Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.12.2014, Qupperneq 36

Fréttatíminn - 30.12.2014, Qupperneq 36
36 fjölskyldan Áramótin 30. desember 2014–1. janúar 2015 Verum kjörkuð og framkvæmdasöm á nýju ári É g felli alltaf nokkur tár um áramótin. Nánar tiltekið þegar klukkurnar hringja á miðnætti og ótilgreindur kór syngur fyrstu ljóðlínurnar sem ég hef hlustað á síðan ég man eftir mér: „Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka...“ Eitthvað svo ógnvænlega óendurkræft og mér finnst sjálfsagt að leyfa dá- lítilli depurð og söknuði að fylgja líkinu þegar öll þjóðin, allur heimurinn, sameinast í jarðarförinni. En svo hristi ég af mér drungann og opna hjartað fyrir upprisunni; nýju ári og nýrri birtu, nýjum hugsunum og nýjum möguleikum. Þessi áramótin ætla ég að fylgja dæmi vinkonu minnar sem sendi hátíðarkveðjur og þar á meðal þessar hugleiðingar sem ég deili hér með með ykkur, lesendur kærir: „Mér finnst gott að brenna burt um áramót allt það sem hefur ekki þjónað mér vel. Kannski líka kveðja allt það sem er að halda mér í gömlum skóm. Allt það sem hefur vaxið burt frá mér og mig langar innst inni bara að sleppa takinu á. Það er alltaf eitt- hvað sem þarf að fara til þess að þetta nýja geti komið inn í líf okkar. Stundum er það fólk, stundum viðhorf, stundum atvinna. Stundum er það jafnvel hugleysi, leti eða framkvæmdaleysi.“ Við þessa áskorun vil ég bæta sjálfsvonskunni og skorti á fyrirgefningu. Mörg okkar hafa svo oft reynt að breyta okkur og aðstæðum okkar, til bóta fyrir okkur sjálf og fólkið í kringum okkur – en mistekist. Svo refsum okkur grimmilega fyrir mistökin, hátt eða í hljóði eða dengjum okkur jafnvel í algjöra afneitun á vandaum. Hvaða leið sem við veljum, verður afleiðingin að við hættum að reyna. Flestir eiga nefnilega auðveldara með að fyrirgefa öðrum en sjálfum sér og ég hef heyrt að meðalmanneskjan tali niður til sín um 800 sinnum á dag. Prófið bara að telja. Þessi áramótin ætla ég að fyrirgefa mér mistök síðasta árs og fagna því nýja með að leyfa sjálfri mér að æfa mig áfram. Æfingin skapar meistarann og æfingum fylgja nefni- lega mistök. Enginn er fullkominn en viðleitni til framfara er kjarni þess að þroskast. Það er ekkert til sem heitir að standa í stað og ef við erum ekki í framför, erum við í afturför. Rétt eins og við séum með líf okkar sem stein í brekku og annað hvort höfum við fyrir því að ýta upp eða þá að hnullungurinn rúllar af stað niður á við. Áramót eru tímamót, gatnamót, vatnaskil, eyktamörk. Nýja árið er tækifæri til þess að byrja upp á nýtt með einu árinu enn. Fagna því að vera á lífi og þakka fyrir allt sem árin hafa fært, bæði gleði og sorg og allt þar á milli. Öll reynsla gerir okkur að því sem við erum og auðgar okkur, hvert og eitt. Við erum öll einstök og líf okkar hefur einstakan tilgang, bæði fyrir okkur sjálf og fólkið í kringum okkur. Þess vegna eru áramótaheit frábær fyrir foreldra og fjölskyldur. Við eigum skilið að setjast niður með fólkinu okkar á dálitlum fjöl- skyldufundi og velja hverju við viljum leyfa að lifa á nýju ári, hvað við viljum brenna burtu og hvað við viljum setja nýtt inn í staðinn. Svo æfir fjölskyldan sig saman, tekst sumt og mistekst annað eins og gengur. Með reglulegum fjölskyldufundum á nýju ári forðumst við afneitun á gengi okkar og fyrirgefum okkur mistök í æfingunum – en höldum áfram upp brekkuna. Verum kjörkuð og framkvæmdasöm á nýju ári því það ár mótar ekki að- eins ykkar fjölskyldu, heldur líf barna ykkar og barnabarna, fjölskyldu fram af fjölskyldu. Áramót eru tímamót, gatnamót, vatnaskil, eyktamörk. Nýja árið er tækifæri til þess að byrja upp á nýtt með einu árinu enn. Framför eða afturför?  Keiluhöllin, Flugvallarvegi, 101 Reykjavík.  Borgarbókasafnið, Tryggvagötu 15, 101 Reykjavík.  Klifurhúsið, Ármúla 23, 180 Reykjavík.  Skautahöllin, Múlavegi 1, 104 Reykjavík.  Gönguferð í Heiðmörk eða Elliðárdalnum.  Bogfimisetrið, Furugrund 3, 200 Kópavogi.  Þjóðminjasafnið, Suðurgata 41, 101 Reykjavík.  Náttúrufræðistofan, Hamraborg 6a, 200 Kópavogi.  Heimsókn í Hallgrímskirkjuturn.  Gefa öndunum brauð.  Skíði eða sund.  Og ef veður heldur okkur inni þá er hægt að púsla, spila eða baka. Samvera í fríinu Öll vitum við að besta gjöf sem hægt er að gefa börnunum í jólafríinu er samvera með sínum nánustu. Hér eru nokkrar hugmyndir að skemmti- legum stöð- um sem fjöl- skyldan ætti að geta leikið sér saman á. Margrét Pála Ólafsdóttir ritstjórn@ frettatiminn.is heimur barna Þessi áramótin ætla ég að fyrirgefa mér mistök síðasta árs og fagna því nýja með að leyfa sjálfri mér að æfa mig áfram. Stjúptengsl – námskeið Fyrir fagfólk Sterkari saman –paranámskeið (6.vikna) hefst 13. janúar kl. 18.30 – 20.30 Stjúpuhittingur (6 vikur) hefst 14. janúar kl. 18.00 – 20.00 Stjúpuhittingur 50+ (6 vikur) hefst 26. janúar kl. 19.00 til 21.00 Hittingur - eftir skilnað (6. vikur) hefst 17. febrúar kl. 18.30-20.30 Stjúptengsl fyrir fagfólk 12. janúar kl. 9.00-15.00 Stjúptengsl fyrir fagfólk 6. mars kl. 9.00 – 15.00 Allar nánari upplýsingar er að nna á www.stjuptengsl.is og í síma 6929101 Leiðbeinandi er Valgerður Halldórsdóttir félagsráðgja, MA. Train Smarter with the Kinetic inRide and inRide App. Learn more about power training at: kurtkinetic.com/inride KRÍA HJÓL - GRANDAGARÐUR 7 - 101 REYKJAVÍK s.5349164 INFO@KRIAHJOL.IS KINETIC ROAD MACHINE + inRIDE WATT METER Smart-phone* based costing hundreds more. Kinetic2015_inRide_100x100.indd 2 10/22/14 1:10 PM * Works with Apple™ iOS devices with Bluetooth Smart®

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.