Fréttatíminn - 30.12.2014, Síða 20
É
g gerði mér ferð norður
á Akureyri núna síðustu
helgina fyrir jól. Ferðina
dulbjó ég sem bóka-
kynningu. Ekki mátti
nokkur maður komast á snoðir um
að ég væri að greiða fúlgur fjár fyrir
flugferð, flugferð til þess eins að
berja Bubba minn augum. Þannig
að já, ég fór norður til þess að kynna
bókina. Þorláksmessutónleikar
Bubba á sunnudagskvöldinu voru
hrein tilviljun. Stormandi lukkuleg
tilviljun. Og óvænt. Svo þvi sé haldið
til haga.
Ég lagði ýmislegt á mig fyrir
þessa tónleika. Nei, ég meina bóka-
kynningu. Ég átti flug á afar ókristi-
legum tíma. Svaf að sjálfsögðu yfir
mig (ekki hanga á Ölstofunni til
klukkan fjögur að nóttu þegar þú átt
flug sjö að morgni). Keyrði fimmtán
ára gömlu ryðhrúguna sem ég kalla
bíl inn í snjóskafl skammt frá flug-
vellinum og þar sat hann bara fastur.
Í stórum skafli úti á miðri götu. Bölv-
aður. Það var annað hvort að bjarga
bílnum eða eiga stund með Bubba.
Já og halda bókakynninguna, auðvi-
tað. Hvað geri ég? Nú hrifsa töskuna
mína og hleyp af stað. Eins og fætur
toga. Rétt næ upp í flugvél og eru
örlög bílsins míns mér enn ókunn.
Nokkuð klakklaust kemst ég til
Akureyrar. Næli mér þar í ljómandi
fínan bílaleigubíl og fleygi mér út
í umferðina á illa ruddum götum
bæjarins. Ekki staldra ég lengi við í
umferðinni. Tvær mínútur kannski.
Þá er ég komin upp á gangstétt með
brunahana óþarflega nálægt stuðar-
anum. Frábært. Eftir að hafa hringt
skælandi á bílaleiguna, fengið þá til
þess að fjarlægja laskað ökutækið
og blótað Vegagerðinni (ber hún
annars ekki ábyrgð á snjómokstri?)
arka ég á nærliggjandi kaffihús.
Með arka á ég við að ég óð snjó upp
að mitti. Jafnvel lengra. Rassblaut
tek ég þá ákvörðun að morgunboll-
inn verði af írskum toga. Ekkert að
því að sjá unga konu sötra áfengi
klukkan níu að morgni. Ekki nokkur
skapaður hlutur. Ég sannfærði sjálfa
mig um að ég væri á Spáni og pant-
aði mér annan bolla.
Þrátt fyrir áfenga kaffidrykkju
morgunsins gekk bókakynningin
stórvel. Norðlendingar eru augljós-
lega mikið smekkfólk. Ég fyrirgaf
þeim illa ruddar göturnar med det
samme. Að mestu. Ég hef ekki enn
fengið reikninginn fyrir hrakförum
mínum. Mér er að vísu alveg sama.
Ég seldi bækur. Sá Bubba. Skítt með
einhvern brunahana.
Að sjá Bubba á sviði, ég á engin
orð, nema eina væna slettu: be still
my beating heart. Sjá fingur hans
leika fimlega við gítarstrengina.
Bónaður skallinn. Dularfull gler-
augun. Textarnir. Lögin. Tónleik-
arnir hans voru einstök upplifun.
Bæði fyrir snarsjúka aðdáendur eins
og mig sjálfa sem og aðra. Stemn-
ingin í stútfullum salnum gaf að
minnsta kosti ekki annað til kynna.
Það skyggði hins
vegar dálítið á
þetta góða kvöld að
þegar Bubbi gekk
inn á sviðið og allt
ætlaði um koll að
keyra, hvíslaði
félagi minn að mér:
,,þú veist að fólk
myndi klappa alveg
jafn mikið ef þetta
væri pabbi þinn
að labba inn - það
myndi enginn sjá
muninn.” Blæti
mitt fyrir Bubba
er sennilega ekki
eðlilegasti hlutur
í heimi. En þegar
fólk fer að draga
pabba minn inn í
jöfnuna - þá fyrst
verður það af-
skaplega óeðlilegt.
Hann þykir líkur
honum. En er það
ekki. Alls ekki.
Höfum það alveg
á tæru. Fyrir utan
skallann. Kollvik-
in. Klæðaburðinn.
Kannski eitthvað
fleira, ég veit það
ekki. Ég ætla ekki
lengra með þetta.
Oj bara.
Ef einhver veit hvar bíllinn minn,
sem ég skildi eftir á víðavangi á
höfuðborgarsvæðinu, elur mann-
inn má sá hinn sami hafa samband.
Númerið er ZY-500.
Guðrún Veiga
Guðmundsdóttir
er mannfræðinemi
frá Eskifirði sem
vakið hefur athygli
fyrir bloggskrif
sín. Hún stjórnaði
sjónvarpsþættinum
Nenni ekki að elda
og var að gefa út
samnefnda bók.
Guðrún Veiga skellti
sér á tónleika með
Bubba Morthens á
Akureyri á dögunum
en hún hefur verið
snarsjúkur aðdáandi
hans um árabil.
Guðrún Veiga hjarta Bubbi
Guðrún
Veiga
Guðmundsdóttir
ritstjorn@
frettatiminn.is
Blæti mitt
fyrir Bubba
er sennilega
ekki eðlilegasti
hlutur í heimi.
En þegar fólk
fer að draga
pabba minn
inn í jöfnuna -
þá fyrst verður
það afskaplega
óeðlilegt.
20 pistill Áramótin 30. desember 2014–1. janúar 2015