Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.12.2014, Blaðsíða 54

Fréttatíminn - 30.12.2014, Blaðsíða 54
 Matur Nýr veitiNgastaður sækir NafN sitt til bókar Helgu sigurðardóttur Íslenskt, ferskt og gott úti á Granda Í gamla Ellingsen húsinu við Grandagarð standa yfir fram- kvæmdir þessa dagana. Í janúar mun þar opna nýr veitingastaður sem heitir Matur & drykkur. Gísli M. Auðunsson sem undanfarin ár hefur rekið veitingastaðinn Slipp- inn í Vestmannaeyjum er einn af þeim sem standa að þessum nýja stað. „Þetta gengur framar vonum og við opnum um miðjan janúar,“ segir Gísli. „Nafnið á staðnum er tilvitnun í gömlu uppskriftabók- ina frá Helgu Sigurðardóttur sem hét Matur & drykkur. Markmið staðarins er að nota mikið af ís- lensku hráefni og taka þessar gömlu íslensku uppskriftir skref- inu lengra,“ segir Gísli sem hefur verið að undanförnu verið að fá heimildir frá sagnfræðingum og þjóðháttafræðingum um matar- gerð og íslenskar matvörur úr náttúrunni. „Þetta verður umfram allt ferskt og gott,“ segir Gísli. „Það eru svo margar frábærar gamlar íslenskar aðferðir sem enn er verið að nota. Það gleymist oft að Íslendingar borða bara þorramat í stuttan tíma á ári, en annars ferskmeti,“ segir Gísli. Matur & drykkur opnar um miðjan janúar og verður hann opinn bæði í hádeginu og á kvöldin. „Fyrst um sinn verðum við bara með opið þrjú kvöld í viku, en fjölgum þeim með hækkandi sól,“ segir Gísli sem mun einnig reka Slipp- inn í Eyjum áfram á sumrin eins og hann er vanur. -hf Gísli Auðunsson opnar nýjan veitingastað í gamla Ellingsen-húsinu úti á Granda í janúar. Harpa Arnar- dóttir leikstjóri segir Ibsen skoða innsta kjarna mannlegs eðlis.  leiklist Harpa arNardóttir stýrir jólasýNiNgu borgarleikHússiNs Klárar mastersgráðu í HÍ og leikstýrir í stóru leikhúsunum Jólasýning Borgarleikhússins í ár er Dúkkuheimili, eftir norska skáldið Henrik Ibsen í þýðingu Hrafnhildar Hagalín. Leikstjóri sýningarinnar, Harpa Arnardóttir, segir verkið standast tímans tönn svo um munar, þrátt fyrir að vera orðið 135 ára gamalt. Harpa hefur leikstýrt í báðum stóru leikhúsunum í vetur meðfram meistaranámi í HÍ auk þess að leika í kvikmyndinni Blóðberg. Unnur Ösp Stefánsdóttir í hlutverki Nóru. Þ etta er búið að ganga æðislega vel,“ segir Harpa Arnardóttir leikstjóri þegar hún er spurð út í undirbún- ingsferli jólasýningar Borgarleikhússins í ár, Dúkkuheimili, sem frumsýnt verð- ur í kvöld, þriðjudaginn 30. desember. „Dúkkuheimili er nýtt nafn, svo til, þar sem flestir þekkja verkið undir nafninu Brúðuheimilið. Fyrsta nafnið var Heim- ilisbrúðan og Hrafnhildur Hagalín, sem þýðir verkið, ákvað að Dúkkuheimili væri réttnefni. Þar er hún að vitna í texta frá að- alpersónunni Nóru þar sem hún talar um dúkkur í loka- kaflanum,“ segir Harpa. „Dúkka er líka töluvert nær nútímanum en brúða, annars er nafnið ekki aðalatriðið ef innri rök halda í verkinu,“ seg- ir Harpa. Með aðal- hlutverkin í Dúkku- heimili Ibsens í Borgar- leik- húsinu fara þau Unn- ur Ösp Stef- áns- dóttir sem leikur Nóru, Hilmir Snær Guðnason, Þor- steinn Bachmann, Arndís Hrönn Egils- dóttir og Ingvar E. Sigurðsson. Harpa hefur verið iðin við leikstjórn í vetur og fyrr í vetur frumsýndi hún Kar- ítas í Þjóðleikhúsinu. „Það var eiginlega fyrir tilviljun,“ segir Harpa. „Dúkkuheim- ili átti upprunalega að frumsýna eftir ára- mót, en var svo fært og ég hélt að ég þyrfti að gefa það frá mér en sem betur fer gekk þetta allt saman upp,“ segir Harpa. „Dúkkuheimili stenst tímans tönn á undraverðan hátt. Það gæti hæglega verið nýtt íslenskt verk. Ibsen hafði greinilega djúpan skilning á mannlegu eðli og hann setur fram spurningar um eðliseiginleika mannsins á stórkostlegan hátt,“ segir Harpa. „Þrátt fyrir að hafa skrifað verk- ið fyrir 135 árum þá er maðurinn enn að efast um sínar tilfinningar og sína eigin- leika.“ Harpa hefur verið starfandi í leiklist- inni í 25 ár en hún segist leikstjórnina ekkert endilega vera að taka yfir. „Ég hef enn svo sterkar rætur sem leikkona, þrátt fyrir að Dúkkuheimili sé mitt tíunda leik- stjórnarverk,“ segir Harpa. „Það eru tvær hliðar á þessum peningi og það er gríðar- lega þroskandi að vera báðum megin við leiksviðið. Ég var síðasta sumar að leika í kvikmyndinni Blóðberg eftir Björn Hlyn Haraldsson og mun í janúar klára þær tök- ur,“ segir Harpa þegar hún er spurð út í hvað sé fram undan. „Kvikmyndin Blóðberg verður frum- sýnd á næsta ári. Svo ætla ég að útskrifast með mastersgráðu í ritlist frá HÍ í sumar svo lífið er einn rannsóknarleiðangur,“ segir Harpa Arnardóttir, leikkona og leik- stjóri. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Björn Jörundur spreytir sig í söngvakeppninni Enn hefur ekkert bólað á tilkynningu frá RÚV um það hvaða höfundar eigi lag í söngvakeppni sjónvarpsins á næsta ári, þrátt fyrir að það sé búið að tilkynna höf- undum um þeirra þátttöku. Meðal þeirra höfunda sem eiga lag í keppninni eru Karl Olgeirsson, Ásta Björg Björgvinsdóttir, sem átti lagið Eftir eitt lag sem Gréta Samúelsdóttir söng í fyrra, og reynsluboltinn Björn Jörundur Friðbjörnsson sem er að taka þátt í fyrst sinn. Kvöldgestir á Gauknum Hljómsveitin The Evening Guests sem starfrækt er af tónlistarmann- inum Jökli Jónssyni, sem búsettur er í Los Angeles, heldur tónleika á Gauknum laugardaginn 3. janúar. Jökull, sem hefur að undanförnu leikið hlutverk í söngleiknum Litlu hryllingsbúðinni í Los Angeles, mun leika hlutverk Rogers í söngleiknum RENT þar í borg eftir áramót. Kvöldgestirnir stefna á frekari upp- tökur og tónleikahald ytra á nýju ári og stefnt er á að spila á Iceland Airwaves næsta haust. Húsið opnar klukkan 20 og sérstakir gestir verða hljómsveitirnar Kiss The Coyote og Sinister Trio. Tony Goldwyn sló í gegn í hlutverki Bandaríkjaforseta í þáttunum Scandal. Bandaríkjaforseti úr Scandal á Íslandi Ísland nýtur sívaxandi vinsælda meðal fræga fólksins og nýjasti Íslands- vinurinn er enginn annar en leikarinn Tony Goldwyn sem hefur leikið sig inn í hug og hjörtu kvenþjóðarinnar í hinum geysivinsælu Scandal-þáttum. Þrjár þáttaraðir hafa þegar verið sýndar á SkjáEinum en sú fjórða er í sýningu í Bandaríkjunum. Tony fer þar með hlutverk forseta Banda- ríkjanna, Fitzgerald „Fitz“ Grant, sem á í eldheitu ástarsambandi við aðalhetju þáttanna, hina úrræðagóðu Oliviu Pope. Tony hefur ákveðið að kæla sig aðeins niður í kringum hátíðirnar og sást meðal annars til hans á vélsleða um helgina þar sem hann virtist skemmta sér afar vel. Tony er eldri en tvævetur í kvikmyndabransanum en hann lék meðal annars illmennið í stórmynd- inni Ghost árið 1990 og ljáði Tarzan rödd sína í samnefndri Disney-mynd árið 1999. - eh 54 dægurmál Áramótin 30. desember 2014–1. janúar 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.