Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.11.2014, Síða 2

Fréttatíminn - 28.11.2014, Síða 2
Komdu inn úr kuldanum www.n1.is facebook.com/enneinn Hluti af öruggri vetrarumferð Ég er búinn að vera með öllum sigurat- riðunum frá árinu 2010 og það er tími kominn á að gefa þessu pásu. Rekstrarniðurstaða jákvæð hjá Reykjavíkurborg Rekstrarniðurstaða samstæðu Reykja- víkurborgar, A og B hluta, var jákvæð um 11.085 milljónir króna en áætlun gerði ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 6.063 milljónir. Rekstrarniðurstaðan er því 5.022 milljónum betri en gert var ráð fyrir. Þetta kemur fram í árshlutareikningi Reykja- víkurborgar fyrir janúar til sept- ember árið 2014 en hann var staðfestur í borgarráði í dag. Helstu ástæður má rekja annars vegar til tekjufærslu matsbreytinga fjárfestinga- eigna hjá Félagsbústöðum og hins vegar til áhrifa fjármagns- gjalda hjá Orkuveitu Reykja- víkur. Þar vegur þyngst gengismunur og verðmæti innbyggðra afleiða. Rekstrarniður- staða fyrir fjármagns- liði var jákvæð um 13.260 milljónir króna sem er 288 milljónum lakari niðurstaða en áætlun gerði ráð fyrir. „The Color Run“ á Íslandi „The Color Run“ verður haldið í fyrsta skipti á Ís- landi laugardaginn 6. júní 2015 og er miðasala hafin á miði.is. Hlaupið er 5 km langt þar sem litagleði og tónlist ræður ríkjum. The Color Run er tileinkað réttindum barna og stefnt er að því að 5 milljónir króna renni til góð- gerðamála vegna viðburðarins. Fjöldi hlaupara verður takmarkaður við 6.000 en sá fjöldi hefur nú þegar staðfest komu sína á samfélagssíðu hlaupsins sem fór í loftið nú í nóvember. „The Color Run“ hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár og yfir 200 hlaup hafa verið haldin í meira en 40 löndum. 23 fá heiðurslaun listamanna Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis leggur til að 23 einstak- lingar fái heiðurslaun listamanna, samkvæmt ákvörðun Alþingis á næsta ári. Heiðurslaun listamanna eru veitt listamanni að fullu til sjötíu ára aldurs og skulu vera þau sömu og starfslaun listamanna eru á hverjum tíma. Eftir sjötugt verða þau 80% af starfs- launum. Meðal þeirra sem fá heiðurslaunin eru Megas, Þráinn Bert- elsson, Kristbjörg Kjeld, Atli Heimir Sveinsson og Edda Heiðrún Backman.  SkipulagSmál Svæði undir kirkjugarð í borginni Ekkert pláss fyrir látna í Reykjavík S tjórn og forstjóri Kirkju-garða Reykjavíkurprófast-dæmis hafa um árabil lagt hart að skipulagsyfirvöldum í Reykjavík að útvega land undir kistukirkjugarð innan borgar- markanna en það hefur ekki gengið. Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarðanna, áætlar að eftir sex ár verði ekkert pláss eftir fyrir nýjar grafir. Ástandið sé alvarlegt þar sem það taki allavega fimm og allt að átta ár að undirbúa nýjan garð. Það má því gera ráð fyrir því að það verði ekkert pláss fyrir látna eftir um það bil sex ár, útvegi borgin ekki land. „Borgin er að vingsa okkur til og frá. Fyrir 2 árum var talað um Geldinganesið sem ákjósanlegan stað en nú hefur komið í ljós að ekkert verður gert í skipulags- málum þar fyrr en eftir svona 10 ár. Í upphaflega aðalskipulaginu, áður en farið var að ræða Geld- inganesið, átti garðurinn að vera við Úlfarsfell en það var tekið af okkur þegar við fengum vilyrði fyrir landinu í Geldinganesi, sem var mjög óraunhæft þar sem ekk- ert var fast í hendi þar heldur. Nú óskum við eftir því að fá Úlfars- fellið til baka.“ Þórsteinn er ekki sáttur við vandræðagang borgarinnar því ef eitthvað er ljóst í heimi hér, og borg, þá er það að við endum öll í þessum garði á endanum. „Það er mjög óábyrgt hjá borginni að bregðast ekki hraðar við í þessum málum því það tekur svona fimm til átta ár að útbúa kirkjugarð. Það þarf að taka þessa ákvörðun núna.“ -hh Gufuneskirkjugarður var vígður árið 1980 en í dag, föstudaginn 28. nóvember, klukkan 18, fer fram vígsla sáluhliðsins inn í Gufuneskirkjugarð. Segja má að með vígslu sáluhliðsins sé framkvæmdum í garðinum loks lokið ef frá eru taldar fram- kvæmdir við stækkun grafarsvæða en þeim lýkur á næstu 6 árum. Eftir þann tíma verða engar nýgrafir fyrir kistur í boði í höfuðborginni.  Söngvakeppni valli Sport byrjaður að fá Símtöl Tólf lög hafa verið valin í forkeppni Söngvakeppninnar á RÚV en ekki hefur verið tilkynnt hver þau eru. Þrír lagahöfundar hafa þegar sett sig í samband við Valgeir Magnússon, Valla sport, sem séð hefur um kynningarmál fyrir síðustu sigurvegara í keppninni. Valli býst við að taka sér pásu frá undankeppninni vegna anna en útilokar ekki að aðstoða sigurvegarann. m arkaðsmaðurinn Valgeir Magn-ússon, sem oftast er kenndur við auglýsingastofuna Pipar/ TBWA, hefur undanfarin ár unnið með fjölmörgum höfundum og flytjendum sem tekið hafa þátt í söngvakeppni Sjón- varpsins. Valli, eins og hann er kallaður, þykir hafa einstakt nef fyrir markaðsher- ferðum atriðanna og oftar en ekki hafa atriðin sem hann vinnur með farið alla leið í aðalkeppnina ár hvert. Söngvakeppni Sjónvarpsins hefst í janúar og verður tilkynnt um hvaða lög taka þátt fyrir jól. Nú þegar er búið að láta nokkra höfunda vita að þeirra lag hafi komist inn. Valli sagði að byrjað væri að hringja í sig og falast eftir hans samvinnu en hann hefur ákveðið að gefa undankeppninni frí þetta árið. „Ég er búinn að vera með öllum siguratriðunum frá árinu 2010 og það er tími kominn á að gefa þessu pásu,“ segir Valli. „Ég er í stórum verkefnum hjá Pipar/TBWA en við sameinuðumst Fíton í haust og er söngvakeppnin of tímafrek til þess að geta farið frá 70 manna fyrir- tæki.“ Meðal atriða sem Valli hefur unnið fyrir og farið með alla leið eru Je Ne Sais Quoi með Heru Björk, Ég á líf með Eyþóri Inga og á síðasta ári fór hann alla leið með Pollapönkarana og laginu Enga fordóma. Einnig vann hann að markvissu kynning- arstarfi fyrir önnur lög, þrátt fyrir að hafa ekki farið með þeim út. „Það eru 2 eða 3 höfundar búnir að hafa samband og tékka á mér, það er þó aldrei að vita hvað gerist eftir undankeppnina,“ segir Valli. „Ef sigurvegarinn hefur sam- band og mér finnst lagið gott þá er aldrei að vita. Undankeppnin heltekur mann og fyrir keppnismann eins og mig þá get ég ekki unnið að verkefni eins og því með annarri hendinni í 6 vikur,“ segir Valli. „Það er ómögulegt að vinna með þessu.“ Söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva fer fram í Austurríki á næsta ári. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Valli ætlar að taka pásu í undankeppninni í Eurovision í ár. Hann kveðst hafa nóg að gera hjá auglýsingastofunni Pipar. Mynd/Hari Slegist um Valla sport í Eurovision 583 milljónir til eiganda Plain Vanilla Þorsteinn Baldur Friðriksson, stofnandi og einn eig- enda Plain Vanilla, fékk tæpar 583 milljónir króna í sinn hlut þegar fjárfestingafélögin Tencent Holdings og Sequoia Capital lögðu hugbúnaðarfyrirtækinu til 22 milljónir dala í hlutafé í lok árs 2013. Þetta kemur fram í ársreikningi WhiteRock ehf., sem heldur utan um eignarhlut Þorsteins í Plain Vanilla Corp, sem er móðurfélag PV hugbúnaðar hf. Hann greiddi sér út 30 milljónir króna í arð á þessu ári, samkvæmt ársreikningnum. 2 fréttir Helgin 28.-30. nóvember 2014
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.