Fréttatíminn - 30.12.2014, Side 19
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
6
75
70
OPNUNARTÍMI UM HÁTÍÐIRNAR
Vínbúðirnar á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Reykjanesbæ og Selfossi
Þriðjudagur 30. desember 11.00 - 20.00
Skeifan, Dalvegur og Skútuvogur 10.00 - 20.00
Miðvikudagur 31. desember 10.00 - 14.00
Fimmtudagur 1. janúar – nýársdagur Lokað
Föstudagur 2. janúar 11.00 - 19.00
Skeifan, Dalvegur og Skútuvogur 10.00 - 20.00
Laugardagur 3. janúar 11.00 - 18.00
Reykjanesbær og Selfoss 11.00 - 16.00
Sunnudagur 4. janúar Lokað
Mánudagur 5. janúar Talning
Sjá nánar um opnun einstakra búða á vinbudin.is
Nánari upplýsingar um opnunartíma er að finna á vinbudin.is
Þ
að er alls ekkert
þannig að mig hafi
alltaf dreymt um
að vera slökkviliðs-
kona, en ég hafði
íhugað það. Svo þegar stöðvar
Reykjavíkur og Hafnarfjarðar
voru sameinaðar árið 2000 þá
voru konur hvattar til að sækja
um og þrátt fyrir að vera nýkomin
úr fæðingarorlofi og því kannski
ekki í toppformi, þá ákvað ég að
sækja um og var ráðin. Álagið á
fjölskylduna var hins vegar miklu
meira en ég bjóst við, aðallega því
vaktirnar eru svo langar. Svo ég
ákvað að kúpla mig út og hætta
eftir sex mánuði í stað þess að láta
reyna frekar á það, segir Birna
Björnsdóttir sem var samt alltaf
mjög ósátt við að þurfa að hætta.
Hún ákvað að læra félagsráð-
gjöf í Háskólanum og átti svo sitt
annað barn. „Eftir að yngri sonur
minn var kominn á leikskóla og
ég komin með menntun fór ég að
svipast um eftir vinnu og fann að
mig langaði aftur í slökkviliðið.
Ég sótti um næst þegar það var
ráðið og hef verið hér síðan.“
Gaman að undirbúa sig fyrir
inntökuprófið
Til að vinna hjá slökkviliðinu þarf
að hafa stúdentspróf eða iðn-
menntun og meirapróf, auk þess
að vera í toppformi líkamlega og
andlega. Á inntökuprófinu þurfa
umsækjendur að standast meðal
annars þolpróf, styrktarpróf, loft-
hræðslupróf og innilokunarpróf.
Þónokkrar konur sækja um starf
en þær detta flestar út í inntöku-
prófinu. „Það sem er langerfiðast
er hlaupaprófið. Styrktarprófið er
ekki jafn erfitt og í því er gerður
greinarmunur á kynjunum. Kon-
ur þurfa ekki að hafa jafnan
styrk á við karla en þær þurfa að
vera með sama þol. Það er alltaf
byrjað á hlaupaprófinu, þar sem
þú þarft að geta hlaupið 3 km. á
12,5 mínútum, og ef þú dettur út í
því kemstu ekkert lengra. Það er
nauðsynlegt að vera í toppformi
því þú þarft að geta hlaupið í
slökkviliðsgallanum, sem er auka
20 kíló, og með allar græjur á þér.
Svo þarftu að geta unnið við erf-
iðar aðstæður með slöngu. Þetta
er töluvert púl en ef þú æfir þig
og vilt komast inn þá er þetta ekk-
ert mál,“ segir Birna sem þurfti
ekki mikið að hafa fyrir sínu inn-
tökuprófi þar sem hún hefur æft
keppnisíþróttir frá því hún var lítil
stelpa. „Mér fannst bara gaman
að undirbúa mig. Ég hef alltaf
haft gaman af því að takast á við
krefjandi verkefni sem reyna á
mann bæði andlega og líkamlega.
Ætli það sé ekki hluti af þessum
„action“ genum sem virðast vera
í mér.“
Engin eftirbátur strákanna
Birna vinnur á fjögurra daga
vöktum, tólf tíma í senn og segir
dagana fjölbreytta. Þegar blaða-
mann ber að garði hefur hún ný-
lokið við að þrífa fjóra sjúkrabíla
ásamt samstarfsfélögum sínum
en 80% af starfinu eru sjúkraflutn-
ingar. „Við stundum líkamsrækt
daglega til að halda okkur í formi.
Við sitjum aldrei og bara bíðum
því það er alltaf nóg að gera. Eftir
hádegi, þegar við erum búin að
fara yfir allar græjur, búin í lík-
amsrækt og búin með hádegismat
förum við yfirleitt í einhverskonar
æfingar.“
Hún segir hópinn náinn, nánast
eins og fjölskyldu og að allir
skipti jafnt með sér verkum. „Það
er dálítið grínast með það hvort
kaffiuppáhellingar og að taka úr
uppþvottavélinni sé ekki mitt hlut-
verk en ég er alls ekkert viðkvæm
fyrir því. Ég hlæ bara að því þar
sem ég hef enga minnimáttar-
kennd yfir því að vera eina konan
hérna. Það sem hefur hjálpað mér
mikið er í hversu góðu líkamlegu
formi ég er. Það getur enginn sagt
að ég sé eftirbátur strákanna því
margir þeirra eiga bara ekkert í
mig,“ segir Birna og hlær.
Fær misjöfn viðbrögð
Birna segist hafa upplifað ein-
hverja fordóma í sinn garð, en þá
aðallega frá eldri mönnum sem
finnist fáránlegt að kona sé að
sinna þessu starfi. Menn á hennar
aldri og yngri finnist þetta alls
ekkert stórmál. „Staðalímynd
slökkviliðsmanna er auðvitað
ennþá mjög sterk en hún er nú
sem betur fer að breytast hratt.
Ég held að þetta hafi verið næst-
síðasta vígið. Síðasta vígið er sér-
sveit lögreglunnar en þar starfar
engin kona. Ég hef fengið alls-
konar „komment“ frá fólki, sér-
staklega eldra fólki þegar ég mæti
á sjúkrabílnum. Sumum finnst það
skrítið á meðan aðrir nefna hvað
það sé skemmtilegt að sjá konu
í þessu starfi. Ég fengi kannski
sjaldnar svona viðbrögð ef fleiri
konur væru í starfinu.“
Birna segir einn af skemmti-
legri hlutum starfsins vera að
sinna forvarnarverkefnum. „Ég
fer á leikskólana og hitti alla fimm
ára krakka. Þeim finnst mörgum
mjög skrítið að það skuli koma
kona því staðalímyndin er svo
sterk. Margir glápa á mig og
hvísla sín á milli; „þetta er kona!“
En fyndnasta spurningin sem
ég fæ þar er; „Heyrðu, hvar er
slökkviliðsmaðurinn? Og þegar
ég segist vera slökkviliðsmaður-
inn þá er svarið; „Neeei, þú ert
slökkviliðskona.“
Hvetur konur til að sækja um
„Ég hef aldrei verið „trítuð“ neitt
öðruvísi en hinir en það væri auð-
vitað gaman ef hér væru fleiri
konur. Ég neita því ekki að oft
hefði maður viljað hafa samstarfs-
konu til þess að leita til með ýmis-
legt. Svo þarf ég auðvitað allt sér.
Þegar strákarnir fara í gufuna
eða búningsklefann eftir æfingar
þá er ég auðvitað alltaf ein. Eða
eftir eldútköll þegar við þurfum að
þrífa okkur, þá er ég alltaf ein og
þá væri alveg gaman að hafa aðra
konu til að tala við. Þetta er auð-
vitað alveg rosalegt karlaveldi og
ég held að vinnustaðurinn hefði
gott af því að hér væru fleiri kon-
ur. Það er bara annað andrúmsloft
þegar það eru bæði kynin. Það
verður annar mórall og stemning
sem mér finnst vera jákvæðari,“
segir Birna og notar tækifærið
og hvetur konur til að sækja um.
„Sérstaklega þær sem hafa mik-
inn áhuga á líkamlegum áskorun-
um og sem eru til í að takast á við
spennu, bæði andlega og líkam-
lega. Maður þarf að vera tilbúin að
takast á við eitthvað sem er óvænt
því við vitum auðvitað aldrei
hvernig dagurinn þróast þegar við
mætum hér á morgnana.“
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
viðtal 19 Áramótin 30. desember 2014–1. janúar 2015