Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.10.2014, Page 41

Fréttatíminn - 24.10.2014, Page 41
41 bílarHelgin 24.—26. október 2014 H eimilisbíllinn er þarfaþing á hverju heimili. Ef hann bilar skyndilega fer margt úr skorðum hjá fjölskyldunni. Til þess að fyrirbyggja bilun á bílnum er því best að fylgja reglubundinni þjónustuskoðun og smurþjónustu sem tilgreind er í þjónustubók bílsins, segja Ómar og Björn, eig- endur bílaverkstæðisins Bílvogur ehf. Sem dæmi um fyrirbyggjandi aðgerð má nefna skoðun á ástandi tímareimar, en mikill kostnaður getur hlotist af ef tímareim slitnar í bíl. Bílvogur er bílaverkstæði sem tók til starfa í maí 1987 og er því komin 27 ára reynsla á fyrirtækið. Á verkstæðinu starfa 7–8 manns. Alla tíð hefur verkstæðið verið staðsett í Auðbrekku 17, í Kópavog- inum. Þeir Ómar og Björn segja tækniframfarir hafa breytt miklu í bílaviðgerðum. Samhliða aukinni tækni er bilanaleit mun nákvæm- ari en áður og er því nauðsynlegt að vera með réttu græjurnar. „Allt frá upphafi höfum við sér- hæft okkur í viðgerðum á Volkswa- gen, Audi, Skoda og Mitsubishi. Þessir bílar eru okkar sérfag“, segja Ómar og Björn. Bílvogur er BGS vottað bílaverkstæði sem þýðir að Bílgreinasambandið hefur veitt þeim viðurkenningu. Þessa vottun fá eingöngu verkstæði sem fylgja ákveðnum stöðlum BGS. All- ir starfsmenn verkstæðisins sækja reglubundin námskeið til að læra um tækni og nýjungar í greininni. Hjá Bílvogi er hægt að fá allar al- mennar bílaviðgerðir á fólksbílum eins og þjónustuskoðanir, bremsu- viðgerðir, pústviðgerðir, smurþjón- ustu, hjólastillingu, tímareima- skipti, umfelgun, aflestur í tölvu vegna bilanaleitar og endurskoð- un, segja Bílvogsmenn að lokum. Unnið í samstarfi við Bílvog Bílvogur hefur verið staðsettur í Auðbrekku 17 í Kópavogi frá stofnun. Tækniframfarir hafa breytt miklu í bílaviðgerðum GA MA N S: 1819 | 1819.IS HVAR LÆT ÉG REYKJA LAX?

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.