
sem ráðgjafi, eins og
mig hafði langað til frá
því að ég upplifði mína
fyrstu meðferð. Þegar
Mikilvægt
að trúa
ég byrjaði í fjölbraut
kom í ljós að ég gat bara
alveg lært,“ segir Díana
sem er guðfræðingur
í dag. „Ég var alveg
brjáluð út í Guð og
skildi ekki hvað væri
að þessum „fokkings“
Guð. Ef hann var þá til,
að láta svona mörgum
liða illa. En þegar ég
lenti í örvæntingarhorn-
unum þá hrópaði ég
út í myrkrið á hjálp.
Ég held að það sé ekki
hægt að vera reiður út í
eitthvað sem er ekki til.
Það er svo gott að hafa
trú, sama hvaða nöfn
þú setur á hana, því
þá er fólk komið með
stuðning þegar það
hefur engan til að halla
sér að.“
26 viðtal Helgin 24.—26. október 2014