Þjóðlíf - 01.11.1986, Síða 46

Þjóðlíf - 01.11.1986, Síða 46
um til bjargar, að smáborgin Dessau í Sachsen-Anhalt bauð þeim til sín. Borgarstjórnin í Dessau bauðst jafn- framt til að kosta nýja uppbyggingu skólans eftir teikningum Gropiusar sjálfs. Blómaskeið í Dessau Bauhaus-byggingarnar í Dessau eru dæmi um funkisbyggingar eins og þær gerast fegurstar og um leið ein- hver bestu verk Gropiusar; einfaldar, formfagrar og gjörhugsaðar. í þess- um byggingum voru rannsóknarstof- ur, vinnustofur, leikhús, hljómlistar- salir og fleira. Heimavistir voru byggðar fyrir nemendurna, jafnvel hjónagarðar og dagheimili fyrir börn, sem vakti ekki svo litla hneykslan, því það samrýmdist ekki tíðarandan- um, að gift fólk væri í námi. Byggð voru tvíbýlishús fyrir kennara með vinnustofum og einbýlishús fyrir Gropius sjálfan. í Dessau átti Bauhaus sitt blómaskeið. Ekki leið á löngu þar til þaðan streymdi ný hönnun á öllum sviðum. Árið 1927 var Bauhaus komið með einkaleyfi á þeim nytjahlutum, sem þar voru framleiddir. Skapaði það skólanum drjúgar tekjur. Marcel Breuer, sem veitti forstöðu húsgagnadeildinni, hannaði fyrstu stálhúsgögnin úr sveigðum krómuð- um stálrörum. Ný efni og uppfinning- ar, eins og lampar úr ópalgleri og plexigleri og fleira sem við höfum fyrir augum okkar í daglegu um- hverfi, streymdu frá verkstæðum Bauhausmanna. Húsgögn, vefnaður, rafmagnstæki, borðbúnaður, glerlist, veggfóður, bókband, jafnvel leikrit og tónlist. Bauhaus hafði sína eigin hljómsveit, sem var á sínum tíma ein þekktasta jasshljómsveit Þýskalands. Saga hermannsins eftir Igor Strav- insky var frumflutt í Bauhaus. Á þessum tíma má segja, að draumur Gropiusar um að koma listinni og tækninni í eina sæng, hafi verið á góðri leið með að rætast. Flæðir undan En eins og við mátti búast í samfé- lagi eins og Bauhaus voru menn ekki á eitt sáttir um markmið og leiðir. Vegna vaxandi gagnrýni innan hóps- ins ákvað Gropius að segja af sér. Árið 1928 sagði hann upp stöðu sinni sem forstöðumaður Bauhaus og við tók Hannes Meyer. En á næstu árum tók að flæða undan. Nasisminn var smám saman að taka völdin í þjóðfé- laginu og í þeirra augum var Bauhaus kommúnista- og gyðingabæli og tákn úrkynjunar. Árið 1932 náðu nasistar völdum í borgarstjórninni í Dessau. Peirra fyrsta verk var að loka skólan- um og flytja hann til Berlínar. Par var skólanum komið fyrir í gömlu vöru- húsi. Árið 1933 komst Hitler til valda. Þá var skólanum endanlega lokað og margir Bauhausmanna áttu ekki ann- an kost en að fara í útlegð. Síðastur til að veita Bauhaus forstöðu var arkitektinn Mies van der Rohe, sem haft hefur mótandi áhrif á bygging- arlist síðari tíma. Nasistar og þeirra fylgisveinar unnu mikil skemmdar- verk á byggingum Bauhaus í Dessau. A-Þjóðverjar hafa á síðasta áratug endurbyggt þær í sinni upprunalegu mynd. Áhrifin Þótt Bauhaus hafi átt upptök sín í Þýskalandi urðu áhrifin mest í Bandaríkjunum, en þangað flúðu margir kennarar og nemendur. Gropius varð prófessor í Harvard. Síðar komu Marcel Breuer og Josef Albers einnig til Boston. Mies van der Rohe settist að í Chicago og Moholy- Nagy stofnaði Nýja Bauhaus í Chi- cago. Þannig héldu þessir menn áfram að starfa að framgangi hug- sjóna sinna í Nýja heiminum, sem í þessu sem svo mörgu öðru naut góðs af hnignun hins gamla. Fúnksjónalisminn hefur mótað umhverfi okkar í meira en 50 ár, vagga hans stóð í Bauhaus. En eins og Mies van der Rohe sagði í veislu til heiðurs Gropiusi árið 1953: „Bau- haus var ekki stofnun með skýra stefnuskrá, — það var hugsjón, og að- eins hugsjón festir svo víða rætur.“ FYLGIST MEÐ EFNAHAGSMALUM . ■m- -44 -4 44- "1— 1 — T+T ; ; i "1 '— —— —\— 1 1 | ~r • T \ 44 - - --+4— H "1—r ~\— 4-4 -4— "4“ _j—i— 4 —f— vi—/—— \ / rm 1 ——— —1— H-- — 4l- +- —h i. +4 i —4-4- 1—— ] ._j 1 í Ha máni töfl gtc aðc bi ur )lum irins rtast um: 1:1 1 i ■ Per ■ Gr< ■ Utc ■ RíP ■ Fra Seðl. Austurs 1 ringa iiðslr mrík úsQá imlei aba Hagf »træt imál ijöfnu< isviðsl rmál ðslu nki 'ræðid< i 14, £ 5 cipti / Islan< sild nmi 20 ■ ■ ■ ds 500 Fjár Átvi 3g f Áuk um fest nnt leira yfii efn ingi ítek i rlits aha j jur gre gsrr tna íál

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.