Fréttatíminn - 24.10.2014, Page 38
Fyrir og eftir predikun
M
Menntaskólanemar bindast oft sterkum
böndum. Svo er um þriðja útskriftarhóp
Menntaskólans við Hamrahlíð, sem pistil-
skrifarinn tilheyrir, MH 72. Saumaklúbb-
ar lifa góðu lífi, hópurinn hittist á fimm ára
fresti og í seinni tíð halda piltar hópsins
árlegt haustblót, verða ungir á ný, borða,
syngja og fá sér aðeins í tána, þó ekkert
í líkingu við það sem gat gerst hjá óvönu
ungviði á dansæfingum forðum daga.
Ragnar Önundarson viðskiptafræðingur
stýrir fundum af festu. Ekki þarf langt
að sækja forsöngvara og undirleikara því
bróðurpartur Stuðmanna er í hópnum.
Einn félaganna er fenginn til að messa. Í
haust kom það í hlut undirritaðs. Þótt slík
samkoma litist vitaskuld af viðstöddum
fundarmönnum leyfi ég mér að birta úr-
drátt úr predikuninni hér, eins og pláss
leyfir, á þeirri forsendu að innan hópsins
eru þjóðkunnir menn og skemmtilegir.
„Kæru skólabræður.
Það er gaman að horfa yfir þennan hóp
karlmanna. Líkamsbygging og limaburð-
ur er eins og best verður á kosið. Hópurinn
ber í senn með sér lífsreynslu og lífsgleði.
Hárið er styttra en þann sæla júnídag er
við lögðum út í lífið. Ég er ekki að segja að
við höfum ekki verið fallegir vorið 1972,
það vorum við. Það er helst að hártískan
hafi ekki verið okkur í hag sem frekar á
við um okkur bræður en fagrar skólasyst-
ur. Kannski er það vegna hártískunnar
sem maður sér stúdentshópmyndinni ekki
hampað. Ég hef aðeins séð hana hanga
uppi hjá einum í hópnum – hvorki í stofu
né bókaherbergi – heldur á salerni!
Það er ekki víst að lærifeður okkar hafi
gert sér miklar vonir um þennan hár-
prúða árgang. Samt rættist vel úr honum.
Þaðan komu máttarstólpar þjóðfélagsins,
karlar og konur. Frægastir, að minnsta
kosti karlamegin, eru þeir sem skipa
unglingahljómsveit allra tíma. Það þarf
ekki að hafa mörg orð um þau ungmenni,
Valgeir Guðjónsson, Jakob Frímann
Magnússon og Sigurð Bjólu. Þá má nefna
til sögunnar sjálfa rödd Íslands. Við búum
í landi þar sem vænta má eldgosa, jarð-
skjálfta, aftakaveðurs, snjó- og vatnsflóða
svo ógurlegra að brýr tekur af og byggðir
einangrast. Í mestu hamförunum setur
ótta að fámennri þjóð – allt þar til djúp
rödd heyrist á öldum ljósvakans. Útvarp
Reykjavík, Útvarp Reykjavík, fréttir segir
Broddi Broddason. Þá – og þá fyrst –
færist ró yfir landsmenn. Frá þeirri stundu
eru þeir í öruggum höndum. Ekkert getur
grandað þeim.
Útskriftarhópurinn skilaði af sér
hvorki fleiri né færri en fimmtán læknum,
heilaskurðlæknum og öðrum merkum
sérfræðingum, auk annarra heilbrigðis-
starfsmanna – en nánast fjórðungur
hópsins hefur helgað líf sitt þeim geira.
Þess vegna – og aðeins þess vegna – hefur
heilsa þjóðarinnar verið góð undanfarna
áratugi, þrátt fyrir sífelldan niðurskurð,
úrelt lækningatæki og gamlar byggingar.
Þá skortir hvorki lögfræðinga, arkitekta,
presta né verkfræðinga og vitaskuld hafa
verið í okkar hópi skólastjórar, bankastjór-
ar og sveitarstjórnarmenn, svo eitthvað
sé nefnt.
Í sveitarstjórnum hefur einmitt verið
helsta aðkoma hópsins að pólitík en þar
gnæfir ein staða yfir öllum öðrum, staða
borgarstjórans í Reykjavík. Að sjálfsögðu
hefur MH 72 átt borgarstjóra. Því starfi
gegndi félagi okkar, Ólafur F. Magnússon
læknir.
Svo merkilegt sem það er, hefur þessum
föngulega hópi gengið verr þegar kemur
að kjötkötlum landstjórnarinnar. Frækn-
ustu kappar hópsins hafa reynt að komast
á þing og skal þar helst telja til landbún-
aðarforkólfa Framsóknar, Guðmund Stef-
ánsson og Þórarin E. Sveinsson. Þeir náðu
aðeins að verma varamannabekki – og
sama átti við um jafnaðarmanninn Jakob
Frímann Magnússon.
Við höfum því lengst af orðið að
monta okkur af viðhengjum árgangsins,
Guðbjarti Hannessyni, þingmanni og
ráðherra, eiginmanni Sigrúnar Ásmunds-
dóttur, skólasystur okkar og Vilhjálmi
Egilssyni, fyrrum þingmanni, eiginmanni
Ragnhildar Pálu Ólafsdóttur, skólasystur
okkar. Þegar þau tengsl dugðu ekki
urðum við að leita á slóðir forfeðra sam-
stúdentanna, minntumst Halldórs E.
Sigurðssonar, þingmanns og ráðherra,
föður Sigurðar Halldórssonar, Magnúsar
Torfa Ólafssonar, þingmanns og ráðherra,
föður Sveins E. Magnússonar og Jónasar
Péturssonar þingmanns, föður Péturs
Þórs Jónassonar.
Eftir því sem á ævi okkar leið minnkaði
vonin um kjörinn fulltrúa á Alþingi Ís-
lendinga úr hópnum. Við urðum fertugir,
fimmtugir og loks sextugir. Hvorki gekk
né rak. Bjartsýnustu stúdentar fóru smám
saman að sætta sig við það að á þessu eina
sviði næði MH 72 ekki árangri. Slægi ekki
í gegn, svo vitnað sé til unglingahljóm-
sveitar árgangsins.
En vorið 2013 gerðist undrið. Ástsæll
skólabróðir, Vilhjálmur Bjarnason, hafði
mætt í sjónvarp fyrir hönd sinnar heima-
byggðar, Garðabæjar, og slegið í gegn í
spurningaþættinum Útsvari. Viska hans,
undirstöðumenntun frá MH-árunum,
keppnisskap – en ekki síst framkoma öll
og leikræn tjáning – færði honum slíkan
kjörþokka að helst má líkja við stórstjörn-
ur 20. aldar sem komust til æðstu metorða
í kjölfar sjónvarpsþátta. Á vordögum síð-
asta árs flaug Villi Bjarna sem sagt á þing
og situr þar enn.
Eftirtektarvert er fyrir þjóð sem gengið
hefur í gegnum efnahags- og bankahrun
að skoða nokkrar staðreyndir í því sam-
bandi. Frá því að fulltrúi stúdenta MH 72
settist á þing á liðnu ári, hefur hagvöxtur
aukist, verðbólga hjaðnað, erlendar
skuldir lækkað og dregið verulega úr at-
vinnuleysi. Metafli hefur fengist úr sjó og
makríll gengur nú á Íslandsmið. Þá hefur
togaraflotinn verið endurnýjaður.
Jafnvel knattspyrnulandsliði Íslands
gekk framar vonum á kosningaári Vil-
hjálms, það komst á þröskuld heims-
meistarakeppninnar í Brasilíu og
stefnir nú óðfluga í úrslitakeppni
næsta Evrópumeistaramóts. Villi
Bjarna er á góðri leið með að gera
okkur að Evrópumeisturum!
Ónefnt er að Stjarnan, íþrótta-
félagið í heimabæ Vilhjálms
Bjarnasonar, varð Íslandsmeist-
ari í karlafótboltanum í fyrsta
sinn á dögunum – og gott ef
ekki í kvennaboltanum líka.
Hvort Villi fullkomnar þetta –
og nær eina djobbinu sem eftir
stendur ósnert af MH-stúdentum
1972 – kemur í ljós sumarið 2016
þegar Bessastaðabóndinn lýkur
fimmta kjörtímabili sínu!“
Jónas
Haraldsson
jonas@
frettatiminn.is
HELGARPISTILL
Te
ik
ni
ng
/H
ar
i
38 viðhorf Helgin 24.—26. október 2014
SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT
METSÖLULISTI EYMUNDSSON
VIKAN 15.10.14 - 21.10.14
1 2
5 6
7 8
109
43
Í innsta hring
Viveca Sten
Kata
Steinar Bragi
Hans Jónatan
Gísli Pálsson
Náðarstund
Hannah Kent
Afdalabarn
Guðrún frá Lundi
Gula spjaldið í Gautaborg
Gunnar Helgason
Leitin að Blóðey
Guðni Líndal Benediktsson
Handan minninga
Sally Magnusson
Í krafti sannfæringar
Jón Steinar Gunnlaugsson
Arfleifð
Veronica Roth