Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.10.2014, Page 31

Fréttatíminn - 24.10.2014, Page 31
Stekkjarbakka 6 • 540 3300 • gardheimar.is Njótum hausts ins Tilboð 3 erikur 990kr opiÐ til 21:00 Öll kvÖld Spennandi helgartilboð hverja helgi! Skapaðu hlýleika heima með fallegum haustplöntum luktum og ljósaseríum · HOLLT OG GOTT Í HÁDEGINU fæddra eru nokkrir Reykvíkingar sem flutt hafa í nágrenni jökulsins til þess að taka þátt í ævintýrinu. Þau eru Björg Árnadóttir fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins og synir hennar tveir Arnar Gauti og Guðmundur Markússynir en Arnar Gauti er einn eigendanna. Það munar um þegar níu manns ásamt fjölskyldum sínum ákveða að byggja upp lífsafkomu sína á svæð- inu. Þau hafa áhrif á samfélagið þar sem þau kaupa eða leigja húsnæði, greiða útsvar og kaupa þjónustu. Fyrir þau er mikilvægt að taka þátt í að byggja upp samfélagið. Eitt af vandamálum við framtíðar stækk- un fyrirtækisins er þó skortur á leiguhúsnæði á svæðinu. Vinsælar jeppa- og gönguferðir „Stór hluti af veltunni kemur frá jeppa- eða gönguferðum um hálendið og Suðurströndina, inn í Þórsmörk, Landmannalaugar og á Eyjafjallajökul. Við bjóðum líka svokallaðar GRÍN ferðir eða Global Renewable Energy Educational Network (GREEN) ferðir. Þær eru í samstarfi við Melissu, unga konu í Bandaríkjunum. Ég hitti hana fyrst á ráðstefnu sem ég stóð fyrir á Íslandi og kallaði „Under 30 CEO’s“. Við náðum líka sam- starfi við Orkuskóla Háskólans í Reykjavík en nemendurnir, sem eru aðallega verkfræðinemar frá Bandaríkjunum, fá einingar fyrir ferðirnar til Íslands. Ferðirnar eru stílaðar inn á vetrar- og sumarfrí í háskólunum úti og við fáum um það bil 40 manns í hverja ferð í 10 ferðir á ári. Fyrirtækið er líka með hús inni á miðjum Sprengisandi sem við köllum Midgard. Þangað förum við í vetrarferðir með litla og stóra hópa. Þær ferðir geta einnig verið spennandi kostur fyrir íslensk fyrirtæki sem eru með hvataferðir fyrir starfsmenn í liðsheildar- vinnu,“ segir Siggi Bjarni. Upplifðu ævintýrið Markmiðið er að ferðamenn sem heimsækja Ísland öðlist ánægju- lega og jákvæða upplifun en hlut- verk South Iceland Adventure er líka að skapa eigendum og starfs- mönnum skemmtilegt og gefandi vinnuumhverfi. „Við erum að vinna við það sem okkur þykir skemmti- legast og leggjum okkur 130% fram,“ segir Siggi Bjarni. „Svo er okkur líka mikilvægt að ná aftur á Hvolsvöll brottfluttum Hvolsvell- ingum og jafnvel öðrum, og skapa þeim atvinnu á svæðinu.“ „Við höfum lifað mestalla ævi okkar í kringum Eyjafjallajökul og þekkjum umhverfið eins og lófana á okkur. Við búum yfir gríðarlega mikilli fjallareynslu og sameinum þannig þekkingu okkar, hæfni og ástríðu fyrir íslenska hálendinu. Við leggjum áherslu á, að líkt og forfeður okkar víkingarnir, að skilja náttúruna og finna þá sér- stöðu sem gerir fríið sérstakt. Það að nota víkingana í markaðsefni okkar er leið til þess að túlka kar- akterinn í fyrirtækinu,“ segir Siggi Bjarni. „Hugmyndafræði okkar snýst um það að við stýrum okkar eigin viðhorfum í vinnunni og viljum gera daginn eftirminnilegan. Við báðum starfsmenn um að búa til gildi út frá því hvernig þeir upp- lifðu fyrirtækið og þeir komu upp með orð eins og væntumþykja, gleði og sveigjanleika. Einn starfs- maður lýsti fyrirtækinu líka sem risasmáu. Mér finnst það lýsa andrúmsloftinu vel. Það sem drífur okkur áfram er að við viljum gera betur en okkar besta fyrir við- skiptavininn,“ segir Siggi Bjarni. Sé ekki eftir neinu Björg Árnadóttir, framkvæmda- stjóri SIADV, er hjúkrunarfræð- ingur með MBA gráðu en hún var í góðu starfi hjá Vistor sem sölu- og markaðsstjóri þegar hún ákvað að flytja á Hvolsvöll til að taka þátt í ævintýri strákanna. „Ég stundaði fjallgöngur og úti- vist og ákvað í framhaldinu að fara í leiðsögumannaskólann og björg- unarsveitina. Maðurinn minn dreif sig með mér en við höfum verið saman frá því við vorum 15 ára gömul. Það var eiginlega Mummi, yngri strákurinn okkar, sem var fyrirmyndin og við drifum okkur í nýliðaþjálfun í sömu björgunarveit og hann. Það gaf mér líka tækifæri til að njósna um hann,“ segir Björg og hlær. „Í kjölfarið ágerðist löngun mín til að skipta um starfsvettvang en það er ekki alltaf auðvelt. Sér- staklega ekki þegar maður dettur 807 þúsund ferðamenn Heildarfjöldi erlendra ferðamanna var um 807 þúsund árið 2013 en það er um 20% aukning frá árinu 2012 en þá voru erlendir ferðamenn um 673 þúsund talsins. Um 781 þúsund ferðamenn komu með flugi um Keflavíkurflugvöll eða 96,7% af heildarfjölda ferða- manna. Tæplega 17 þúsund komu með Norrænu um Seyðisfjörð eða um 2,1% af heildinni og tæp 10 þúsund með flugi um Reykjavíkur- eða Akureyrarflugvöll eða um 1,2% af heildinni. Heimild: Ferðamálastofa Siggi Bjarni markaðssetti South Iceland Adventure með því að ferðast milli borga í Evrópu og fara með bækling á ferðaskrifstofur.Framhald á næstu opnu viðtal 31 Helgin 24.—26. október 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.